Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 138

Ægir - 01.09.1996, Side 138
Póls hf.: Viðskiptalöndin fleiri en starfsmennirnir „Við eru lítið fyrirtæki á stórum markaði sem sést kannski best á því að löndin sem við seljum vör- ur okkar til eru fleiri en starfs- menn fyrirtækisins, víða eigum við ótrúlega stóra markaði miðað við hve fyrirtækið er á heims- mælikvarða örsmátt," sagði Hörð- ur Ingólfsson markaðsstjóri Póls hf. í samtali við Ægi. Póls er þrátt fyrir meinta smæð að verða 18 ára og sýnir nokkrar nýjungar á sjávarútvegssýningunni og er þar fremst í flokki minnsta skipavog í heimi. „Þessi nýja vog hefur vakið mikla at- hygli og er afrakstur þriggja ára þróun- arvinnu," sagði Hörður. Vogin er þegar komin um borð í eitt íslenskt fiskiskip sem er Bessi ÍS frá Súðavík sem nýlega var breytt í frystiskip. Hraði nýju vogarinnar, P15, er meiri en fyrri voga og álagsþol gegn höggum, hnjaski og slíku og þessi vog er fullkom- lega vatnsþétt. Auk þess að henta vel tii vinnslu gerir smæð vogarinnar það að verkum að hún er mjög vel til þess fall- in að ferðast með hana hvert á land sem er. „Vogin er með rafhlöðum sem duga nógu lengi tii þess að þú getur farið með hana t.d. út að sjókvíum, vegið þar nokkur hundruð fiska og svo þegar heim er komið má tengja vogina við PC tölvu og flytja upplýsingarnar inn á hana," segir Hörður. Þetta opnar mikla möguleika, t.d. fyr- ir nótaskip sem vilja taka sýnishorn úr aflanum úti á miðum, til þess að meta með vísindalegum hætti þyngdardreif- ingu aflans. Mjög fljótlegt er að vega fiska í hundraðatali og vogin geymir ali- ar upplýsingar og skilar þeim í línuriti þegar eftir notkun. Þetta auðveldar ákvarðanatöku í sambandi við nýtingu aflans sem geta skipt sköpum. Nú geta slíkar ákvarðanir byggst á mælingum í stað sjónmats. „Það er kominn nýr heili í þessa gerð voga sem gerir hana hraðvirkari og ná- kvæmari en eldri gerðir. Notendavið- mót hennar er vinsamlegra en áður var og með texta á skjá er stöðugt upplýs- ingaflæði milli vogarinnar og notand- ans." Að sögn Harðar hefur þessi smá- vaxna vog, eða undanfari hennar, feng- ið mjög góðar viðtökur því mjög víða reyndist mikil þörf fyrir færanlega vog af þessu tagi. Norski markaðurinn hef- ur tekið mjög vel við færanlegu voginni og markaður í Suður-Ameríku hefur sýnt mikinn áhuga. Á þessari sjávarútvegssýningu leggur Póls mesta áherslu á þessa nýju, færan- legu skipavog en þetta er aðeins ein af nýjungunum. Vogin er komin í fram- leiðslu en hefur ekki verið kynnt á ís- landi áður. Auk þessa verður sýnd ný gerð af skipavog fyrir framleiðslulínur sem þykir taka eldri gerðum nokkuð fram. Einnig verður kynnt ný gerð af samvalsvél en slíkar vélar hafa jafnan verið ríkur þáttur í framleiðslu Póls ásamt skipavogunum. Má segja að fyrirtækið sé á beinni braut í sinni framleiðslu eða er senni- legt að Póls fari í náinni framtíð að færa út kvíarnar í framleiðslu sinni? „Við hættum ekki að gera það sem við gemm vel til þess að fara að gera eitt- hvað illa. Við eru þannig séð á beinni braut. Markaðir eru gífurlega stórir og endalaus verkefni framundan. Fyrirtæki eins lítið og Póls hefur nóg að gera. Það má segja að eftir því sem mark- Hörður Ingólfsson markaðsstjóri Póls. aðir okkar hafa stækkað hefur fram- leiðsluvörum fyrirtækisins fækkað. Markaðssetning er dýr og flókin og því höfum við smátt og smátt einbeitt okk- ur að færri vörum en betri og einkum þeim sem hafa víðtækara notagildi en einungis hér á íslandi." Hörður bendir á að pallvogin, sem mest er notuð frá Póls og fellur inn í margskonar matvælaframleiðslu, er nú framleidd í tæplega 10 löndum. Póls á ísafirði framleiðir slíkar vogir einungis fyrir íslenskan markað. Þannig hefur fyrirtækið brugðist við þeim takmörk- uðu vaxtarmöguleikum sem felast • staðsetningu á ísafirði. „Það má segja að á íslenskum mark- aði höfum við varla lengur neinar bylt- ingar að bjóða. Þegar við knýjum dyra á erlendum mörkuðum þá rekum við okkur hinsvegar á að þar eru óplægðir akrar og hlutir sem þykja hversdagslegir og sjálfsagðir í íslenskum fiskiðnaði eru byltingarkenndir þar." Hörður segir að víða í heiminum sé verið að byggja upp fiskiðnað af mikl- um krafti og þar geti íslendingar lagt mikið af mörkum og hafi gert það eins og dæmin sanna. „Okkar besti ambassador hjá Póls er skipavogin en hún hefur reynst okkur afar haldgott tæki til að komast inn á markaðina." □ 138 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.