Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 158

Ægir - 01.09.1996, Page 158
Marel hf Brautryðjandi í fiskvinnslutækni Marel hf. er sennilega eitt besta dæmið um fyrirtæki sem sprettur upp úr íslenskum sjávarútvegi og haslar sér völl í hátækniiðnaði. Á þrettán árum hefur það vaxið upp úr því að vera lítið dótturfyrirtæki Sam- bandsins upp í stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða með 160 starfs- menn og þrjú útibú í Norður-Ameríku. Starfsemin hófst árið 1983 með þró- un skráningarstöðva til að halda utan um bónusútreikninga í frystihúsum. Tveimur árum síðar litu fyrstu skipavog- irnar dagsins ljós. Það voru rafeindavog- ir sem gátu vigtað afla þrátt fyrir velting skipanna, auk þess sem þær skráðu afl- ann. Þessar vogir voru með þeim fyrstu sinnar gerðar í heiminum og hafa náð mikilli útbreiðslu enda hefur fyrirtækið lagt sig fram um að auka nákvæmni þeirra. Nú eru um 60% allra voga um borð í fiskiskipum heimsins frá Marel. „Þessar vogir opnuðu okkur leið inn á rússneska markaðinn og við vorum eitt fyrsta fyrirtækið sem komst til Kamtsjatka," segir Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marels. „Áður var vana- legt að yfirvigt á afla sem pakkað var um borð í skipunum væri 10-20% en með tilkomu voganna var hægt að vigta aflann mun nákvæmar." Marel hf. er þekktast fyrir vogirnar en fyrirtækið lét ekki staðar numið við þær. „1989 byrjuðum við að framleiða flokkara sem vigtuðu og flokkuðu stykki á hreyfingu. Eftir það hefur vægi stærri tækja og tækjasamstæða aukist, en vog- irnar eru ekki nema 10-15% af fram- leiðslunni. Nú bjóðum við upp á heildarlausnir í fiskvinnslu, bæði á sjó og í landi. Oft eru menn að raða saman tækjum frá mörgum framleiðendum með til- heyrandi erfiðleikum en við bjóðum upp á heil vinnslukerfi sem löguð eru að stærð fyrirtækisins og eðli vinnsl- unnar. Með því móti er auðveldara fyrir fyrirtækin að ná réttri samsetningu fram- leiðslunnar, bæta nýtinguna og fá hærra verð út úr hverjum fiski," segir Lárus. Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marels. Á sjávarútvegssýningunni mun Mar- el kynna nýja línu í vogum og einnig ný tæki sem byggð em á tölvusjón. „Við erum búin að hanna skurðarvél sem metur flakið og sker það í bita sam- kvæmt ákvörðun verkstjóra. Annað tæki sem byggir á tölvusjón er flokkari sem flokkar flökin eftir lit. Hann getur til dæmis flokkað laxaflök eftir lit og fituhlutfalli, hann sér líka blóðbletti og önnur óhreinindi og nýt- ist því vel í gæðamat á bolfiski, hrogn- um, rækju, síld o.fl. Nýju vogirnar sem við kynnum eru litlar og hagkvæmar en hingað til höf- um við ekki verið þekktir fyrir ódýrar vogir. Við höfum lagt áherslu á gæða- vöru sem þarf lítið viðhald. Þessar nýju vogir hafa sömu vigtargetu og þol og eldri vogirnar en það er ekki hægt að tengja þær við vinnslukerfi því þær hafa takmarkaða möguleika á gagnaskrán- ingu. Þessar vogir em enn sem komið er eingöngu til notkunar í landvinnslu," segir Lárus. Eins og áður segir starfa nú 160 manns hjá Marel. Þar af er helmingur- inn í framleiðslunni enda starfrækir fyr- irtækið stærstu smiðju landsins fyrir ryðfrítt efni. „Við erum auk þess sennilega stærsti hugbúnaðarframleiðandi landsins því virðisaukinn í framleiðslunni byggist fyrst og fremst á getu og fjölhæfni tækj- anna sem stjórnast af hugbúnaðinum," segir Lárus. Marel hf. flytur framleiðslu sína út til fjölmargra landa, en Noregur er stærsti markaðurinn, um 30%. Lárus segir að hingað til hafi fyrirtækið að langmestu leyti einskorðað sig við fiskiðnað. „Við höfum kannað möguleikana á því að hasla okkur völl í kjúklingaiðnaði og erum að kanna möguleikana í kjötiðn- aði og teljum að ekki þurfi mikið til að laga framleiðsluna að þeim markaði. En vöxturinn í fiskiðnaði hefur hingað til verið mikill og verður sennilega eitt- hvað áfram því horfurnar þar eru mjög bjartar." English summary Marel hf. is a trailblazer in the production of electronic scales for fishing vessels. The company has continued to make a name for itself in the area of fish processing equipment and solutions for the fishing industry and on-board fish processing. In the marine fishing exhibit at Laugardalshöll the company will show its new equipment based on computer scanning. One of these divides fish fillets into pieces of a set size according to a predetermined plan of divi- sion, thereby obtaining maximum utilization of the fish. A second unit sorts the fillets according to color and is therefore very useful in controlling the quality of ground fish, roe, shrimp and pelagics. A new line of electric scales will also be exhibited that are less expensive than the company has been producing. 158 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.