Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 24

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 24
Endurnýjun fiskiskipa í þessari grein mun ég gera grein fyrir þeim hömlum sem stjómvöld hafa sett á endurnýjun fiskiskipaflotans og þeim afleiðingum sem þær hafa í för með sér. Núverandi reglur í lögum um breytingar á lögum nr. 38/ 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, segir í 1. grein: „Falli veibileyfí skips skv. 1. mgr. þess- arar greinar niður má veita nýju eða nýkeyptu sambœrilegu skipi veiðileyfí í þess stað enda hafí rétti tii endurnýjunar ekki verið afsaiað." Einnig segir í sömu grein: „Óheimilt er að gera breytingar á skip- um, sem leyfí hafa til veiða í atvinnu- skyni, þannig að afkastageta þeirra auk- ist nema annað skip eða önnur skip láti veiðileyfí á móti. Þetta á þó ekki við um breytingar á skipum, sem veiðar stunda með afíamarki og leyfí fengu til veiða í atvinnuskyni fyrir 1. janúar 1986, en ekki skulu slíkar breytingar lagðar til grundvallar við mat á afkastagetu við endurnýjun skipsins síðar." Með reglugerð um veiðar í atvinnu- skyni fiskveiðiárið 1995/1996, sem út- gefin er af sjávarútvegsráðherra 20. júlí 1995, er skilgreining á orðunum „sambærilegt skip" á þá vegu, að hér skal átt við jafn marga rúmmetra mið- að við margfeldi lóðlínu lengdar, breiddar og dýptar að neðra þilfari skipanna. Undir eðlilegum kringumstæðum er endingartími/líftími fiskiskipa á bilinu 20 til 25 ár. Á þessum líftíma skipanna á sér stað ýmis þróun í gerð veiöar- færa, nýjar aðferðir við meðferðar afl- ans til að auka verðmæti hans koma fram, aðbúnaður áhafna skipanna breytist í þá veru, að meira pláss þarf undir bæði svefnklefa, snyrtiaðstöðu, afþreyingu og líkamsrækt, vélbúnaður og vindubúnaður verður umfangs- meiri og fleira mætti tína til. í núverandi íslenskum reglum eru engar kröfur gerðar til rýmis til afþrey- ingar og líkamsræktar, né gerðar kröf- ur til lágmarks fríborðs fiskiskipa. Frí- borð skipa er mjög mikilvægt hvað ör- yggi skips og þar með áhafnar áhrærir. Öll farþega- og flutningaskip hafa Greinar- höfundur er: Bárður Hafsteins- son, skipatœkni- frœðingur hjá Skiptatœkni hf. ákveðin fríborðsmerki á síðunum, sem ekki má hlaða skipin yfir. Fiskiskip á íslandi eru undanþegin þessum regl- um, en allur styrkleiki bolsins er reikn- aður út frá ákveðnum hönnunarfor- sendum, og er þá yfirleitt miðað við að skipin séu hlaðin að aðalþilfari (oft kallað milliþilfar í tveggja þilfara skip- um). Varðandi skip sem stunda nóta- og flottrollsveiði og eru mikið hlaðin, þ.e. lítið fríborð, þá hafa aðrar þjóðir eins og t.d. Bretar sett ákveðnar fríborðs- reglur fyrir mörgum árum, þ.e. 1975 og síðan nákvæma skilgreiningu á frí- borðin á árinu 1981. Afleiðingar núverandi reglna, eru þær m.a. að þegar endurnýja þarf 20- 30 ára gamalt skip, þá verður að miða hönnun skipsins við 20-30 ára gamlar forsendur, sem eru þá á mörgum svið- um algjörlega úreltar. Til að uppfylla reglugerðina í núverandi kerfi, þarf að kaupa rúmmetra frá öðrum eða taka annað skip sama eigenda úr rekstri, til að uppfylla kröfuna um sömu rúm- metra í nýja skipinu eins og í því gamla. Sambærilegt skip í dag við það sem smíðað var fyrir 30 árum og hannað sérstaklega til ákveðinna veiða, þarf að framansögðu að vera mun rúmmáls- stærra en gamla skipið, þó svo að afla- magnið í tonnum, sem skipið ber í hverri veiðiferð, sé svipað. Tilskipanir Evrópuráðsins í „Tilskipun Evrópuráðsins nr. 99/493, frá 22. júlí 1991" um hollustuhætti við framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða kemur fram í 3. grein að markaðssetning fisks, sem veiddur hefur verið í náttúrulegu umhverfi sínu, skal háð þeim skilyrðum, að hann hafi verið veiddur og kældur um borð í skipinu í samræmi við þær regl- ur, sem Evrópuráðið mun setja sam- kvæmt tillögum framkvæmdastjórnar- innar og samþykktar hafi verið með tilskyldum meirihluta atkvæða. í „Tilskipun Evrópuráðsins nr. 92/78 frá 16. júní 1992" er svo nánari útfærsla á meðferð afla um borð í fiskiskipum, en þar kemur fram, að allur afli skuli kældur niður, t.d. með ís, eins fljótt og unnt er og eigi má geyma ókældan afla um borð í fiski- skipi lengur en 8 klukkustundir. Sé ætlunin að geyma aflann lengur um borð, skal hann kældur niður með ís, þannig að fiskurinn geymist við bræðslumark íss. Sé skipið búið sjótönkum, sem ann- að hvort eru kældir með ís eða kæli- vélum, þá skulu afköstin vera þau að fiskurinn sé kældur niður í 3 gráður á Celsíus á innan við 6 klukkustundum og niður í 0 gráður á C á innan við 16 klukkustundum frá því aflinn kom um borð. Það kæmi mér ekki á óvart, að inn- an skamms kæmu reglur frá Evrópu- ráðinu um lágmarks fríborð fiskiskipa til að auka öryggi þeirra. Afleiðingar þeirra reglna gætu verið að burðargeta loðnuflotans rýrnaði um a.m.k. 30- 24 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.