Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 42
Selategund Fjöldi dýra Urtur/brimlar Ungviöi /kynþroska Heildarfj. Fjöldi maga maga m. fæbu
Blöðruselur 170 19/54 59/111 62 47
Vöðuselur 183 24/33 152/31 72 39
Kampselur 16 4/4 15/31 1 1
Hringanóri 4 1/1 2/2 1 1
Tafla 1. Fjöldi farsela er veiddust tímabilið 1989-1994, skipt upp eftir kynjum, aldri,
heildarfjölda maga og fjölda maga með fœðu.
Fiskteeundir Meðallengd Láemark Hámark n
Blöðruselur Karfi 32,4 23,2 43,0 637
Þorskur 36,4 13,4 73,3 68
Skrápflúra 27,2 15,8 35,2 19
Ýsa 39,2 22,5 62,6 11
Ufsi 44,1 13,5 77,8 4
Vöðuselur Þorskur 15,9 2,5 48,5 36
Síld 30,7 23,0 35,7 22
Loðna 24,6 22,8 26,2 12
Ýsa 26,1 7,6 33,7 8
Ufsi 28,3 17,0 50,9 8
Tafla 2. Meðallengdir helstu fisktegunda í blöðruselum og vöðuselum, ásamt lágmarks
og hámarksstœrðum og fjölda sýna (n).
Nytjafiskur BLÖÐRUSELUR Étið magn (tonn) Afli áriö 1992 (tonn) HMA
Karfi (allar nýttar tegundir) 71,179 184,917 38,5%
Þorskur 18,802 267,714 7,0%
Ýsa 1.973 47.119 4,2%
Steinbítur 376 16,002 2,4%
Ufsi VÖÐUSELUR 1,709 79,597 2,1 %
Síld 10,553 108,504 9,7%
Þorskur 7,990 267,714 3,0%
Ýsa 2,799 47,1 19 5,9%
Steinbítur 1,578 1 1,260 14,0%
Ufsi 4,607 79,597 5,8%
Tafla 3 Hlutfallsleg möguleg aflaaukning (MHA), ef át blöðrusela og vöðusela á nytja-
fiskum vœri ekki til staðar. Aflatölur árið 1992 er úr skýrsu Hafrannsóknastofnunar
(1996).
blöðruselsstofninn á Vestur-ísnum,
sem kæpir á hafísnum norður af Jan
Mayen sé um 250.000 dýr. Dagleg
orkuþörf meðalblöðrusels (170 kg) er
áætluð sem 31.900 kj (1 kj=0,239 kcal)
(Folkow og Blix 1995) Rannsóknir á
ferðum blöðrusela merktum með
gervihnattasendum í Vestur-ísnum,
sýndu fram á að blöðruselir fóru víða
um og heimsóttu talsvert hafsvæðið í
kringum ísland (Folkow og fl. 1996)
Út frá þessum rannsóknum Norð-
mannanna má áætla að blöðruselir
eyði um 15% af tíma sínum innan ís-
lensku efnahagslögsögunnar eða um
13,7 milljónum seldaga. Á þessum
tíma éta þeir 71 þúsund tonn af karfa,
tæp 19 þúsund tonn af þorski 2 þús-
und tonn af ýsu og 2 þúsund tonn af
ufsa.
Samkvæmt aldurs- og lengdardreif-
ingu karfa, þorsks, ýsu og ufsa í
blöðruselsmögum eru þessir fiskar
mest étnir af veiðanlegri stærð.
Blöðruselirnir eru þannig í beinni
samkeppni við fiskveiðarnar um bráð-
ina. Áhrifin á fiskveiðar metin sem
möguleg aflaaukning (MHA) er hæst
hjá karfanum, yfir 38%, um 7% hjá
þorski og hjá ýsu um 4%.
Vöðuselur
Flestir vööuselirnir (1. mynd) fengust
fyrir Norðurlandi (6. mynd). Einungis
fá dýr fengust við Austfirði og vestur-
ströndina. Helst veiddust vöðuselir í
maí, þá mars og apríl og síðan í júní.
Kópar og ársgömul dýr voru ríkjandi í
veiðinni. Fleiri brimlar veiddust en
urtur, 58% á móti 42%. Mun færri
vöðuselir veiddust árin 1990-92, held-
ur en árin 1993-94. (Erlingur Hauks-
son og Valur Bogason 1995c)
Fæðunám vöðusela á íslandsmiðum
virðist eiga sér stað allt árið, því hlut-
fall maga, með og án fæðu, er svipað í
öllum mánuðum ársins. (Erlingur
Hauksson og Valur Bogason 1995d)
Algengustu fæðutegundirnar eru síli,
síld, marhnútur, þorskur, ufsi, ýsa og
steinbítur. (7. mynd) Vööuselir við ís-
land éta einna helst smávaxnar fisk-
tegundir og ungviði stórvaxnari fisk-
tegunda. (8. mynd). Þeir þorskar sem
vöðuselir éta eru flestir ársgamlir. (9.
mynd)
Athuganir norskra vísindamanna
leiddu í ljós að ungir vöðuselir átu í
sjóbúrum fæðumagn sem tilsvarar í
orku 6.300 kcal hvern dag (Nordoy
1994; Nordoy og fl. 1995) Talið er að
42 ÆGIR