Ægir - 01.09.1996, Side 68
Netagerð Höfða á Húsavík:
Áhersla á skjóta þjónustu
Nýtt rækjutroll úr „ofurefni" komið í framleiðslu.
Netagerð Höfða er til húsa í ný-
legu húsnæði við höfnina á Húsa-
vík. Netagerðin var stofnuö árið
1981 og er, eins og nafnið gefur
til kynna, rekin af útgerðarfyrir-
tækinu Höfða. Höfði gerir út tog-
arana Júlíus Hafstein og Kol-
beinsey og bát sem er gerður út
á innfjarðarækju á veturna. Nú
stendur fyrir dyrum sameining
Höfða og Fiskiðjusamlagsins, sem
netagerðin kemur að sjálfsögðu
til með að falla undir, en kemur
ekki til með að hafa mikil áhrif á
reksturinn sem slíkan.
Áhersla á skjóta þjónustu
Að sögn Kára Páls Jónassonar neta-
gerðarmeistara hjá Höfða sjá þeir um
uppsetningar og viðhald á veiðarfærum
fyrir skipin á Húsavík og svæðinu þar í
kring, auk þess að sinna tilfallandi verk-
efnum og viðgerðum fyrir aðkomuskip.
Næstu netagerðir eru á Akureyri vestan
til, en hins vegar ekki fyrr en á Seyðis-
firði austan til.
Starfsmenn eru í dag 10-12 talsins,
en reksturinn hefur verið í stöðugum
vexti frá upphafi, og sér ekki fyrir end-
ann á því, enda enginn skortur á verk-
efnum. „Við sinnum öllu sem við
komumst í," segir Kári. „Við erum með-
al annars með rækjutroll, fiskitroll og
svo sjáum við um nætur og gerum við
þær. Auk þess erum við með grásleppu-
net, þorskanet o.fl."
Hann segir áhersluna hjá fyrirtækinu
fyrst og fremst vera á skjóta og góða
þjónustu. ,,Við leggjum mikið upp úr
fljótri þjónustu, sem er það sem skiptir
máli í þessum bransa. Við getum gert
troll með mjög stuttum fyrirvara, og
eigum nær undantekningarlaust allt
efni í þau á lager. Auk þess rekum við
verslun hér i undir sama þaki og verk-
stæðið, þar sem við bjóðum upp á
handfæravörur, vinnufatnað og ýmsar
aðrar útgerðarvörur."
Netagerð Höfða hefur í gegnum tíð-
ina gert mikið af því að vera með neta-
gerðarnema á samning, og þeir eru
orðnir ófáir nemarnir sem hafa útskrif-
ast frá Höfða.
Rækjutroll lánuð út
Netagerð Höfða getur boðið við-
skiptavinum sínum upp á þá þjónustu
að lána þeim rækjutroll á meðan beðið
er eftir nýju. Þetta kemur sér óneitan-
lega vel þegar mikið liggur við. „Það vill
svo til að við eigum hér troll á lager. Þau
fylgdu bát sem Höfði átti, en er nú búið
að selja. Við höfum lánað þau út á með-
an við setjum upp ný, og það hefur
mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum okk-
ar," segir Kári.
Töluvert af aðkomurækjubátum land-
ar á Húsavík, og því fylgir að sjálfsögðu
nokkur eftirspurn eftir viðgerðarþjón-
ustu, sem þeir hjá Höfða sinna fljótt og
vel.
Nætur beint inn í hús
Netagerðin flutti árið 1988 í nýtt og
rúmgott húsnæði, sem er vel staðsett.
„Við erum hér alveg við bryggjuna, og
getum því tekið nætur beint úr skipum
og inn í hús, sem er mjög mikill kostur
og alls ekki mögulegt alls staðar" segir
Kári. Aðspurður sqgir hann þó lítið um
það að aðkomuskip komi með nætur í
viðgerð, enda engin loðnuverksmiðja í
bænum. Hins vegar gera þeir þó nokk-
uð af því að fara út á land til að gera við
fyrir sín eigin skip, þegar á þarf að
halda. Hafa þeir farið alla leið til Vopna-
fjarðar í þeim erindagjörðum. Þá býr
Höfði svo vel að hafa til afnota hús á
Raufarhöfn sem er í eigu SR, þar sem er
prýðileg aðstaða til að gera við nætur.
Þangað fara þeir frá Höfða um það bil
fjórum til fimm sinnum á ári í viðgerð-
arleiðangra. Þetta fyrirkomulag mælist
vel fyrir hjá loðnuskipunum, enda spar-
ast bæði tími og peningar á þennan
hátt.
Rækjutroll úr ofurefni
En það er ýmislegt nýtt á döfinni hjá
Netagerð Höfða líka. „Við erum að fara
að setja upp rækjutroll úr svokölluðu
ofurefni" segir Kári, aðspurður um nýj-
ungar í framleiðslunni. „Þetta efni er
grennra og sterkara, þannig að trollið
getur orðið þó nokkuð stærra. Þetta hef-
ur verið prófað aðeins í fiskitroll og
snurvoðir fram til þessa, en hefur ekki
verið prófað áður í rækjutroll svo ég viti
til. Ég vona að þetta verði komið í notk-
un um það leyti sem sjávarútvegssýn-
ingin fer fram. Það verður Geiri Péturs
sem tekur fyrsta trollið af þessari tegund
í notkun. Nú fyrir stuttu settum við upp
snurvoð úr þessu sama efni, og reyndist
hún mjög vel. Það verður því spenn-
andi að sjá hvað kemur út úr þessu." □
68 ÆGIR