Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 70

Ægir - 01.09.1996, Side 70
Baader ísland Vél sem slægir, hausar og flakar óblóðgaðan bolfisk „Á sjávarútvegssýningunni mun- um við kynna nýja vél frá Baader sem heitir Baader 192. Þetta er vél sem slægir, hausar og flakar óblóðgaðan bolfisk. Þetta er ný vél sem hefur ekki verið á mark- aði áður og það verður forvitni- legt að sjá hvernig hún vinnur en þetta gæti verið vél sem hentar vinnsluskipum vel,“ sagði Þórir Einarsson framkvæmdastjóri hjá Baader í samtali við Ægi. Baader 192 flakavinnsluvél. Baader ísland er gamalgróið fyrirtæki sem var stofnað 1959. Baader fisk- vinnsluvélar þarf ekki að kynna fyrir neinum sem einhvern tíma hefur kom- ið nálægt undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar. Baader hefur bækistöðvar í Kópavogi og rekur umsvifamikla þjón- ustu auk eigin framleiðslu en tvær teg- undir af vélum eru framleiddar af Baader ísland. Það er annars vegar haus- ari og hinsvegar hreistrari, sem er vél sem rífur hreistur af t.d. karfa eða ýsu og er framleidd sérstaklega til að mæta þörfum íslendinga. „Sú deild sem mest hefur vaxið und- anfarin ár er smíða- og renniverkstæði," sagði Þórir þegar hann sýndi blaða- manni Ægis flóknari vélar en lýst verður í stuttu máli. Á verkstæðinu eru smíð- aðir varahlutir í Baader-vélar ef þarf en stundum hefur hent að varahlutur sem ekki er til í landinu eru smíðaður á staðnum eftir teikningum Baader. Ann- að stórt og vaxandi verkefni Baader er að smíða einstaka hluti í framleiðslu annarra, sérstaklega til útflutnings. Þannig eru t.d. Marel og DNG viðskipta- vinir Baader. Þórir bendir sérstaklega á tölvustýrðar fræsivélar. Sextán starfs- menn eru á verkstæði en alls vinna 27 hjá Baader á íslandi. Baader rekur fullkomið viðgerðaverk- stæði þar sem heilar fiskvinnsluvélar eru endurbyggðar frá grunni og seldar aftur ef þarf og þar fara fram þær við- gerðir sem ekki geta farið fram á staðn- um. Þórir bendir á rúmlega 40 ára gamla (Baader 99) flökunarvél sem bíð- ur eftir nýjum eiganda. Á lager fyrirtæk- isins eru 7.000 vörunúmer á skrá og þar af eru um 5.000 til á hverjum tíma. „Við getum ekki vitað hvort vél eins og sú sem við ætlum að sýna er ná- kvæmlega það sem vantar. En við rekum ákveðna stefnu í þess- um málum. Við viljum reyna okkar vél- ar úti á markaðnum áður en við förum að selja þær af krafti. Sem dæmi má taka að við erum einnig umboðsmenn og þjónustuaðilar fyrir bindivélar frá Strapex. Ný og fullkomin, alsjálfvirk slík vél var sett um borð í frystitogarann Venus fyrir hálfu ári. Nú eru komin góð reynsla á hana og nú erum við tilbúnir til að bjóða öðrum hana. Svona viljum við vinna þegar nýjar vélar koma á markaðinn. Þær vinnslutölur og nýting- artölur sem fylgja vélunum frá verk- smiðjunni eiga oft ekki við hér á okkar markaði og það þarf að laga vélarnar að þeim fisktegundum og aðstæðum sem hér er unnið við." Baader má heita nær einrátt á mark- aðnum í fiskvinnsluvélum og spurt er hvort það sé óskastaða að vera laus við alla samkeppni. „Við fáum heilmikla samkeppni í raun frá okkur sjálfum því líftími Baader-véla er svo langur. Það er tölu- vert flutt inn af notuðum vélum sem koma héðan og þaðan." Þórir segir að undanfarin ár hafi end- urnýjun verið hæg í fiskvinnsluvélum þrátt fyrir töluverðar breytingar í vinnsl- unni. Þó vinnsluskipum hafi fjölgað þá hefur vinnslustöðum í landi að sama skapi fækkað og töluvert er um að vinnsluskip taki notaðar vélar um borð. Þórir segir að Baader-vélar séu í stöðugri framför og þróun og meðal ný- mæla teljist að nú séu vélarnar nær ein- göngu orðnar úr ryðfríu stáli sem dragi úr viðhaldi þeirra. „Það verður gaman að sjá þessa nýju vél vinna og við verðum eins og venju- lega með fisk til að sýna hana í gangi á sýningunni." □ 70 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.