Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1997, Qupperneq 40

Ægir - 01.05.1997, Qupperneq 40
Hver eru áhrif farsela úr Norður-íshafi á fiskveiðarnar? fæða og neysla blöðrusela og vöðusela á íslandsmiðum Inngangur í þessari grein verður fjallað um heim- sóknir farsela; blöðrusela (Cystophora cristata), vöðusela (Phoca groenland- ica), kampsela (Erignathus barbatus) og hringanóra (hoca hispida) úr Norð- ur-íshafinu að ströndum íslands tíma- bilið 1989-1994. Auk þess verður reynt að meta áhrif þeirra á fiskveiðar á ís- landsmiðum. Þessar tegundir eru reglulegir flæk- ingar hér. Engin dæmi eru til þess aö þeir hafi kæpt, nema ef vera kynni vööuselir (Erlingur Hauksson 1986). Upplýsingar um heimsóknir þessara sela fást er þeir festast í veiöarfærum eða eru skotnir af veiðimönnum, því ekki er fylgst með fjölda þeirra á ís- landsmiðum með reglubundnum hætti. Rannsóknir á þessum selateg- undum hér við land eru einnig í al- gjöru lágmarki. Upplýsingar um fæðu blöðrusela, vöðusela og kampsela á ís- landsmiðum eru frekar litlar og er þessi könnun sú eina sem höfundur hefur rekist á. Jónbjörn Pálsson (1977) kannaði nokkuð fæðu hringanóra árið 1976. Á síðari árum hefur tækninni fleygt fram til þess að fylgjast með ferðum sela. Ýmist er notuð tækni er byggir á radíóbylgjum eða gervihnattatækni (Folkow 1994). Þannig vitum við mun meira um ferðir blöðrusela en áður og getum áætlað þann tíma sem þeir dveljast á íslandsmiðum. Upplýsingar um þetta skortir hjá hinum selateg- undunum. Efniviður og aðferðir Ýmist bárust dýr í heilu lagi eða neðri kjálkinn, maginn og kynfærin voru send höfundi til skoðunar. Hringor- manefnd greiddi fyrir sýnin þetta tímabil sem hér um ræðir. Tafla 1 sýn- ir fjölda dýra og maga með fæðuleif- um sem söfnuðust. Aldur sela er ákvarðaður af vaxtar- hringjum í vígtönnum úr neðri kjálka. Til þess er þversneið (0,5-0,7 mm) sög- uð úr tönninni. Hún er síðan skoðuð í víðsjá, við 6 til 50 sinnum stækkun, með áfallandi Ijósi og sjást þá vaxtar- hringirnir í tannefni og tannlími víg- tannarinnar. Kyn dýra er ákvarðað eft- ir kynfærum þeirra. Maginn er opnaður og innihaldið skoðað í gengum 0,3 mm síu. Kvarnir og bein úr fiskum og leifar hryggleys- ingja verða þá eftir í síunni og eru ákvarðaðar til tegunda eða tegunda- hópa. Kvarnir eru aldursgreindar og lengdarmældar. Þannig fengust upp- lýsingar um prósentutíðni og fjölda hverrar fæðutegundar og upplýsingar um aldur og lengd þeirra fiska sem étnir voru. Upplýsingar um samband kvarnalengdar og fisklengdar og kvarnalengdar og fiskþunga fiska á ís- landsmiðum liggja fyrir og er þessum samböndum beitt til þess að ákvarða lengd og þyngd étinna fiska. Þunga fæðu er breytt í orku með stuðlum sem fengust úr orkuinnihaldsmæling- um á helstu fæðutengundum sela hér við land. (Erlingur Hauksson 1993,• Droplaug Ólafsdóttir og Erlingur Hauksson 1993) Neysla er ákvörðuð út frá upplýs- ingum um orkuþörf dýranna. Fæðu er umbreytt í orku og neysla selanna af hverri fæðutegund reiknuð út. Þegar stærð bráðar sela úr fiskistofni og stærð fiska í veiði fiskiskipa skarast verulega er mögulegt að meta mögu- leika aflaaukningu sem hlutfallið át sela/afli (Beverton 1985) Veiöistaðir blöörusela við ísland tímabilið 1989 til 1994. (2. nvynd) 40 ÆGIR ________________________________________________________________

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.