Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 66

Ægir - 01.09.1996, Side 66
Héðinn verslun hf.: Nýtt vökvakerfi sem notar hreint vatn Helsta nýjungin sem Héðinn verslun hf. sýnir á sjávarútvegssýning- unni er vökvakerfið Nessie frá Danfoss. Þetta kerfi á vafalaust eftir að valda byltingu í matvælaiðnaði vegna þess að í stað þess að nota olíu eða rafmagn til að knýja færibönd, gíra, krana og önnur flutnings- tæki er notað venjulegt vatn. Með því að nota vatn verður allt við- hald og vinna við tækin mun þægilegra og umhverfisvænna. Rafmagnsbúnaður þolir ekki mikinn vatnsaustur og er því erfiður í þrifum. Vökvakerfi sem nota olíu geta hins vegar verið skaðræðisgrip- ir ef þau fara að leka og á það ekki síst við í viðkvæmum matvælaiðnaði á borð við fiskvinnslu. Vandinn við að nota vatn er einkum sá að gæði þess og efnasamsetning er afar mismunandi frá einu landi til ann- ars og jafnvel milli landshluta. I>að þurfti því að hanna tæki úr efnum sem þola mismunandi vatn. Það tókst tæknimönnum Danfoss eftir meira en 20.000 klukkustunda prófanir. Útkoman er vökvakerfi sem þolir allt vatn sem stenst staðla Evrópusam- bandsins fyrir drykkjarvatn. Og þó ein- hver óhreinindi séu í vatninu er hægt að hreinsa það með ódýrri og vistvænni tækni sem hönnuð var samsíða kerfinu. Kerfið er starfhæft þótt hitinn í um- hverfinu fari niður í 30°C frost, það ger- ir sérstakur frostlögur sem samþykktur hefur verið til notkunar í matvælaiðn- aði. A gömlum merg Héðinn verslun hf. er þekkt nafn í þjónustu við íslenskan sjávarútveg. Fyr- irtækið stendur á grunni Vélsmiðjunnar Héðins sem stofnuð var árið 1922 af þeim Markúsi ívarssyni og Bjarna Þor- steinssyni. Eftir því sem fyrirtækinu óx fiskur um hrygg skiptist það í deildir og Gísli Jóhannsson verslunarstjóri í Héðni verslun. er verslunin orðin rúmlega hálfrar ald- ar gömul. Fyrir tveimur árum var deild- unum skipt upp í sjálfstæð hlutafélög og starfar Héðinn verslun hf. í Héðins- húsinu við Seljaveg undir forystu Gísla Jóhannssonar. Gísli segir að verslunin hafi sérhæft sig í hátæknivörum og flytji inn dælur og dælubúnað fyrir sjávarútveg og fleiri fyrirtæki frá Monopumps, Flygt og Lowara, færibandamótora frá Joki og rafsuðubúnað frá Esab, þráð, vír og rafsuðuvélar. Hjá fyrirtækinu starfa fjórtán manns, þar af 7 sölumenn sem eru flestir með tækni- eða vélstjóra- menntun. Fjölbreytt framleiðsla Danfoss En það er samstarfið við Danfoss sem er umfangsmest í starfsemi verslunar- innar. Það hefur staðið frá árinu 1947 og eflaust eru stýringar fyrir hitakerfi þekktasta framleiðsluvara þessa danska stórfyrirtækis. En Danfoss framleiðir fleira en hitastýringar fyrir ofna. Hjá því starfa alls 17.000 manns, þar af 9.500 í Danmörku, en fyrirtækið starf- rækir verksmiðjur í Englandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Póllandi, Rússlandi, Slóveníu, Argentínu, Bandaríkjunum og Kanada. Einnig á Danfoss eigin sölufyr- irtæki í öllum Evrópulöndum nema á íslandi og írlandi. Danfoss hefur þróast í það að vera hátæknifyrirtæki sem leggur mikla áherslu á rannsóknir og tækninýjungar. Auk þess að framleiða tæki þróa starfs- menn fyrirtækisins ný efni og leggja sig fram um að mæta síbreytilegum kröf- um. Sem dæmi má nefna að Danfoss varð fyrst fyrirtækja til að framleiða kælitæki sem ekki byggðu á hinum ósoneyðandi CFC-efnum. Reyndar er Danfoss leiðandi á sviði kælitækni í heiminum og framleiðir kælivél í fimmta hvern ísskáp sem seldur er í Evr- ópu. Nessie svarar nýjum kröfum Nýja vökvakerfið Nessie, sem hefur verið í þróun undanfarin ár, hefur að sögn Gísla mælst vel fyrir hjá þeim sem hafa kynnt sér það. „Þetta kerfi boðar miklar framfarir á þessu sviði og ætti að höfða til framleiðenda fiskvinnsluvéla. í fiskiðnaði, rétt eins og annarri mat- vælaframleiðslu, er stöðugt verið að auka kröfur um hreinlæti og Nessie svarar þeim kröfunt. Þetta er umhverfis- væn tækni sem hægt er að nota til að knýja færibönd, snigla, tjakka og hnífa svo eitthvað sé nefnt," segir Gísli. Auk Nessie sýnir Héðinn verslun ýmis önnur tæki frá Danfoss og má þar nefna gæslukerfi fyrir veitur, en þau byggjast á tíðnibreytum, hraða- og hita- stýringum. „Við sýnum einnig kælitæki frá Danfoss en þau er víða að finna í matvælaiðnaði hér á landi, svo og á hótelum og veitingahúsum," segir Gísli Jóhannsson. □ 66 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.