Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 86

Ægir - 01.09.1996, Side 86
BP skip: Endurnýjunarþörf safnast upp í flotanum „Það er ekki nokkur vafi á að það er að safnast upp mikil endurnýjun- arþörf í íslenskum fiskiskipaflota. Núverandi úreldingarreglur njörva okkur niður og dæma okkur til að hjakkast á gömlum og úr sér gengn- um skipum alltof lengi," sagði Björgvin Olafsson skipasali og forstjóri í BP-skip í samtali við Ægi. Björgvin hefur starfrækt skipasölu og umboðssölu undir nafni BP-skip í sex ár og umsvif fyrirtækisins fara stöðugt vax- andi og sérstaklega á alþjóðlegum vett- vangi. Björgvin segir að einungis 20% af þeim viðskiptum sem hans fyrirtæki annast sé á íslenskum markaði. Annað er alþjóðlegt enda skipasala löngum verið alþjóðleg starfsgrein. „Við litum á það sem mikla viður- kenningu á okkar starfi þegar við vomm beðnir nýlega að annast sölu á 76 metra löngum nýsjálenskum verksmiðjutog- ara, þriggja ára gömlum. Fyrirtækið var gert upp og dómsyfirvöld á Nýja-Sjá- landi fólu BP-skipum ásamt öðrum al- þjóðlegum miðlara að koma skipinu og vinnslunni í verð. Skipið seldist fljótlega til alþjóðlegs fyrirtækis sem er í eigu Ameríkana, Rússa og Norðmanna og verður sent á veiðar í Barentshaf. Verðið var í kringum 350 milljónir sem er gjaf- verð." Annað alþjóðlegt verkefni sem Björg- vin og félagar hans vinna að um þessar mundir er gífurlega stórt í sniðum og felst í því að aðstoða indónesísk stjórn- völd við að koma á fót útgerð og fisk- vinnslu. Þetta er verkefni sem á að taka þrjú ár að koma á fót og stefnt er að því að veita 250 milljónum dollara til verks- ins og þegar upp verður staðið verður búið að koma upp höfn, fiskvinnslu, ís- verksmiðju og kaupa fast að 300 skip og báta. „Þetta er gífurlega spennandi verk- efni sem margir vilja fjárfesta í enda eru Björgvin Ólafsson forstjórí BP-skipa. miklir möguleikar fólgnir í veiðum og vinnslu á þessum slóðum og stórir markaðir rétt við bæjardyrnar. Þarna er sjávarútvegur fremur frumstæður og minnir að mínu viti um margt á okkar sjávarútveg eins og hann var í kringum 1950. Við eigum að útvega þeim skip, verktaka og tæknikunnáttu og þekk- ingu," segir Björgvin. Hann segir að iðu- lega komi það í hlut fyrirtækisins að út- vega kaupendum skipstjóra og menn sem kunna til fiskveiða og útgerðar. Þannig hefur BP-skip verið þátttakandi og jafnvel upphafsaðili að þeirri alþjóð- legu útrás sem átt hefur sér stað í ís- lenskum sjávarútvegi undanfarin ár. Á stuttum tíma hafa íslendingar haslað sér völl í Suður-Afríku, Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og víðar og Björgvin seg- ist búast við að hann eigi eftir að aug- lýsa eftir skipstjórum fyrir indónesíska útgerðarmenn. Annað verkefni sem BP-skip er að fást við er að koma í verkefni 15 úkra- ínskum vinnsluskipum af stærri gerð- inni. Hér er um að ræða tæplega 100 metra löng skip sem hefur gengið vel að koma í verkefni. En hvað er að gerast á íslenska markaðnum? „Það er ekkert óskaplega mikið. Ég tel að úreldingarreglur standi okkur fyrir þrifum eins og ég minntist á. Það er ekkert sérstaklega mikið framboð af notuðum skipum og ekki mikil hreyfing hér innanlands. Þó önnuðumst við sölu á Særúnu frá Njarðvík á dögunum og fór hún til Hafnarfjarðar. Um þessar mundir eru margir að láta endurbyggja loðnubáta þegar þeir ættu að vera að láta smíða nýtt en lögin koma í veg fyrir það. Það er ekki mikið af notuðum nótaskipum á markaðnum, nema helst það sem Norðmenn, írar og Skotar eru að leggja vegna endurnýjun- ar og selja á uppsprengdu verði. Hvað varðar togara þá koma stund- um á markaðinn skip á góðu verði sem vekja áhuga, jafnvel nýlegir skuttogarar en menn geta þurft að vera snöggir að taka við sér. Það er stutt síðan að komu á markaðinn þrjú skip svipuð Þerneynni sem voru föl á rúmlega 500 milljónir. Um það leyti sem íslenskir útgerðar- menn fóru að spyrja um þau voru þau seld. í þessum viðskiptum gildir gamla sagan, fyrstur kemur, fyrstur fær." Björgvin segir að því séu fá vandamál samfara að reka alþjóðlegt fyrirtæki á ís- landi en þó sjást stundum ljón á vegin- um. „Það er ekki hægt að gera allt gegn- um síma og fax eða tölvu. Oft verður að fara á staðinn og skoða skip og hitta menn. Þegar menn með lítinn tíma hafa komið hingað til lands hefur það aðallega verið þjónusta Flugleiða sem hefur gert mér lífið leitt. Þegar önnur fyrirtæki bjóða flug hingað er ég alltaf fyrstur til að kaupa miða bara til að styðja aukna samkeppni og þar með betri þjónustu." □ 86 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.