Ægir - 01.09.1996, Síða 144
Stava:
Hvergi eins góðar
flokkunarvélar
„Saga fyrirtækisins nær allt aftur til þess þegar menn voru að veiða
síld um 1960. Síldin var svo blönduð að nauðsynlegt reyndist að finna
leið til þess að flokka hana. Þá var síldin bara söltuð en engar flokkun-
arvélar voru þá til, hvorki hér- né erlendis eftir því sem menn best
vissu, sem gátu unnið verkið. Þá komu nokkrir hugmyndaríkir menn
saman og ákváðu að búa til vél til þess arna. Það er upphafið að því
fyrirtæki sem ég rek í dag,“ segir Þráinn Sigtryggsson, framkvæmda-
stjóri Stava. Forveri þess fyrirtækis er Stálvinnslan hf.
„Þegar ég kom að fyrirtækinu 1969
var það nánast gjaldþrota. Þá hafði fram-
leiðsla og sala flokkunarvélanna gengið
ágætlega en markaðurinn hafði fyllst hér
heima á þessum árum. Þá var búið að
smíða yfir 100 vélar og þær voru komnar
alls staðar þar sem verið var að vinna
síld. Framleiðslan var svo einhæf og fyr-
irtækið þoldi það skiljanlega ekki þegar
salan datt niður. Mín fyrsta hugsun var
að fyrst menn væru að fiokka síld á ís-
landi þá þyrfti að flokka hana erlendis
líka."
Þráinn segist hafa vitað af því að verið
væri að veiða síld við Nýfundnaland og
því gæti verið þörf fyrir vélarnar þar.
Hann segist hafa komist í samband við
Norðmenn og íslendinga þar ytra, menn
sem voru að kenna Kanadamönnum að
verka síld, og það hafi komið á daginn
að þá hafi bráðvantað svona tæki. Síldin
þar hafi verið enn blandaðri en síldin
hér við land.
„Menn sögðu mér þá að ég hlyti að
vera orðinn snarvitlaus að láta mér detta
í hug að ég gæti flutt út vélar frá íslandi
til Bandaríkjanna. Staðreyndin varð þó
sú að ég seldi þangað um 65 véiar næstu
tíu árin eða svo," segir Þráinn. Hann
bætir við að á þessum árum hafi einung-
is síld verið flokkuð með þessum vélum
en eftir að menn hafi farið að veiða
loðnu frá 1970 til 1973 hafi komið upp
sú staða að nauðsynlegt hafi reynst að
aðlaga vélarnar að því að flokka hana.
„Menn byrjuðu að veiða loðnu hér
við land um 1970 og þá voru engar
flokkunarvélar til. Þegar ég fór síðan að
Þráinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri
Stava.
segja frá því hér heima að menn flokk-
uðu loðnuna með vélunum ytra trúði
aðeins einn maður á þetta í fyrstu, Þórð-
ur Óskarsson á Akranesi. Eftir að Þórður
fór að prófa þetta kom í ljós að breyta
þurfti vélunum lítillega til þess að hægt
yrði að flokka loðnu með þeim. Þær voru
smíðaðar með stærri fisk í huga en eftir
nokkra fundi okkar Þórðar leystum við
málið og ég breytti mörgum vélum."
Þráinn segir vélarnar vinna þannig
að þær hleypi stærstu fiskunum lengst
áfram á færiböndunum en hinir minni
smjúgi í gegnum ákveðnar flokkun-
arraufar á leiðinni, allt eftir stærð. Vél-
arnar hafi strax orðið mjög nákvæmar
og í raun mun nákvæmari en svokall-
aðar hristivélar, auk þess sem þær síðar-
nefndu fari ekki eins vel með hráefnið.
Að sögn Þráins varð þróunin í vélun-
um mjög hröð og tóku þær miklum
breytingum strax upp úr því að hann fór
að vinna við að breyta þeim.
„Allar gömlu vélarnar eru komnar úr
umferð. Þær voru smíðaðar úr svörtu
efni og galvaníseraðar en eftir að ég fór
að selja vélarnar út fór ég að nota meira
rústfrítt stál. Þá um leið komu annars
konar efni í reimarnar, drifhjólin og ann-
að. Það er sem sagt komin alveg ný vél
hvað efni varðar og hugmyndir hafa all-
ar miðast að því að staðla og einfalda
hana eins og kostur er. Hún hefur verið
gerð hagstæðari og þannig úr garði að
hvergi væri veika punkta að finna i
henni. Árangurinn af þessu starfi hefur
líka orðið sá að vélarnar ganga ár eftir ár
án þess að heita megi að þær bili," segir
Þráinn.
í dag eru menn að flokka margar teg-
undir, síid, makríl og brisling og síðan
eru til aðrar vélar sem flokka karfa, ýsu,
ufsa, þorsk og allan fisk innan við þrjú
til þrjú og hálft kíló. Ein vél flokkar svo
seiði í fiskeldinu því þau þroskast mis-
munandi hratt. Mjög mikilvægt getur
verið fyrir fiskeldisstöðvar að hafa flokk-
unarvélar að sögn Þráins því þegar fara á
að slátra fiski af ákveðinni þyngd er
vinnan erfið í framkvæmd ef ekki er
hægt að flokka eina þyngd frá öðrum.
Þráinn segist ætla að sýna síldarflokk-
unarvélina á Sjávarútvegssýningunni
þrátt fyrir að hafa sýnt hana mjög víða
erlendis.
„Ég hugsa að um 90 prósent af því
sem ég hef selt hafi farið til útlanda og
ég held að við stöndum mjög framarlega
í framleiðslu vélbúnaðar af þessari gerð.
Ég er að minnsta kosti ekki enn farinn
að sjá neitt sem tekur þessum vélum
fram. Vitaskuld hafa eftirlíkingar verið
smíðaðar en þær hafa aldrei reynst jafn
vel og þessar vélar hjá okkur," segir Þrá-
inn. □
144 ÆGIR