Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 40

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 40
Hver eru áhrif farsela úr Norður-íshafi á fiskveiðarnar? fæða og neysla blöðrusela og vöðusela á íslandsmiðum Inngangur í þessari grein verður fjallað um heim- sóknir farsela; blöðrusela (Cystophora cristata), vöðusela (Phoca groenland- ica), kampsela (Erignathus barbatus) og hringanóra (hoca hispida) úr Norð- ur-íshafinu að ströndum íslands tíma- bilið 1989-1994. Auk þess verður reynt að meta áhrif þeirra á fiskveiðar á ís- landsmiðum. Þessar tegundir eru reglulegir flæk- ingar hér. Engin dæmi eru til þess aö þeir hafi kæpt, nema ef vera kynni vööuselir (Erlingur Hauksson 1986). Upplýsingar um heimsóknir þessara sela fást er þeir festast í veiöarfærum eða eru skotnir af veiðimönnum, því ekki er fylgst með fjölda þeirra á ís- landsmiðum með reglubundnum hætti. Rannsóknir á þessum selateg- undum hér við land eru einnig í al- gjöru lágmarki. Upplýsingar um fæðu blöðrusela, vöðusela og kampsela á ís- landsmiðum eru frekar litlar og er þessi könnun sú eina sem höfundur hefur rekist á. Jónbjörn Pálsson (1977) kannaði nokkuð fæðu hringanóra árið 1976. Á síðari árum hefur tækninni fleygt fram til þess að fylgjast með ferðum sela. Ýmist er notuð tækni er byggir á radíóbylgjum eða gervihnattatækni (Folkow 1994). Þannig vitum við mun meira um ferðir blöðrusela en áður og getum áætlað þann tíma sem þeir dveljast á íslandsmiðum. Upplýsingar um þetta skortir hjá hinum selateg- undunum. Efniviður og aðferðir Ýmist bárust dýr í heilu lagi eða neðri kjálkinn, maginn og kynfærin voru send höfundi til skoðunar. Hringor- manefnd greiddi fyrir sýnin þetta tímabil sem hér um ræðir. Tafla 1 sýn- ir fjölda dýra og maga með fæðuleif- um sem söfnuðust. Aldur sela er ákvarðaður af vaxtar- hringjum í vígtönnum úr neðri kjálka. Til þess er þversneið (0,5-0,7 mm) sög- uð úr tönninni. Hún er síðan skoðuð í víðsjá, við 6 til 50 sinnum stækkun, með áfallandi Ijósi og sjást þá vaxtar- hringirnir í tannefni og tannlími víg- tannarinnar. Kyn dýra er ákvarðað eft- ir kynfærum þeirra. Maginn er opnaður og innihaldið skoðað í gengum 0,3 mm síu. Kvarnir og bein úr fiskum og leifar hryggleys- ingja verða þá eftir í síunni og eru ákvarðaðar til tegunda eða tegunda- hópa. Kvarnir eru aldursgreindar og lengdarmældar. Þannig fengust upp- lýsingar um prósentutíðni og fjölda hverrar fæðutegundar og upplýsingar um aldur og lengd þeirra fiska sem étnir voru. Upplýsingar um samband kvarnalengdar og fisklengdar og kvarnalengdar og fiskþunga fiska á ís- landsmiðum liggja fyrir og er þessum samböndum beitt til þess að ákvarða lengd og þyngd étinna fiska. Þunga fæðu er breytt í orku með stuðlum sem fengust úr orkuinnihaldsmæling- um á helstu fæðutengundum sela hér við land. (Erlingur Hauksson 1993,• Droplaug Ólafsdóttir og Erlingur Hauksson 1993) Neysla er ákvörðuð út frá upplýs- ingum um orkuþörf dýranna. Fæðu er umbreytt í orku og neysla selanna af hverri fæðutegund reiknuð út. Þegar stærð bráðar sela úr fiskistofni og stærð fiska í veiði fiskiskipa skarast verulega er mögulegt að meta mögu- leika aflaaukningu sem hlutfallið át sela/afli (Beverton 1985) Veiöistaðir blöörusela við ísland tímabilið 1989 til 1994. (2. nvynd) 40 ÆGIR ________________________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.