Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 8
Svo virðist sem umhverfisverndarsinn-
ar stefni nú markvisst að því að telja
almenningi í Evrópu og vestan hafs
trú um að stjórnvöld og útgerðarmenn
séu alls ekki fær um að nýta auðlindir
hafsins með skynsamlegum hætti og
ab nær allir fiskstofnar heimshafanna
séu í hættu vegna gengdarlausrar
rányrkju. Og raunar má ætla að þeim
hafi þegar orðið nokkuð ágengt í þess-
um efnum. Reynslan hefur því miður
sýnt að það skiptir ekki höfuðmáli
hvort fullyrðingar umhverfisverndar-
samtaka eiga við rök að styðjast eða
ekki. Það er sú ímynd af fiskveibum
sem þessum samtökum tekst að skapa
í huga almennings sem skiptir öllu
máli og ræður úrslitum. Þetta ættu Is-
lendingar ab þekkja af eigin raun: við
höfum ekki enn hafiö hvalveiðar enda
þótt fyrir liggi að langflestir hvala-
stofnar við ísland myndu þola skyn-
samlega nýtingu. Við veltum þó engu
að síöur enn fyrir okkur þeim mögu-
leika að hefja veiðar á ný. Þótt skoskir
sjómenn hafi vaxandi áhyggjur af ört
stækkandi útselsstofni undan Skot-
landi hvarflar vart lengur að þeim að
stinga upp á ab hefja veiðar að nýju
því nær vonlaust er talið ab þab feng-
ist nokkru sinni samþykkt. Þess í stað
leggja þeir til að selirnir verði fangaðir
lifandi og fluttir burt á hafssvæði þar
SJÁVARSÍÐAN
Arnór Gísli Ólafsson skrifar
um ímynd fiskveiða og
baráttu umhverfis-
verndarsamtaka
sem þeir eru í útrymingarhættu eða
minna er af þeim.
Bræðsluveiðar
Ljóst er að umhverfissamtök ætla alls
ekki að láta staðar numið við baráttu
gegn sel- eða hvalveiðum. Samtök af
þessu tagi þrífast aðeins að því gefnu
að baráttan haldi stöðugt áfram. Á því
byggja þau fjárhagslega afkomu sína,
og því þurfa þau að finna sér nýja víg-
velli. Barátta þeirra gegn rækjueldi í
Asíu hefur þegar haft veruleg áhrif og
svo kann ab fara að laxeldi verði
næsta skotmark. Talið er að þar muni
umhverfissamtök beina spjótum sín-
um að efnaúrgangi í laxeldi svo ekki sé
minnst á þá sem stunda erfðafræðileg-
ar rannsóknir á laxi til þess að hraba
vexti hans. Herferö Grænfriðunga
gegn bræbsluveiðum í Norðursjó síð-
asta sumar er liklega aðeins fyrsta
skrefib i miklu stærri herferð sem síðar
meir mun beinast gegn veiðum á
ákveðnum matfisktegundum.
í samtali við Ægi sagði Dr Stuart
Barlow, framkvæmdastjóri Alþjóba-
samtaka fiskmjölsframleiðenda, óttast
að samtökin kunni að snúa sér að
bræösluveiðum við ísland, Noreg,
Perú og Chile. Greinilegt hafi verið að
herferðin gegn sandsílaveiöum Dana
undan Skotlandi hafi veriö vel skipu-
lögð og þá ekki síst með tilliti til fjöl-
miðla. Reyndin varð og sú að breskir
fjölmiðlar gripu fullyröingar Grænfrið-
unga á lofti og segja má ab vikum
saman hafi breskir fjölmiblar verið
undirlagðir beinum áróðri og fullyrð-
ingum frá Grænfriðungum án þess að
reynt hafi verib ab leggja mat á trú-
verðugleika fullyrðinganna. Nær eng-
um fjölmiðli datt í hug að minnast á
að Alþjóða hafrannsóknarrábið, sem
nýtur alþjóölegrar viðurkenningar,
teldi sandsílastofninn ekki vera í
hættu eða hitt að Danir væru þar að
löglegum veiðum. Þessar staðreyndir
féllu algerlega í skuggann af fullyrð-
ingum Grænfriðunga um að veiðarnar
væru stjórnlausar og þær ógnuðu ekki
aðeins stofnunum sjálfum heldur
8 ÆGIR