Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 158
Marel hf
Brautryðjandi í fiskvinnslutækni
Marel hf. er sennilega eitt besta dæmið um fyrirtæki sem sprettur upp
úr íslenskum sjávarútvegi og haslar sér völl í hátækniiðnaði. Á þrettán
árum hefur það vaxið upp úr því að vera lítið dótturfyrirtæki Sam-
bandsins upp í stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða með 160 starfs-
menn og þrjú útibú í Norður-Ameríku.
Starfsemin hófst árið 1983 með þró-
un skráningarstöðva til að halda utan
um bónusútreikninga í frystihúsum.
Tveimur árum síðar litu fyrstu skipavog-
irnar dagsins ljós. Það voru rafeindavog-
ir sem gátu vigtað afla þrátt fyrir velting
skipanna, auk þess sem þær skráðu afl-
ann. Þessar vogir voru með þeim fyrstu
sinnar gerðar í heiminum og hafa náð
mikilli útbreiðslu enda hefur fyrirtækið
lagt sig fram um að auka nákvæmni
þeirra. Nú eru um 60% allra voga um
borð í fiskiskipum heimsins frá Marel.
„Þessar vogir opnuðu okkur leið inn
á rússneska markaðinn og við vorum
eitt fyrsta fyrirtækið sem komst til
Kamtsjatka," segir Lárus Ásgeirsson
markaðsstjóri Marels. „Áður var vana-
legt að yfirvigt á afla sem pakkað var
um borð í skipunum væri 10-20% en
með tilkomu voganna var hægt að vigta
aflann mun nákvæmar."
Marel hf. er þekktast fyrir vogirnar en
fyrirtækið lét ekki staðar numið við þær.
„1989 byrjuðum við að framleiða
flokkara sem vigtuðu og flokkuðu stykki
á hreyfingu. Eftir það hefur vægi stærri
tækja og tækjasamstæða aukist, en vog-
irnar eru ekki nema 10-15% af fram-
leiðslunni. Nú bjóðum við upp á
heildarlausnir í fiskvinnslu, bæði á sjó
og í landi.
Oft eru menn að raða saman tækjum
frá mörgum framleiðendum með til-
heyrandi erfiðleikum en við bjóðum
upp á heil vinnslukerfi sem löguð eru
að stærð fyrirtækisins og eðli vinnsl-
unnar. Með því móti er auðveldara fyrir
fyrirtækin að ná réttri samsetningu fram-
leiðslunnar, bæta nýtinguna og fá hærra
verð út úr hverjum fiski," segir Lárus.
Lárus Ásgeirsson markaðsstjóri Marels.
Á sjávarútvegssýningunni mun Mar-
el kynna nýja línu í vogum og einnig
ný tæki sem byggð em á tölvusjón. „Við
erum búin að hanna skurðarvél sem
metur flakið og sker það í bita sam-
kvæmt ákvörðun verkstjóra.
Annað tæki sem byggir á tölvusjón er
flokkari sem flokkar flökin eftir lit.
Hann getur til dæmis flokkað laxaflök
eftir lit og fituhlutfalli, hann sér líka
blóðbletti og önnur óhreinindi og nýt-
ist því vel í gæðamat á bolfiski, hrogn-
um, rækju, síld o.fl.
Nýju vogirnar sem við kynnum eru
litlar og hagkvæmar en hingað til höf-
um við ekki verið þekktir fyrir ódýrar
vogir. Við höfum lagt áherslu á gæða-
vöru sem þarf lítið viðhald. Þessar nýju
vogir hafa sömu vigtargetu og þol og
eldri vogirnar en það er ekki hægt að
tengja þær við vinnslukerfi því þær hafa
takmarkaða möguleika á gagnaskrán-
ingu. Þessar vogir em enn sem komið er
eingöngu til notkunar í landvinnslu,"
segir Lárus.
Eins og áður segir starfa nú 160
manns hjá Marel. Þar af er helmingur-
inn í framleiðslunni enda starfrækir fyr-
irtækið stærstu smiðju landsins fyrir
ryðfrítt efni.
„Við erum auk þess sennilega stærsti
hugbúnaðarframleiðandi landsins því
virðisaukinn í framleiðslunni byggist
fyrst og fremst á getu og fjölhæfni tækj-
anna sem stjórnast af hugbúnaðinum,"
segir Lárus.
Marel hf. flytur framleiðslu sína út til
fjölmargra landa, en Noregur er stærsti
markaðurinn, um 30%. Lárus segir að
hingað til hafi fyrirtækið að langmestu
leyti einskorðað sig við fiskiðnað. „Við
höfum kannað möguleikana á því að
hasla okkur völl í kjúklingaiðnaði og
erum að kanna möguleikana í kjötiðn-
aði og teljum að ekki þurfi mikið til að
laga framleiðsluna að þeim markaði. En
vöxturinn í fiskiðnaði hefur hingað til
verið mikill og verður sennilega eitt-
hvað áfram því horfurnar þar eru mjög
bjartar."
English summary
Marel hf. is a trailblazer in the production of
electronic scales for fishing vessels. The
company has continued to make a name
for itself in the area of fish processing
equipment and solutions for the fishing
industry and on-board fish processing. In
the marine fishing exhibit at Laugardalshöll
the company will show its new equipment
based on computer scanning. One of these
divides fish fillets into pieces of a set size
according to a predetermined plan of divi-
sion, thereby obtaining maximum utilization
of the fish. A second unit sorts the fillets
according to color and is therefore very
useful in controlling the quality of ground
fish, roe, shrimp and pelagics. A new line
of electric scales will also be exhibited that
are less expensive than the company has
been producing.
158 ÆGIR