Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 68

Ægir - 01.09.1996, Page 68
Netagerð Höfða á Húsavík: Áhersla á skjóta þjónustu Nýtt rækjutroll úr „ofurefni" komið í framleiðslu. Netagerð Höfða er til húsa í ný- legu húsnæði við höfnina á Húsa- vík. Netagerðin var stofnuö árið 1981 og er, eins og nafnið gefur til kynna, rekin af útgerðarfyrir- tækinu Höfða. Höfði gerir út tog- arana Júlíus Hafstein og Kol- beinsey og bát sem er gerður út á innfjarðarækju á veturna. Nú stendur fyrir dyrum sameining Höfða og Fiskiðjusamlagsins, sem netagerðin kemur að sjálfsögðu til með að falla undir, en kemur ekki til með að hafa mikil áhrif á reksturinn sem slíkan. Áhersla á skjóta þjónustu Að sögn Kára Páls Jónassonar neta- gerðarmeistara hjá Höfða sjá þeir um uppsetningar og viðhald á veiðarfærum fyrir skipin á Húsavík og svæðinu þar í kring, auk þess að sinna tilfallandi verk- efnum og viðgerðum fyrir aðkomuskip. Næstu netagerðir eru á Akureyri vestan til, en hins vegar ekki fyrr en á Seyðis- firði austan til. Starfsmenn eru í dag 10-12 talsins, en reksturinn hefur verið í stöðugum vexti frá upphafi, og sér ekki fyrir end- ann á því, enda enginn skortur á verk- efnum. „Við sinnum öllu sem við komumst í," segir Kári. „Við erum með- al annars með rækjutroll, fiskitroll og svo sjáum við um nætur og gerum við þær. Auk þess erum við með grásleppu- net, þorskanet o.fl." Hann segir áhersluna hjá fyrirtækinu fyrst og fremst vera á skjóta og góða þjónustu. ,,Við leggjum mikið upp úr fljótri þjónustu, sem er það sem skiptir máli í þessum bransa. Við getum gert troll með mjög stuttum fyrirvara, og eigum nær undantekningarlaust allt efni í þau á lager. Auk þess rekum við verslun hér i undir sama þaki og verk- stæðið, þar sem við bjóðum upp á handfæravörur, vinnufatnað og ýmsar aðrar útgerðarvörur." Netagerð Höfða hefur í gegnum tíð- ina gert mikið af því að vera með neta- gerðarnema á samning, og þeir eru orðnir ófáir nemarnir sem hafa útskrif- ast frá Höfða. Rækjutroll lánuð út Netagerð Höfða getur boðið við- skiptavinum sínum upp á þá þjónustu að lána þeim rækjutroll á meðan beðið er eftir nýju. Þetta kemur sér óneitan- lega vel þegar mikið liggur við. „Það vill svo til að við eigum hér troll á lager. Þau fylgdu bát sem Höfði átti, en er nú búið að selja. Við höfum lánað þau út á með- an við setjum upp ný, og það hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum okk- ar," segir Kári. Töluvert af aðkomurækjubátum land- ar á Húsavík, og því fylgir að sjálfsögðu nokkur eftirspurn eftir viðgerðarþjón- ustu, sem þeir hjá Höfða sinna fljótt og vel. Nætur beint inn í hús Netagerðin flutti árið 1988 í nýtt og rúmgott húsnæði, sem er vel staðsett. „Við erum hér alveg við bryggjuna, og getum því tekið nætur beint úr skipum og inn í hús, sem er mjög mikill kostur og alls ekki mögulegt alls staðar" segir Kári. Aðspurður sqgir hann þó lítið um það að aðkomuskip komi með nætur í viðgerð, enda engin loðnuverksmiðja í bænum. Hins vegar gera þeir þó nokk- uð af því að fara út á land til að gera við fyrir sín eigin skip, þegar á þarf að halda. Hafa þeir farið alla leið til Vopna- fjarðar í þeim erindagjörðum. Þá býr Höfði svo vel að hafa til afnota hús á Raufarhöfn sem er í eigu SR, þar sem er prýðileg aðstaða til að gera við nætur. Þangað fara þeir frá Höfða um það bil fjórum til fimm sinnum á ári í viðgerð- arleiðangra. Þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir hjá loðnuskipunum, enda spar- ast bæði tími og peningar á þennan hátt. Rækjutroll úr ofurefni En það er ýmislegt nýtt á döfinni hjá Netagerð Höfða líka. „Við erum að fara að setja upp rækjutroll úr svokölluðu ofurefni" segir Kári, aðspurður um nýj- ungar í framleiðslunni. „Þetta efni er grennra og sterkara, þannig að trollið getur orðið þó nokkuð stærra. Þetta hef- ur verið prófað aðeins í fiskitroll og snurvoðir fram til þessa, en hefur ekki verið prófað áður í rækjutroll svo ég viti til. Ég vona að þetta verði komið í notk- un um það leyti sem sjávarútvegssýn- ingin fer fram. Það verður Geiri Péturs sem tekur fyrsta trollið af þessari tegund í notkun. Nú fyrir stuttu settum við upp snurvoð úr þessu sama efni, og reyndist hún mjög vel. Það verður því spenn- andi að sjá hvað kemur út úr þessu." □ 68 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.