Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 124

Ægir - 01.09.1996, Síða 124
Plastprent hf: Aukin þjónusta og útflutningur „Við hjá Plastprent höfum gert ákveðnar skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins en markmið þeirra er annars vegar að veita betri og markvissari alhliða þjónustu en áður og hinsvegar að auðvelda fyrir- tækinu að sækja fram í útflutningi," sagði Jóhann Jón ísleifsson, sölu- og markaðsstjóri fyrir fiskiðnað hjá Plastprenti, í samtali við Ægi. Um síðustu áramót var stofnað sérstakt útflutningssvið, sem Ottó Þormar stýrir, en áður hafði það verið hluti af sjávarút- vegssviði. Markaðskannanir sýndu og sýna að Plastprent sé vel í stakk búið til að annast útflutning, sérstaklega á sviði sér- prentaðra umbúða. Samfara þessu verður lögð aukin áhersla á vöruþróun og ný- sköpun. Hin breytingin, sem snýr að viðskipta- vinum almennt, var stofnun heild- og lagersöludeildar sem Þórður Bachmann veitir forstöðu. Sú deild annast sölu og al- menna þjónustu varðandi lagervörur og sérframleiðslu sem er komin í traustan farveg. „Markmið okkar með þessum breyting- um er að veita alhliða þjónustu með vöru- þróun og faglegri ráðgjöf. Á hinn bóginn erum við að auka vöruval fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki og viljum geta veitt við- skiptavinum okkar heildarþjónustu hvað varðar umbúðir. Okkar markmið er að fyr- irtæki kaupi allar sínar umbúðir af einu og sama fyrirtækinu, nefnilega okkur," sagði Þórður Bachmann forstöðumaður heild- söludeildar Plastprents í samtali við Ægi. Plastprent hefur tekið virkan þátt í þeirri auknu fullvinnslu sem ryður sér nú til rúms víða í fiskiðnaði. Jóhann bendir á að með því að auka fullvinnslu innan- lands aukist þörfin fyrir fullkomnar um- búðir sem fylgi vörunni til enda. Með þessu sé í rauninni verið að flytja inn í landið vinnu sem hingað til hafi verið unnin erlendis. „Það er mikill áhugi að draga úr magn- pakkningum og auka hlut neytenda- pakkninga, bæði í frystihúsum á landi en ekki síður hentar þessi hugsun úti á sjó." Plastprent fjárfesti nýlega í nýrri prent- vél sem er átta lita og eykur verulega möguleika fyrirtækisins í þeirri samkeppni sem það stendur í á innanlandsmarkaði og ekki síður í þeirri samkeppni sem það stefnir í á erlendri grund. Nýja prentvélin er tölvustýrð og býður upp á margskonar möguleika sem ekki buðust áður. Þetta er fullkomnasta prentvélin fyrir slíkan iðnað hér á landi og þó víðar væri leitað. Einnig verður bráðlega tekin í notkun pokavél sem eykur fjölda möguleika í útfærslu á pokum. „Plastprent hefur um árabil framleitt poka sem eru endurlokanlegir með rennilás. Þetta hentar einkar vel í ýmsum fiskiðnaði en það færist í vöxt að fiskflök- um, rækju og skelfiski sé pakkað í 1-2 kílóa pakkningar sem eru seldar beint til neytenda og það eykur verulega hagræði viðskiptavinarins að hafa góðan rennilás," sagði Jóhann. „Plastprent hefur orðið vart við vax- andi eftirpurn eftir slíkum pokum en hag- ræði neytenda af þeim er mikið og þeir verða mjög vinsælir í framtíðinni." Plastprent hf. hefur einnig verið að skoða umbúðir fyrir flakaðan ferskan fisk í neytendaumbúðum sem drekka í sig alla vökva sem sígur úr vörunni svo hún helst alltaf þurr og seljanleg. Unnið er að rannsókn í samstarfi við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins á könnun geymsluþols slíkra pakkninga við mis- munandi aðstæður. Jóhann sagði að Plastprent væri reiðu- búið að taka þátt í vöruþróunar- og ný- sköpunarverkefnum með viðskiptavinum sínum og sjá um umbúðahluta slíks verk- efnis. „Einnig erum við tilbúnir að veita alla faglega ráðgjöf sem lýtur að umbúðum og gildir þá einu hvort rætt er um val á efni, hönnun á prentun og framleiðslu því við ráðum yfir öllum þáttum framleiðslunn- ar," sagðijóhann. Hvað varðar samkeppnisstöðu Plast- prents á erlendum vettvangi sagði Jóhann að enn væri of snemmt að segja um ár- angur. Búið væri að móta stefnuna en að- eins hefði verið unnið eftir henni stuttan tíma. „Það er hins vegar ijóst að það er pláss fyrir okkur á markaðnum og þar kemur smæðin að góðu haldi. Okkar möguleikar felast í sérprentun umbúða fyrir smærri fyrirtæki sem stórir keppinautar okkar sinna ekki. Þar tel ég að við eigum góða möguleika," sagðijóhann. □ Jóhann Jón ísleifsson sölu- og markaðsstjóri fyrir fiskiðnað hjá Plastprenti. 1 24 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.