Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 29
Hampiðjustarfsmenn hjá forsetanum
Starfsmerm Hampiðjunnar og stjómarmenn fyrirtœkisins við verðlaunagrip Péturs
Bjamasonar sem Olafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, aflrenti forsvarsmönnum
fyrirtœkisins um leið og Hampiðjunni voru veitt útflutningsverðlaun forsetans.
Hampiðjan hf. var stofnuð árið
1934 og byggir því á geysisterkum
grunni. Umsvifin hafa aukist ár frá ári
og á síðasta ári var hreinn hagnaður
106 milljónir, sá sami og árið áður.
Þegar fyrirtækið hóf rekstur sinn var
þab fyrst og fremst í því að framleiöa
netagarn sem net vom síöan hand-
hnýtt úr. Nokkm síðar var síðan farið
að framleiða fiskilínur og kaðla. Ein-
göngu vom notuð náttúmleg efni, eða
trefjar. Nafn fyrirtækisins er einmitt
dregið af hampnum sem notaður var
til framleiðslunnar fyrst í stað.
Geysihröð þróun
„Enn þann dag í dag byggist salan á
köðlum og framleiðslu netastykkja.
Viöbótin kom síðan til eftir 1989 þeg-
ar íslendingar hófu sókn í úthafskarf-
ann. Þá fórum við að setja upp risa-
flottroll sem ekki hafði verið gert hér á
landi ábur. Þróunin í þeim hefur síðan
verið geysihröb og nú er svo komið ab
framleiðslan á þeim er orðin um
helmingur af veltu fyrirtækisins."
Gunnar segir að þótt risaflottrollin
hafi í upphafi verið hugsuð til þess ab
ná til úthafskarfans, þar sem hann sé
dreifður djúpt í sjó, hafi þau síðar ver-
ið þróuð fyrir veiöar á öðrum tegund-
um. Fyrst hafi þau veriö notuð til lýs-
ingsveiða við Suður-Ameríku og síðar
á annan hátt til að ná í lýsing vib
Norður-Ameríku. Alaskaufsi hafi verið
veiddur í þessi troll, við Nýja Sjáland
hafi þau verið notuðu til þess að ná í
hokinhala og að síðustu voru þau þró-
uð til veiöa á síld og loðnu hér við
land. Þessi hraða þróun hefði ekki ver-
ið möguleg að mati Gunnars nema
vegna þess að fyrirtækiö sér sjálft um
allt framleiðsluferlið.
„Þegar við hófum framleiðslu á
þessum trollum má segja að við höf-
um tekið ákveðna forystu í heiminum.
Við vorum áræðnari að fara út í nýj-
ungar. Við vorum með jafnstóra eða
stærri möskva og stærri troll en aðrir
og héldum síðan áfram að stækka
möskvana og trollin á undan öbmm.
Þetta hefur allt byggst á því að við
höfum getað verið fljótir að bregðast
við í efnisvali og hönnun trollanna."
Áhersla á heimamarkaðinn
Vömþróunin hjá Hampiðjunni verður
til við mikla samvinnu sjómanna og
netagerðarmanna að sögn Gunnars.
Flottrollið er gott dæmi um það. Út-
gerðir í Hafnarfirði tóku af skarið í
sambandi við veiðar á úthafskarf-
anum á sínum tíma. Óskir komu frá
útgerðinni um ab búib yrði til troll
sem uppfyllti viss skilyrði, væri nógu
stórt til þess að ná til karfans en um
leið nógu létt til þess að skipin réðu
við það. Tekin var ákvörðun um að
reyna þetta og eftir það hefur hvað
leitt af öðm, reynsla sjómanna t.d.
verið nýtt til breytinga og þróunar og
allt gert til þess ab gera trollin sem
best úr garöi.
Gunnar segir íslendinga vera mjög
opna fyrir nýjungum og það sama
megi reyndar segja um þjóðir hér
norðarlega í Evrópu. Eftir því sem
sunnar dragi séu hefðirnar orðnar
sterkari og lausnir vandamálanna eldri
að mati íslendinga. Hann segir íslensk-
an sjávarútveg standa framar sjávarút-
vegi annarra þjóða ab því er tækni
varðar.
Hampibjuforstjórinn segir að hjá
fyrirtækinu sé lögb áhersla á að
heimamarkaburinn sé aðalmarkaður-
inn. Hér verði þróunin til. Sjávarút-
vegurinn á íslandi sé lifandi og krefj-
andi og hann geri mönnum kleift að
koma með nýjungar og prófa sig
áfram. Að því loknu geti menn fariö
að horfa til þess að+ selja afurðirnar á
mörkubum vítt og breitt um heiminn.
„Þrátt fyrir að hér hugsi menn fyrst
um heimamarkaðinn hefur útflutn-
ingurinn aukist mjög. í meira en tvo
áratugi hefur hann oftast verið á bil-
inu 20 til 25 prósent af heildarsölu
fyrirtækisins en á síðustu árum hefur
hann farið í þab ab ná allt að 40 pró-
sentum. Hann var t.a.m. 36% í fyrra.
Þetta, ásamt veltuaukningu síðustu
árin, gerir það að verkum ab útflutn-
ingur hefur vaxið verulega að krónu-
tölu síðustu árin. Síðustu tvö árin höf-
um vib flutt út fyrir um hálfan millj-
arð hvort ár."
Færa út kvíarnar
Aðspurður hvort ekki sé stefnt ab enn
frekari útfiutningi segir Gunnar að hjá
ÆGIR 29