Ægir - 01.09.1996, Page 116
HAG ehf
Bjóðum aðeins varahluti frá
leiðandi framleiðendum
„Við hjá HAG ehf. sérhæfum okkur í díselmótorvarahlutum og vara-
hlutum í lyftara. Þau eru orðin 15 árin sem við höfum starfað á sviði
vinnuvélavarahluta og mótorvarahluta fyrir þær. Hið síðasttalda hefur
verið lagervara hér síðan 1986. Nýlega ákváðum við að einbeita kröft-
um okkar einnig að varahlutum í lyftara," sagði Helmuth A. Guð-
mundsson framkvæmdastjóri í viðtali við Ægi.
Við höfum einkum verið með vörur
frá þýska fyrirtækinu KolbenSchmidt,
sem er einn stærsti framleiðandi
stimpla í skipsvélar. Þá er það fyrirtækið
Elring, sem líka er þýskt og er leiðandi í
pakkningasettum í fólks- og vörubifreið-
ar. Síðan höfum við einnig mikil við-
skipti við svissneska fyrirtækið Duap en
þeir sérhæfa sig í dísum og eru hinn
skiptanlegi hluti spíssanna.
Við eigum viðskipti við svokallaðar
eftirmarkaðsdeildir þessara fyrirtækja og
kaupum varahluti merkta þeim. Þetta
eru hinsvegar fyrirtæki, sem eru leið-
andi um hönnun þessara varahluta og í
rannsóknum á því sviði og vinna yfir-
leitt fyrir stærstu vélaframleiðendur vör-
ur undir þeirra merkjum. Eini munur-
inn er sem sagt sá að í stað þess að við-
komandi hlutur sé merktur til dæmis,
MAN, Benz eða Deutz þá er hann
merktur KolbenSchmidt. Allt annað er
eins. Þessi fyrirtæki eru í forustu á sínu
sviði og hafa gjarnan sjálf forystu um
endurbætur á sínum framleiðsluvörum,
sem fyrirtæki eins og MAN, Benz og
Deutz taka síðan upp, sem hluta af
sinni framleiðsluvöru. Þarna er líka um
að ræða stórar málmbræðslur sem fram-
leiða „head" og fleira fyrir áðurnefnda
vélaframleiðendur og fleiri. Sú fram-
leiðsla er einnig þróuð hjá viðskiptavin-
um mínum erlendis og byggð á hönn-
un þeirra.
Þetta sem ég lýsti hér að framan um
eftirmarkaðsdeildir þeirra fyrirtækja,
sem við eigum viðskipti við er hinsveg-
ar ekki algilt á eftirmarkaði almennt. í
dag eigum við í samkeppni við vörur frá
verksmiðjum í Tyrklandi og Spáni, sem
framleiða eftir pöntunum og sérstökum
óskum framleiðenda um tiltekna gerð
stimpla úr tiltekinni efnablöndu. Að
baki þessarar framleiðslu liggja engar
rannsóknir hjá viðkomandi verksmiðj-
um. Ég tel mig hafa gildar upplýsingar
Helmuth Á. Guðmundsson framkvœmda-
stjóri HAG.
um að ýmsar tegundir varahluta, sem
við köllum „nonorginal", ekki uppruna-
lega, séu ekki ávallt af sömu gæðum og
þeir hlutar vélanna, sem eru í uppruna-
legum vélum, þegar þær koma frá fram-
leiðendum báta- og bifreiðavéla. Ég er
alls ekki að gefa í skyn, að vélarhlutar
frá þessum tyrknesku og spánsku fyrir-
tækjum séu ekki af þeim gæðum, sem
óskað er eftir af vélaframleiðendum,
sem láta þá framleiða fyrir sig ýmsa
vélahluta. Hinsvegar er ekki tryggt að
varahlutur eins og til dæmis „head" séu
með fullkomlega rétta málmblöndu ef
þessi sömu fyrirtæki hefja síðan fram-
leiðslu úr sömu málmblöndu á öðrum
„headum". Til þess að það sé tryggt, þá
þurfa að liggja ákveðnar rannsóknir að
baki, rannsóknir sem þessi tyrknesku og
spánsku fyrirtæki stunda ekki.
Stærsti hluti fyrirtækja á þessum eft-
irmarkaði eru auk þess aðeins pökkun-
arfyrirtæki. Þau kaupa hlutina víða að
og síðan er þeim pakkað í umbúðir
merktum seljendum en í til dæmis
stimplum frá þessum fyrirtækjum sést
aldrei hver er hinn raunverulegi fram-
leiðandi þeirra. Sú framleiðsla, sem við
hjá HAG ehf. seljum er hinsvegar með
svokallaða Loyds ábyrgð. Þess vegna
getum við boðið hana í sjávarútvegin-
um beint. Ef þessi ábyrgð er fyrir hendi
þá vita menn í sjávarútvegi að varan er
af þeim gæðum, sem viðkomandi fram-
leiðendur segja að hún sé.
Vegna þessa, sem ég hef sagt hér að
framan, þá þurfum við hjá HAG ehf.
stundum að sætta okkur við, að þurfa að
keppa við vörur, sem boðnar eru á lægra
verði en okkar. Þrátt fyrir þetta þá mun-
um við hjá HAG ehf. halda áfram að
bjóða vömr sem ávallt standast alla al-
þjóðlega staðla. Við munum halda
áfram að bjóða vörur frá aðilum sem
tæknilega em í fomstu á sínu sviði. Ég sé
ekki nein merki þess að við breytum
stefnu okkar í þessum efnum," sagði
Helmuth A. Guðmundsson að lokum. □
116 ÆGIR