Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 124
Plastprent hf:
Aukin þjónusta og
útflutningur
„Við hjá Plastprent höfum gert ákveðnar skipulagsbreytingar innan
fyrirtækisins en markmið þeirra er annars vegar að veita betri og
markvissari alhliða þjónustu en áður og hinsvegar að auðvelda fyrir-
tækinu að sækja fram í útflutningi," sagði Jóhann Jón ísleifsson, sölu-
og markaðsstjóri fyrir fiskiðnað hjá Plastprenti, í samtali við Ægi.
Um síðustu áramót var stofnað sérstakt
útflutningssvið, sem Ottó Þormar stýrir,
en áður hafði það verið hluti af sjávarút-
vegssviði. Markaðskannanir sýndu og
sýna að Plastprent sé vel í stakk búið til að
annast útflutning, sérstaklega á sviði sér-
prentaðra umbúða. Samfara þessu verður
lögð aukin áhersla á vöruþróun og ný-
sköpun.
Hin breytingin, sem snýr að viðskipta-
vinum almennt, var stofnun heild- og
lagersöludeildar sem Þórður Bachmann
veitir forstöðu. Sú deild annast sölu og al-
menna þjónustu varðandi lagervörur og
sérframleiðslu sem er komin í traustan
farveg.
„Markmið okkar með þessum breyting-
um er að veita alhliða þjónustu með vöru-
þróun og faglegri ráðgjöf. Á hinn bóginn
erum við að auka vöruval fyrir sjávarút-
vegsfyrirtæki og viljum geta veitt við-
skiptavinum okkar heildarþjónustu hvað
varðar umbúðir. Okkar markmið er að fyr-
irtæki kaupi allar sínar umbúðir af einu og
sama fyrirtækinu, nefnilega okkur," sagði
Þórður Bachmann forstöðumaður heild-
söludeildar Plastprents í samtali við Ægi.
Plastprent hefur tekið virkan þátt í
þeirri auknu fullvinnslu sem ryður sér nú
til rúms víða í fiskiðnaði. Jóhann bendir á
að með því að auka fullvinnslu innan-
lands aukist þörfin fyrir fullkomnar um-
búðir sem fylgi vörunni til enda. Með
þessu sé í rauninni verið að flytja inn í
landið vinnu sem hingað til hafi verið
unnin erlendis.
„Það er mikill áhugi að draga úr magn-
pakkningum og auka hlut neytenda-
pakkninga, bæði í frystihúsum á landi en
ekki síður hentar þessi hugsun úti á sjó."
Plastprent fjárfesti nýlega í nýrri prent-
vél sem er átta lita og eykur verulega
möguleika fyrirtækisins í þeirri samkeppni
sem það stendur í á innanlandsmarkaði
og ekki síður í þeirri samkeppni sem það
stefnir í á erlendri grund. Nýja prentvélin
er tölvustýrð og býður upp á margskonar
möguleika sem ekki buðust áður. Þetta er
fullkomnasta prentvélin fyrir slíkan iðnað
hér á landi og þó víðar væri leitað. Einnig
verður bráðlega tekin í notkun pokavél
sem eykur fjölda möguleika í útfærslu á
pokum.
„Plastprent hefur um árabil framleitt
poka sem eru endurlokanlegir með
rennilás. Þetta hentar einkar vel í ýmsum
fiskiðnaði en það færist í vöxt að fiskflök-
um, rækju og skelfiski sé pakkað í 1-2
kílóa pakkningar sem eru seldar beint til
neytenda og það eykur verulega hagræði
viðskiptavinarins að hafa góðan rennilás,"
sagði Jóhann.
„Plastprent hefur orðið vart við vax-
andi eftirpurn eftir slíkum pokum en hag-
ræði neytenda af þeim er mikið og þeir
verða mjög vinsælir í framtíðinni."
Plastprent hf. hefur einnig verið að
skoða umbúðir fyrir flakaðan ferskan fisk
í neytendaumbúðum sem drekka í sig
alla vökva sem sígur úr vörunni svo hún
helst alltaf þurr og seljanleg. Unnið er að
rannsókn í samstarfi við Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins á könnun
geymsluþols slíkra pakkninga við mis-
munandi aðstæður.
Jóhann sagði að Plastprent væri reiðu-
búið að taka þátt í vöruþróunar- og ný-
sköpunarverkefnum með viðskiptavinum
sínum og sjá um umbúðahluta slíks verk-
efnis.
„Einnig erum við tilbúnir að veita alla
faglega ráðgjöf sem lýtur að umbúðum og
gildir þá einu hvort rætt er um val á efni,
hönnun á prentun og framleiðslu því við
ráðum yfir öllum þáttum framleiðslunn-
ar," sagðijóhann.
Hvað varðar samkeppnisstöðu Plast-
prents á erlendum vettvangi sagði Jóhann
að enn væri of snemmt að segja um ár-
angur. Búið væri að móta stefnuna en að-
eins hefði verið unnið eftir henni stuttan
tíma.
„Það er hins vegar ijóst að það er pláss
fyrir okkur á markaðnum og þar kemur
smæðin að góðu haldi. Okkar möguleikar
felast í sérprentun umbúða fyrir smærri
fyrirtæki sem stórir keppinautar okkar
sinna ekki. Þar tel ég að við eigum góða
möguleika," sagðijóhann. □
Jóhann Jón ísleifsson sölu- og
markaðsstjóri fyrir fiskiðnað
hjá Plastprenti.
1 24 ÆGIR