Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 34

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 34
„Þaö má segja að það séu þrjú sjón- armið sem helst hafa verið nefnd sem rök fyrir því að taka gjald af aflaheim- ildum. í fyrsta lagi sé skynsamlegt að leggja gjald á til að standa undir til- teknum kostnaði sem ríkið hefur haft af veiðunum, annað sjónarmið lýtur að því að nota gjald á aflaheimildir til sveiflujöfnunar í atvinnulífinu. Þribja sjónarmiðið sem sett hefur verið fram er að með því að auðlindin er tak- mörkuð og rétturinn til að veiða er takmarkabur þá fari útdeiling arðsins fram í gegnum ríkissjóö en ekki á grundvelli markaðslögmála eins og annars staðar í atvinnulífinu. Fyrst og fremst hafa deilurnar snúist um þetta atriði," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráöherra. Hann taldi nauðsyn- legt að metnir verbi fleiri áhrifaþættir auðlindagjaldtöku en áhrifin á skatt- byrðina, til að mynda áhrif á sam- keppnisstööu greinarinnar, laun og at- vinnustig í sjávarútvegi og hvaða áhrif skattheimta hefði á fjárfesta. „Allt eru þetta atriði sem líka þarf að skoba og ræða í auðlindagjaldsum- ræðunni. Við sjáum þegar farið er yfir hlutina ab það sem getur verið réttlæti eins getur eins orðið ranglæti annarra á morgun. Það eru tvær hliðar á öllum peningum og þess vegna mjög mikil- vægt að skoða þær áður en menn hrapa að niðurstöðu í jafn stórum ákvörðunarefnum eins og hér er verið að fjalla um," sagði Þorsteinn Pálsson. Innheimta veiðileyfagjalds í ríkissjóð: Breytir hlutfallslegri skattbyrði milli landshluta segir Ragnar Árnason, prófessor Ragnar Árnason, prófessor og annar höfunda skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, um áhrif veibi- leyfagjalds á skattbyrði byggbarlaga, segir niburstöður athugunarinnar í raun mjög einfaldar. Veibileyfagjald sem yrbi lagt á og innheimt í ríkis- sjób myndi breyta hlutfallslegri skattbyrbi milli landshluta og byggbarlaga mibab vib þab sem nú er. „Sé lagt á veiðileyfagjald og tekju- skattur lækkaður samsvarandi munu heildarskattgreiðslur Reykjavíkur og Reykjaness í ríkissjóð lækka en heild- argreiðslur allra annarra landshluta hækka. Álagning veiðileyfagjalds með tilsvarandi lækkun tekjuskatts felur í sér þyngri skattbyrbi á þau sveitarfélög þar sem sjávarútvegur er nú tiltölulega veigalítill. Þessi byggðarlög munu því greiða stærri hluta af samneyslu lands- manna en nú," sagði Ragnar. Hann bendir á að stærð þessara breytinga í hlutfallslegri skattbyrði byggðarlaga ráðist fyrst og fremst af upphæð veiöigjaldsins. Miðað við veiðigjald upp á 6-20 milljarða árlega sé ljóst að breytingin þýði umskipti í skattbyrði byggðarlaganna frá því sem nú er. Skattbyrði einstakra sveitarfé- laga breytist, ab mati Ragnars, minnst þar sem sjávarútvegur er veigalítill en mest þar sem sjávarútvegur er veiga- mikill og tekjuskattur lágur. Þar yrði breytingin mörg hundruð prósent. „Það er umhugsunarvert að þessar breytingar í hlutfallslegri skattbyrði eru í stórum dráttum frá Reykjavíkur- svæbinu til landsbyggðarinnar. Skatt- byrði þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins minnkar á kostnab skattbyrð- arinnar í dreifbýlinu. Þessar breytingar eru í mótsögn við yfirlýst markmið þeirrar byggðastefnu sem lengst hefur verið fylgt," sagbi Ragnar og benti jafnframt á að mibað við 6-20 millj- arða veiðileyfagjald yrði fjarstreymi frá landsbyggðinni til suðvesturhorn landsins langt umfram framlög til landsbyggðarinnar eins og þau voru mest á sjöunda áratugnum. Erum ekki í stríði við sjávarútveginn segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins „Samtök iðnaðarins vilja gjarnan taka upp umræður um veiðileyfa- gjald á hagfræðilegum grunni. Kannanir sýna að 70% þjóðar- innar er þeirrar skoðunar að leggja eigi á veiðileyfagjald og ég giska á að 30% þingmanna séu á sömu skoðun og líklega eru 95% hagfræðinga landsins sömuleiðis þessarar skoðunar. Það eru vand- fundnir hagfræðingar sem eru annarrar skoðunar," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem ítrekað hefur lýst stuðningi við veiðileyfa- gjald. Sveinn segir í samtali við Ægi að skýrsla Hagfræðistofnunar geri ekki annað en styrkja sig í trúnni á réttmæti veiðileyfagjalds. „Reyndar höfum við verið með aðrar áherslur í þessu máli. Við viljum að tekjum af veiðileyfagjaldi verði varið til að greiða niður er- lendar skuldir þegar vel árar í sjávarútvegi og þannig verði dreg- ið úr sveifluáhrifum. En í þessu til- viki fara réttlætið og hagfræðin saman. Við erum að tala um að greitt verði eðlilegt gjald fyrir af- notin. I raun er gjaldtakan sem slík komin á í kerfinu í dag en hún fer ekki til eigenda auðlindarinnar heldur frá einum útgerðaraðila til annars. Góðærið í sjávarútvegi hefur oft valdið stórtjóni í iðnaðin- um en við erum ekkert að tala um neitt stríð við sjávarútveginn held- ur fyrst og fremst að greinin borgi eðlilega fyrir afnot af þessari auð- lind alveg eins og iðnaðurinn borgar rafmagnsreikningana. Að mínu mati er þróunin í þá átt að veiðileyfagjald nái fram en slæmt að umræðan nái ekki inn í raðir sjórnmálamanna.‘' 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.