Ægir - 01.09.1996, Page 164
Ósey
Bætum stöðugt við okkur
verkþekkingu og reynslu
„Frá upphafi höfum við lagt áherslu á þjónustu við fyrirtæki í sjávarút-
vegi, höfum smíðað spil og í skip og báta, auk þess sem við flytjum inn
krana, dælur og fleira. Áherslunar í rekstrinum hafa þó breyst eftir
því sem við höfum tekið að okkur stærri og viðameiri verkefni, segir
Hallgrímur Hallgrímsson, einn þriggja eigenda Óseyjar.
Heildverslunin og vélsmiðjan Ósey er
til húsa í stóru og rúmgóðu húsnæði
niður við sjó, nánar tiltekið við Hvaleyr-
arbrautina í Hafnarfirði. Fastráðnir
starfsmenn eru nú um 20 en fyrir ári
voru þeir 12. Síðastliðinn vetur var mik-
ið að gera hjá fyrirtækinu og oft voru 30
til 40 manns starfandi í smiðjunni. Auk
Hallgríms voru stofnendur Óseyjar,
Daníel Sigurðsson og Þórarinn Guð-
mundsson. Það var árið 1987 sem fyrir-
tækið leit dagsins ljós. „Við ákváðum að
sérhæfa okkur í smíði spilbúnaðar en
urðum fljótlega varir við að viðskipta-
vinir okkar vildu meiri þjónustu, þeir
viidu að sama fyrirtækið gæti tekið að
sér að lengja bátana þeirra og byggja
yfir þá. Mönnum finnst þægilegra að
geta samið við einn aðila um allar
breytingar. Ákveðið var að bregðast við
þessum óskum og fórum við að taka að
okkur sífellt stærri verkefni. Við vorum
farnir að lenda í vandræðum vegna þess
að við höfðum ekki slipp. Þá fórum við
að líta í kringum okkur eftir stærra hús-
næði og fundum það í Hafnarfirði og
fluttum starfsemina í september í fyrra.
Hér höfum við yfir að ráða tveimur
dráttarbrautum og getum tekið skip og
báta inn í hús til að breyta þeim. Öll að-
staða hér er mun betri en hún var í
Garðabænum, þar sem við vorum
áður", segir Hallgrímur.
Slippurinn er gerður fyrir 200 þunga-
tonn eða báta sem eru allt að 29 metra
langir. Stjórnendur Óseyjar hafa að
mörgu leyti farið ótroðnar leiðir í rekstri
á vélsmiðjunni. Þeir bjóða í breytingar
og viðhald á skipum, en semja svo við
önnur fyrirtæki um ýmsa verkþætti.
„Fyrirtæki sérhæfa sig yfirleitt á ein-
hverjum ákveðnum sviðum, sum sér-
hæfa sig til dæmis í raflögnum skipa
önnur í stálsmíðum og svo mætti halda
áfram að telja. Það er sjálfsagt að nýta
sér þessa kunnáttu og sérhæfingu, segir
Hallgrímur og bætir við að þetta skili
því að menn þurfi ekki að slíta í sundur
verkin og þetta spari útgerðunum mikið
umstang. Með þessu móti fáum við líka
fleiri og viðameiri verkefni.
Það verður nóg að gera hjá starfs-
mönnum Óseyjar á næstunni. Búið er
að semja um verkefni fram í febrúar á
næsta ári. Starfsmennirnir vinna mikið,
vinnuvikan er 70 tímar á viku. Ef ekki
væri unnið svo mikið hefðum við ekki
undan. Hallgrímur segir að það þurfi
ekki að kvarta yfir verkefnaskorti frá því
að fyrirtækið flutti. Hann segist sjá fyrir
sér að fyrirtækið haldi áfram að vaxa og
dafna. „Eftir tvö ár verður Ósey orðin
rótgróin á nýjum stað og við verðum
búnir að auka þekkingu okkar á öllum
sviðum. Það hefur verið ákveðin stíg-
andi í fyrirtækinu, við höfum verið
óragir við að bæta við okkur nýjum
verkefnum. Til dæmis skiptum við í
Hallgrímur Hallgrímsson einn þriggja eig-
enda Óseyjar.
fyrsta skipti um vél í bát og endurnýj-
uðum skrúfubúnað en þetta höfðum
við aldrei gert áður. Slíkum verkefnum
fjölgar og við lærum nýja hluti, verk-
þekkingingin vex og verkefnin verða
fjölbreyttari.
Þrátt fyrir þetta er grunnurinn sá
sami segir Hallgrímur, við erum enn að
gera sömu hluti og við byrjuðum á. 60
prósent af framleiðslunni eru smíði á
spilum. Við höfum hins vegar á þessum
tæpa áratug sem fyrirtækið hefur verið
starfrækt víkkað út starfsemina og það
höldum við áfram að gera. Við höfum
líka flutt inn töluvert mikið af dælum,
vindum og ýmsum öðrum búnaði fyrir
skip og báta og því höldum við áfram í
framtíðinni. □
1 64 ÆGIR