Ægir - 01.09.1996, Side 126
Rafhús
Skemmtilegur dýptarmælir
Sigurður Jónsson framkvœmdastjóri hjá
Rafhús.
„Við erum nánast eingöngu í
fiskileitar- og siglingatækjum og
munum á Sjávarútvegssýningunni
sýna það nýjasta í ratsjám og
dýptarmælum. Það er kannski
ekki hægt að tala um einhverja
sérstaka byltingu í þessu en við
hlökkum til að sýna mönnum nýja
truflanadeyfa. Það hefur alltaf
verið hálfgerður vandræðagangur
með þessar dagsbirturatsjár en
nú er JRC að kynna nýja línu sem
býður upp á fyrirtaks viðbót við
góða deyfingu á sjó og regntrufl-
un. JRC hefur einkaleyfi fyrir það
sem kallað er „RAIN RATE“ en
það fjarlægir allar smátruflanir án
þess að hafa áhrif á merki, litla
báta eða land,“ segir Sigurður
Jónsson hjá Rafhúsi ehf.
Sigurður segir Rafhús hafa umboð fyr-
ir Raytheon Marine Europe, Raytheon
Electronics Kiel og eftirtalin merki sem
eru í eigu Raytheon: Standard, Radio,
Apelco og Autohelm. Ennfremur sé fyr-
irtækið með umboð fyrir Japan Radio
Co. ORC). Hann segir Raytheon og JRC
hafa verið í samvinnu um smiði og sölu
á siglingar- og fiskileitartækjum og að
flestir sjómenn þekki þessi merki. Nú
liggi það fyrir að JRC-tækin verði meira
áberandi í tækjalínu fyrirtækjanna.
„Nýjasti dýptarmælirinn er gríðar-
lega sjálfvirkur og hefur upp á fleiri
skemmtilega hluti að bjóða, svo sem
breytilega tíðni. Hann má nota með
hinum ýmsu botnstykkjum og lagar sig
sjálfur að þeim. Þessi mælir er alveg nýr
en JFV-250, sem er stærri, hefur verið til
reynslu í bát í um 6 mánuði og komið
vel út."
Sigurður segir Rafhús ehf. eingöngu
flytja tækin inn, setja þau upp og þjón-
usta viðskiptavinina, fiskiskipin stór og
smá, með allt í sambandi við þau tæki
sem það selji. Fyrirtækið hafi áður fyrr
verið að smíða á milli þeirra tækja sem
það flutti inn en geri það ekki lengur.
Það sé heldur ekki í beinni þróunar-
vinnu.
„Við einbeitum okkur fyrst og fremst
að íslenskum kaupendum og ég hugsa
að við séum aðeins að flytja út um eitt
prósent af því sem við seljum. Rússarnir
hafa verið okkar stærstu viðskiptavinir
en það er erfitt fyrir okkur að vera flytja
út þessar vörur. Málið er að þeir sem
selja okkur hafa viljað vernda umboðs-
menn sína um allan heim. Það held ég
líka að sé nokkuð skynsamlegt," segir
Sigurður.
Aðspurður um þróunina í umrædd-
um búnaði, ratsjánum og dýptarmæl-
unum, segir Sigurður að hún sé gríðar-
leg. Það sé nánast orðið mögulegt að
gera hvað sem er með þessu.
„í einu tæki er kannski ferilskrifari
(plotter) og dýptarmælir og í sjálfu sér
væri ekkert því til fyrirstöðu að tengja
við það ratsjárloftnet og nota tækið sem
radar líka. Þróunin er í þá átt að geta
notað sama skjáinn á fleiri en eitt og
fleiri en tvö tæki í einu. Ég sé það fyrir
mér að menn fari að nota einn skjá fyr-
ir öll þessi siglinga- og fiskileitartæki.
Menn þurfa vitaskuld að velja skjá af
réttri stærð og gerð og með það í huga
hvað þeir ætli sér að gera. Þessi sex til
átta ára gamli draumur verður orðinn
að veruleika áður en langt um líður,"
segir Sigurður.
Aðspurður hvað menn séu farnir að
nota í þessum dúr segist Sigurður vera
farinn að sjá ratsjármynd lagða ofan á
mynd úr ferilskrifara til þess að bera
þannig saman merki frá radarnum og
það sem gert er með staðsetningartækj-
um og fyrirfram teiknaðri mynd.
Sigurður segir tvær ratsjár vera á
meðal þess sem Rafhús ætli að sýna á
Sjávarútvegssýningunni 1996, JMA-
2253 ogJMA-2254. Hann segir Rafhúss-
menn hafa lengi séð að markaður hafi
verið fyrir einfaldar en góðar ratsjár, rat-
sjár sem þó hefðu ekki mikinn fjölda af
innbyggðum aukahlutum sem menn
hefðu ekkert með að gera. Sú fyrrnefnda
er með 10" mynd, 32 mílna lang-
drægni, hattloftnet með 4(geisla og 4
kw sendiorku. Hin, JMA-2254, hafi
sama skjá en 4 feta loftnet, 2( geisla og
48 mílna langdrægni. Báðar ratsjárnar
er hægt að tengja við kompás og stað-
setningartæki að sögn Sigurðar. Hann
nefnir átta aðra hluti um mikilvægar
aðgerðir: Stofna upp, norður upp, veg-
punktar á skjá, eigin staðsetning, L/B,
vatnsþétt lyklaborð og örvahnappar,
stækkun á daufu merki, einfaldur val-
rofi og hnappur fyrir skalaljós.
Rafhús er með tvo til fjóra starfs-
menn og síðan vinna tveir til þrír
smenn hjá þjónustufyrirtækinu, Tækni-
vík. Rafhús er staðsett í Reykjavík en
Tæknivík er með aðalstöðvar sínar í
Keflavík og útibú í Grindavík og Reykja-
vík. □
1 26 ÆGIR