Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 52

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 52
TÆICIMI OG ÞJÓNUSTA Netagerð Jóns Holbergssonar í Hafn- arfirði er 30 ára gamalt fyrirtæki sem var stofnað og starfrækt í fyrstu í Grindavík en síðan flutt til Hafnar- fjarðar árið 1982 þar sem netagerð- inin hefur verið síðan. Mesti anna- tími í rekstrinum er á vorin og fyrri hluta sumars. Jón Holbergsson segir í samtali við Ægi að miklar framfar- ir hafi orðið í íslenskum veiðarfær- um og íslensk fyrirtæki standi fram- arlega í hönnun og þróun. „Við vinnum á þessum árstíma mikið fyrir minni skipin þegar þau eru að skipta yfir á sumarveiðarfærin, t.d. humarinn og dranótina. Það má segja að við einbeitum okkur að botnveið- arfærum," segir Jón. í gegnum árin hefur Netagerð Jóns Holbergssonar unnið mikið að hönn- TOYO Jón Holbergssonar á milli tveggja starfsmanna sinna. Aö baki honum sé í nýju víramœlingavélina sem breytt hefur miklu í daglegri vinnu á verkstceðinu. íslenska hugvitið hefur enn og aftur skilað sínu. Netagerð Jóns Holbergssonar í Hafnarfirði: Samráð við skipstjórnendur lykill að betri veiðarfærum un og þróun veiðarfæra og til að mynda breytingum á humartrolli sem lagað var að íslenskum aðstæðum. Hann segir að slíkt sé kostnaðarsamt og tímafrekt og vegna þess hversu mikið allar hugmyndir eru teknar upp hjá öðrum framleiðendum þá minnki áhuginn að leggja í þróunarvinnu. „Þróun á veiðarfærum og breyting- ar eru alltaf fyrst og fremst í samráði við þá sem eru að vinna með veiðar- færin. Öðruvísi getur þetta aldrei gerst. Til að mynda tókum við dragnótina á sínum tíma og gátum lyft henni frá 5-7 metrum upp í 10-12 metra með því að hafa samráð við skipstjórana en síðan hefur henni verið lyft enn hærra," segir Jón. Jón telur ekki ofsagt að íslendingar séu framarlega í þróun veiðarfæra. Sem dæmi nefnir hann gloríutrollið frá Hampiðjunni en jákvæðast sé að tekist hafi að halda þróun veiðarfæra inni í landinu og það megi ekki van- meta þegar talað ser um störf við netagerð. íslenska hugvitið kemur ekki að- einst til skjalanna í þróun og veiðar- færa heldur einnig í búnaði netagerð- arfyrirtækjanna sjálfra. Netagerð Jóns Holbergssonar hefur nýverið tekið í notkun nákvæma víramælingavél sem gerir mun auðveldara en áður að mæla víra og tóg. Vélin er frá fyrirtækinu Brunnum í Hafnarfirði og er hönnuð af Kjartani Ragnarssyni. Jón segir vél- ina mikla byltingu í daglegri vinnu viö vírana og geri mælingarnar bæði auð- veldari og nákvæmari. Hún hjálpi því við að sinna daglegri þjónustu en Netagerð Jóns Holbergssonar hefur janfan á lager venjulega víra, krana- Gert klárt fyrir veiðitúrinn. víra og annað víraefni sem skipin þurfa á að halda. 52 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.