Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 25
Greinarhöfundur segir að vegna reglna á íslandi þurfi að miða við 20-30 ára gamlar for-
sendur þegar endumýja eigi gömul skip. uynd: Þorgeir Baidursson
40%. Ég er hræddur um að það kæmi
illilega niður á þjóðarhag, allt úreltum
reglugerðar ákvæðum stjórnvalda að
kenna.
Dæmi um stærðarmun
á sambærilegum skipum
á 20-30 ára tímabili
Nótaveiðiskip
Skip byggt árið 1966 í Noregi fyrir ís-
lendinga.
Upphafleg aðalmál eru:
Mesta lengd 37,58 m
Breidd 7,60 m
Dýpt að aðalþilfari 3,80 m
Skipið var lengt um 4,00 m og
byggt yfir það árið 1976 og lengt aftur
um 5,00 m 1987 og þá einnig skuti
þess breytt. Aðalmál skipsins eru því
orðin í dag:
Mesta lengd 50,29 m
Breidd 7,60 m
Dýpt að aðalþilfari 3,80 m
Þetta skip mælist 1308 m3. Það
kemur að landi í dag með um 750
tonn af ókældri loðnu.
Sambærilegt nýtt skip í dag viö
þetta 30 ára gamla skip, með sömu
burðargetu og gamla skipið hefur, er
með eftirfarandi aðalmál:
Mesta lengd 50,45 m
Breidd 12,00 m
Dýpt ab aðalþilfari 5,50 m
Þetta skip mælist í rúmmetrum
2891 m3 og kæmi með ab landi 750
tonn af kældri loönu.
Hér er um að ræba sambærileg skip,
miðað við aöstæður á þeim tíma, sem
hvort skipið er byggt á, eða endur-
bætt. Mismunur í rúmmetrum er 1583
m3.
Helsti munurinn á þessum tveimur
skipum er:
Vistarverur áhafna eru í gamla skip-
inu 81 fermetri að grunnfleti (u.þ.b.
174 rúmmetrar) fyrir 15 menn eða 5,4
fermetrar á mann. í nýja skipinu eru
vistarverurnar 235 fermetrar að grunn-
fleti (u.þ.b. 587 rúmmetrar) fyrir 13
menn eða 18,1 fermetri á mann.
Rými í nýja skipinu fyrir kælibúnað
fyrir aflann er um 130 rúmmetrar, en
ekkert slíkt rými er í gamla skipinu.
Lestarrýmið í gamla skipinu er um
750 rúmmetrar, en í því nýja 1000
rúmmetrar. Þessir 250 rúmmetrar í
mismun eru notaðir fyrir kældan sjó
eða ís og sjó saman til ab kæla 750
tonna farminn.
Vélarrúmið í gamla skipinu er um
104 rúmmetrar að stærð og upphaf-
lega aðalvélin um 800 hestöfl. Nýja
skipið er með vélarúm upp á um 482
rúmmetra og aöalvél um 3300 hestöfl.
Hvað varðar fríborð þessara skipa
þá eru þau ekki sambærileg. Gamla
skipið fullhlabið er með um 70 cm frí-
borð miðskips, og bóghæð, þ.e.
fjarlægð frá sjólínu að bakkaþilfari,
um 2,0 m. Nýja skipiö er meb um 2,0
m fríborð miðskips og bóghæð upp á
4,0 m. Til að gamla skipiö hafi hlið-
stætt fríborð og það nýja, þarf gamla
skipið að hafa u.þ.b. 400 rúmmetra
meira særými en þab hefur í dag, til að
bera þennan lobnufarm ókældan.
Til viðbótar þarf svo særými upp á
um 250 rúmmetra til að bera kældan
sjó til að kæla niður aflann.
Heildarrúmmálið, sem vantar upp á
ab gamla skipið uppfylli kröfur tímans
eru því um 1821 rúmmetri. Hér er
bæði um rúmmetra undir og yfir aðal-
þilfari að ræða, þannig að eðlilegt er,
ab rúmmetrarnir vegna endurnýjunar-
reglunnar eru ekki þeir sömu og þetta,
þar sem þeir reiknast aðeins undir að-
alþilfari.
Af ofangreindu sést, að fyrir nóta-
veibiskip, þá þarf um 1800 rúmmetra
til viðbótar í gömlu skipin til að upp-
fylla kröfur dagsins í dag, varðandi
meðferð aflans, abbúnað áhafnar og
öryggi skipsins.
Smíðaverð fyrir svona nýtt skip
myndi vera um 650 milljónir króna.
Kaupa þyrfti 1583 rúmmetra fyrir um
142 millj. króna eða 22% gjald leggst á
smíðaverð skipsins vegna úreldingar-
reglnanna.
Isfisktogari
Skip byggt árið 1972 í Noregi fyrir
íslendinga.
Upphafleg aðalmál:
Mesta lengd 46,55 m
Breidd 9,50 m
Dýpt ab abalþilfari 4,35 m
Þetta skip mælist í rúmmetrum um
1682 m3. Það skip kemur með að
ÆGIR 25