Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1996, Side 144

Ægir - 01.09.1996, Side 144
Stava: Hvergi eins góðar flokkunarvélar „Saga fyrirtækisins nær allt aftur til þess þegar menn voru að veiða síld um 1960. Síldin var svo blönduð að nauðsynlegt reyndist að finna leið til þess að flokka hana. Þá var síldin bara söltuð en engar flokkun- arvélar voru þá til, hvorki hér- né erlendis eftir því sem menn best vissu, sem gátu unnið verkið. Þá komu nokkrir hugmyndaríkir menn saman og ákváðu að búa til vél til þess arna. Það er upphafið að því fyrirtæki sem ég rek í dag,“ segir Þráinn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Stava. Forveri þess fyrirtækis er Stálvinnslan hf. „Þegar ég kom að fyrirtækinu 1969 var það nánast gjaldþrota. Þá hafði fram- leiðsla og sala flokkunarvélanna gengið ágætlega en markaðurinn hafði fyllst hér heima á þessum árum. Þá var búið að smíða yfir 100 vélar og þær voru komnar alls staðar þar sem verið var að vinna síld. Framleiðslan var svo einhæf og fyr- irtækið þoldi það skiljanlega ekki þegar salan datt niður. Mín fyrsta hugsun var að fyrst menn væru að fiokka síld á ís- landi þá þyrfti að flokka hana erlendis líka." Þráinn segist hafa vitað af því að verið væri að veiða síld við Nýfundnaland og því gæti verið þörf fyrir vélarnar þar. Hann segist hafa komist í samband við Norðmenn og íslendinga þar ytra, menn sem voru að kenna Kanadamönnum að verka síld, og það hafi komið á daginn að þá hafi bráðvantað svona tæki. Síldin þar hafi verið enn blandaðri en síldin hér við land. „Menn sögðu mér þá að ég hlyti að vera orðinn snarvitlaus að láta mér detta í hug að ég gæti flutt út vélar frá íslandi til Bandaríkjanna. Staðreyndin varð þó sú að ég seldi þangað um 65 véiar næstu tíu árin eða svo," segir Þráinn. Hann bætir við að á þessum árum hafi einung- is síld verið flokkuð með þessum vélum en eftir að menn hafi farið að veiða loðnu frá 1970 til 1973 hafi komið upp sú staða að nauðsynlegt hafi reynst að aðlaga vélarnar að því að flokka hana. „Menn byrjuðu að veiða loðnu hér við land um 1970 og þá voru engar flokkunarvélar til. Þegar ég fór síðan að Þráinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Stava. segja frá því hér heima að menn flokk- uðu loðnuna með vélunum ytra trúði aðeins einn maður á þetta í fyrstu, Þórð- ur Óskarsson á Akranesi. Eftir að Þórður fór að prófa þetta kom í ljós að breyta þurfti vélunum lítillega til þess að hægt yrði að flokka loðnu með þeim. Þær voru smíðaðar með stærri fisk í huga en eftir nokkra fundi okkar Þórðar leystum við málið og ég breytti mörgum vélum." Þráinn segir vélarnar vinna þannig að þær hleypi stærstu fiskunum lengst áfram á færiböndunum en hinir minni smjúgi í gegnum ákveðnar flokkun- arraufar á leiðinni, allt eftir stærð. Vél- arnar hafi strax orðið mjög nákvæmar og í raun mun nákvæmari en svokall- aðar hristivélar, auk þess sem þær síðar- nefndu fari ekki eins vel með hráefnið. Að sögn Þráins varð þróunin í vélun- um mjög hröð og tóku þær miklum breytingum strax upp úr því að hann fór að vinna við að breyta þeim. „Allar gömlu vélarnar eru komnar úr umferð. Þær voru smíðaðar úr svörtu efni og galvaníseraðar en eftir að ég fór að selja vélarnar út fór ég að nota meira rústfrítt stál. Þá um leið komu annars konar efni í reimarnar, drifhjólin og ann- að. Það er sem sagt komin alveg ný vél hvað efni varðar og hugmyndir hafa all- ar miðast að því að staðla og einfalda hana eins og kostur er. Hún hefur verið gerð hagstæðari og þannig úr garði að hvergi væri veika punkta að finna i henni. Árangurinn af þessu starfi hefur líka orðið sá að vélarnar ganga ár eftir ár án þess að heita megi að þær bili," segir Þráinn. í dag eru menn að flokka margar teg- undir, síid, makríl og brisling og síðan eru til aðrar vélar sem flokka karfa, ýsu, ufsa, þorsk og allan fisk innan við þrjú til þrjú og hálft kíló. Ein vél flokkar svo seiði í fiskeldinu því þau þroskast mis- munandi hratt. Mjög mikilvægt getur verið fyrir fiskeldisstöðvar að hafa flokk- unarvélar að sögn Þráins því þegar fara á að slátra fiski af ákveðinni þyngd er vinnan erfið í framkvæmd ef ekki er hægt að flokka eina þyngd frá öðrum. Þráinn segist ætla að sýna síldarflokk- unarvélina á Sjávarútvegssýningunni þrátt fyrir að hafa sýnt hana mjög víða erlendis. „Ég hugsa að um 90 prósent af því sem ég hef selt hafi farið til útlanda og ég held að við stöndum mjög framarlega í framleiðslu vélbúnaðar af þessari gerð. Ég er að minnsta kosti ekki enn farinn að sjá neitt sem tekur þessum vélum fram. Vitaskuld hafa eftirlíkingar verið smíðaðar en þær hafa aldrei reynst jafn vel og þessar vélar hjá okkur," segir Þrá- inn. □ 144 ÆGIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.