Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 33
Landsbyggðar- skattur eða sanngirnismál? Mikil umrœða hefur verið að undanfórnu um auðlinda- gjald á sjávaiíitveg í kjölfar skýrslu Hagfrœðistofnunar Háskóla íslands sem gerð var að beiðni sjávarútvegsráðu- neytisins og hafði yfirskriftina „Veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga". Andstœðingar veiðileyfagjalds telja skýrsl- una renna stoðum undir þá skoðun að veiðileyfagjald yrði óréttlátur skattur sem kœmi illa við landsbyggðina, gjaldið yrði ekki til að skapa nýja fármuni og benda einnig á að margar aðrar leiðir vœri hœgt að skoða til skattlagningar. Fylgjendur veiðileyfagjalds hafa hins veg- ar gangrýnt skýrsluna hart og segja hana lítilsvert gagn út frá hagfrœðilegu sjónarmiði. Málinu sé stillt upp af hálfu ráðuneytisins til að magna andstöðu við veiði- leyfagjaldið á landsbyggðinni en biýnt sé að gera víðtœk- ari athuganir á áhrifum veiðileyfagjalds út frá hagfrœði- legum sjónarmiðum. Ljóst er að fylgjendur veiði- leyfagjalds telja málið verða vaxandi í umrœðunni á nœstunni og að það verði eitt afstórum málum sem tek- ist verði á um í nœstu alþingiskosningum. í eftirfarandi samantekt eru skoðuð mismunandi sjónarmið sem fram hafa komið að undanförnu um þetta umdeilda mál. í byrjun maí boðaði sjávarútvegs- ráðuneytið til fundar á Akureyri þar sem kynnt var skýrsla Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands um áhrif veiði- gjalds á skattbyrði byggðarlaga. Á fundinum höfðu framsögu, auk Þor- steins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, þeir Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður, Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður, Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Á fund- inum kynnti Ragnar Árnason, prófess- or og einn höfunda skýrslu Hagfræði- stofnunar, niðurstöður hennar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir gjaldtöku þegar fyrir veiði- heimildir og snúist deilan fyrst og fremst um í hversu ríku mæli eigi að innheimta gjald. ÆGIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.