Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 82

Ægir - 01.09.1996, Side 82
Límtré hf Yleiningar fyrir fiskvinnsluna „Við höfum tekið ríkan þátt í því uppbyggingarstarfi sem nú fer fram í fiskvinnslu víða um land. Meðal annars höfum við tekið þátt í upp- byggingu rækjuverksmiðja á ísafirði, í Bolungarvík, á Siglufirði og á Húsavík. Menn nýta sér í vaxandi mæli þær lausnir sem við bjóðum fiskiðnaðinum," sagði Unnur Ólafsdóttir tæknifræðingur hjá Límtré í samtali við Ægi. Límtré er eina fyrirtækið sinnar teg- undar á landinu og var stofnað austur á Flúðum 1982 og framleiðir, eins og nafn- ið bendir til, límtré fyrir byggingariðnað- inn. Þau þáttaskil urðu í starfsemi fyrir- tækisins um áramótin 1994/95 að Límtré keypti verksmiðju Yleiningar hf. í Reykholti í Biskupstungum og síðan hef- ur fyrirtækið verið rekið undir nafni Lím- trés. Baklandið og framleiðslan er enn austur í sveitum en tækni- og söludeild er í Ármúla 11 í Reykjavík. Starfsmenn eru alls á 4. tuginn. Yleiningar eru léttar einingar úr polyúrethan, ýmist klæddar með plöt- um úr stáli, krossviði eða gifsi. Þær eru alíslensk framleiðsla vottaðar af viður- kenndum fagaðilum og stofnunum. Þær eru notaðar sem burðarklæðningar á út- veggi og þök, allt frá íbúðarhúsum upp í íþróttahallir. Vegna frábærrar einangr- unar eru þær vinsælar í frysti- og kæli- klefa, milliveggi og víðar í fiskvinnslu, rækjuvinnslu og almennt í matvælaiðn- aði. „Við bjóðum ákveðna heildarlausn sem byggist á burðargrind úr límtré og þak- og veggeiningum úr yleiningum. Síðan eru það milliveggir fyrir matvæla- iðnað úr yleiningum, frystiklefar og kæli- klefar og einnig framleiðum við hurðir fyrir frysti- og kæliklefa," sagði Unnur. Hún sagði að enn væru ekki til íslenskir staðlar yfir þau efni sem nota mætti í byggingar í matvælaiðnaði þó mikil fram- för eða vakning í þeim efnum hefði orðið á undanfömum árum í kjölfar stofnunar Fiskistofu og stóraukinnar umræðu um gæðastjórnun. Yleiningar í kæli- og frysti- klefa bjóðast í þremur mismunandi þykktum og allt að 12 metra langar. „Við verðum vör við mikla uppsveiflu í fiskiðnaði. Það er kannski ekki mikið um nýbyggingar en margir eru að byggja við eldri hús og lagfæra og þar komum við sterk inn því okkar framleiðsla hentar vel til lausna sem em sérhannaðar fyrir hvern og einn." Límtré lagði m.a. til efnið í endurnýj- un Ósvarar í Bolungarvík, Bakka í Hnífs- dal, Básafells á ísafirði, Fiskiðjusamlags Húsavíkur, Þormóðs ramma á Siglufirði og Ingimundar á sama stað. „Fyrir fáum árum vorum við einkum að byggja íþróttahús en nú er tímabil þar sem við erum einnig í miklu samstarfi við fiskiðnaðinn og það er mjög skemmti- legt." Að sögn Unnar eru helstu kostir ylein- inganna fyrir matvælaiðnað að yfirborð þeirra er auðvelt í þrifum og þolir öll við- urkennd hreinsiefni. Einingarnar eru sterkar, léttar og gífurlega rakaþolnar og fljótlegar og auðveldar í uppsetningu. í stuttu máli má segja að þær þoli mjög vel allt það mikla álag sem fylgir iðnaði eins og fiskvinnslu. „Við teljum okkur vel samkeppnisfær í verði. Yleiningar eru oft bornar saman við innfluttar lausnir og oft er það ósann- gjarn samanburður þar sem ýmsir liðir, s.s. flutningskostnaður, gleymist. Það verður einnig að horfa til þátta eins og tímans sem það tekur að reisa húsið og koma því á staðinn. Auk þess hefur nálægð verksmiðjunnar við markaðinn sitt að segja ef eitthvað kemur uppá. Okkar vörur, límtréð og einingarnar, eru afskaplega sveigjanlegar í notkun. Það er því afar auðvelt að laga þær að því sem fyrir er og þess vegna henta þær vel til viðbygginga og endurbóta. Auðvitað er svo hinn endanlegi frágangur í höndum þeirra iðnaðarmanna sem setja þær upp." Fjórir tæknimenn vinna hjá Límtré en fyrirtækið kýs frekar að hafa samstarf við arkitekta um endanlega hönnun frekar en að vera með sína eigin. „Það má segja að við hlustum mjög grannt á viðskiptavinina og okkar útfærsl- ur fara jafnlangt og sköpunargleði þeirra og hugmyndir ná," sagði Unnur. □ 82 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.