Ægir - 01.09.1996, Síða 102
Kristján G. Gíslason ehf.:
Nýjar lausnir í kælimiðlum
Kristján G. Gíslason ehf. er gam-
algróið fyrirtæki sem hefur í rúm-
lega hálfa öld haft margvísleg við-
skiptatengsl við sjávarútveginn.
Hver er í fáum orðum saga fyrir-
tækisins?
„Fyrirtækið hefur starfað í 55 ár.
Stofnandi þess var Kristján G. Gíslason
og var aðaleigandi og forstjóri þar til
fyrir fáum árum að Jón sonur hans tók
við starfi forstjóra. í gegnum tíðina hef-
ur rekstur fyrirtækisins snúist um al-
hliða umboðs- og heildverslun og í dag
flytjum við inn fatnað og vefnaðarvör-
ur, spil og ýmsa smávöru, dælur, vatns-
slöngur, báta, kælimiðla og margt
fleira," sagði Kristján Garðarsson mark-
aðsstjóri hjá Kristjáni G. Gíslasyni í
samtali við Ægi.
Fyrirtækið var upphaflega stofnað á
stríðsárunum og hafði fyrstu árin aðset-
ur á Wall Street í New York til þess að
greiða fyrir viðskiptum við Bandaríkin. í
lok heimsstyrjaldarinnar síðari hóf fyrir-
tækið umsvifamikil viðskipti við Evr-
ópu, aðallega Tékkóslóvakíu og Vestur-
Þýskaland. Viðskiptin fólust einkum í
vöruskiptum og voru fryst fiskflök seld í
skiptum fyrir ýmsar vörur og má nefna
sem dæmi að hingað komu fimm vatns-
aflsstöðvar frá Tékkóslóvakíu. Frá Vest-
ur-Þýskalandi útvegaði fyrirtækið alls-
konar varning til sjávarútvegsins, bæði
veiðarfæri, skip og ýmsar vörur, og flutti
einnig inn mikið af veiðarfærum frá
Japan og Taiwan.
Þetta alþjóðlega fyrirtæki flutti bæki-
stöðvar sínar heim til íslands eftir stríð-
ið og hefur verið við Hverfisgötuna æ
síðan. Hvaða vörur verslar fyrirtækið
aðallega með í dag sem tengjast sjávar-
útveginum?
„Við seljum ýmislegt, s.s. handdælur,
gúmmíslöngur og baujustangir, en
stærstu liðirnir eru á efa gúmmíbátar og
kælimiðlar, " sagði Kristján.
„Við seljum bæði slöngubáta og
Kristján Garðarsson markaðsstjóri hjá
Kristjáni G. Gíslasyni.
björgunarbáta frá DSB í Þýskalandi og
höfum flutt þá báta inn í áratugi enda
eru þessir gúmmíbátar í fremstu röð
hvað varðar gæði. Það má t.d. nefna að
hönnun bátanna hefur breyst nokkuð í
gegnum árin, sérstaklega frágangur á
björgunarbátunum, og má þakka það
meðal annars ábendingum frá Siglinga-
málastofnun. Fyrir vikið eru DBS
gúmmíbátar sem eru seldir á Þýska-
landsmarkaði í dag útbúnir í samræmi
við íslenskar öryggiskröfur. Við gætum
kallað þetta útflutning á öryggi."
Mikil breyting hefir átt sér stað und-
anfarin ár varðandi innflutning á kæli-
miðlum. Ákveðin efni sem áður nutu
mikilla vinsælda fást ekki lengur flutt
inn og önnur hafa komið í staðinn.
Þetta er þó allt breytingum háð því ís-
land er aðili að Montreal-sáttmálanum
sem kveður á um minnkandi notkun á
ósóneyðandi kælimiðlum. Kristján G.
Gíslason ehf. er umboðsaðili DuPont 1
Bandaríkjunum sem er einn fremsti
framleiðandi kælimiðla í heiminum.
„Kælimiðlana frá DuPont höfum við
flutt inn í áratugi enda hefur DuPont
verið leiðandi á þessu sviði í langan
tíma. DuPont fann t.d. upp Freon sem
notað hefur verið hér á landi í áratugi-
Síðustu fjögur árin höfum við boðið
upp á ný efni, Suva, frá DuPont sem eru
umhverfisvænir kælimiðlar sem leysa
eldri efni af hólmi. Fyrir sjávarútveginn
er mjög brýnt að til séu góðar lausnir
fyrir kæli- og frystikerfin. Það líða senni-
lega ekki mörg ár áður en kælimiðillinn
R-22 verður bannaður en það efni hefur
einmitt mikið verið notað á frystikerfi
um borð í togurum. DuPont hefur
hannað efni sem hentar mjög vel í stað-
inn og hefur enginn ósóneyðandi áhrif-
Við bjóðum einnig upp á tæki sem
hjálpa til við að finna leka í kælikerf-
um."
Kristján sagði að á undanförnum
árum hefði verið mikið átak á togara-
flotanum í að að endurbæta kerfi og
draga úr leka. Enn sem komið væri
hefðu ekki margir skipt úr R-22 yfir í
nýrri kælimiðla.
„Þetta er spurning um verð en R-22
er tiltölulega ódýrt enn miðað við nýrri
miðla. Víða hefur verið farin sú leið að
skattleggja R-22 til þess að flýta fyrir
umskiptunum en hvort það verður gert
hér er óvíst." □
Á myndinni til hœgri sést annar nf
tveim DSB 530 GP slöngubátum sem hóp-
ur íslendinga notaði í leiðangri til Grcen-
iands haustið 1995. Leiðangursmenn
þurftu á að halda sterkum og öruggum bát-
um í hœsta gœðaflokki og urðu DSB
slöngubátar fyrir valinu.
102 ÆGIR