Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 15
er það meö mesta karfaafla á síðari árum þó aflinn hafi orðið meiri á ár- unum milli 1950 og 1960 (að með- töldum afla útlendinga) og aftur upp úr 1980. Þorskafli jókst um 0,6% og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem hann eykst, þó lítið sé. Þorskafli hefur ekki farið niður fyrir 200 þúsund tonn í heildarveiðinni en þorskveiði í ís- lenskri lögsögu varð þó ekki meiri en um 181 þúsund tonn. Flatfiskafli minnkaði lítillega milli áranna 1995 og 1996, eða um tæplega 2% en hafði aukist mjög svipað árið á undan. Flatfiskaflinn virðist vera stöðugur á bilinu 51-56 þúsund tonn og hefur sveiflast þar síðustu sex ár. Uppsjávaraflinn, þ.e. loðna og síld, eru þær tegundir sem bera upp afla- magnið árið 1996. Loðnuaflinn jókst um tæp 65% milli áranna 1995 og 1996 og varð aflinn í heild um 1,2 milljónir tonna og hefur aldrei orðið eins mikill áður. Árið 1985 varð loðnuaflinn um 993 þúsund tonn og hefur ekki síðan náð því marki, fyrr en nú og er þetta um 19% meiri afli en þá. Hins vegar dróst síldarafli saman og er bæði samdráttur í veiðum á ís- landssíld og íslensku sumargotssíld- inni en árið 1996 voru veiddar um 165 þúsund lestir af Íslandssíld á móti um 175 þúsund lestum á árinu 1995. Þá veiddust ekki nema um 100 þúsund tonn af íslensku sumargots- síldinni á móti 110 þúsund tonnum árið áður. í heild veiðast 1.445 þús. tonn af uppsjávarfiskum á árinu 1996 á móti 1 milljón tonna á árinu 1995, sem er aukning um 45%. Afli af skel og krabba jókst um rúm- lega 12% milli áranna 1995 og 1996 og hefur aldrei verið meiri. Aflinn hafði aukist um 10% á árinu 1995 og um tæp 23% milli áranna 1994 og 1993. Aðal ástæðan er að rækjuafli hefur aukist ævintýralega á undan- förnum árum. Þessi mikli afli hélst á árinu 1995 og bættist við. Það sama gerðist í fyrra, en þó hefur veiðin á heimamiðum dregist saman, en mesta aukningin í rækjunni var á fjarlægum miðum, þ.e. á Flæmingjagrunni. Á myndinni sem sýnir heildarafla íslendinga á árunum 1975 til 1996 kemur skýrt í ljós að afli okkar hefur sveiflast verulega, en er þó að mestu á þessu tímabili fyrir ofan 1.500 tonn og fer ekki niður fyrir 1,000 tonn nema á árunum 1982 og '83 er loðnuveiðarn- ar brugðust og voru stöðvaðar. Sama gerist einnig árið 1991 að loðnan brást. Þá sést einnig að veiðar á fjar- lægum miðum eru að koma inn nú síðustu árin, voru árið 1993 um 12 þúsund tonn, árið 1994 rúm 39 þúsund tonn, árið 1995 um 42 þúsund tonn og 1996 um 51 þúsund tonn. Hlutur tegunda Á myndinni um tegundaskiptingu heildarafla kemur mjög vel fram hversu uppsjávarfiskar eru ráðandi þáttur í magninu. í heild eru uppsjáv- arfiskar með rúm 70% af heildarafla íslendinga á árinu 1996 og hefur sá hlutur aukist stöðugt á undanförnum árum. Botnfiskafli er um fimmtungur og hefur verið að minnka hlutfallslega í heildarveiðinni, þó magnið sé mjög svipað síðustu árin eða um 450 þús. tonn. Flatfiskar eru um 2,5% af heild- arafla og er magniö síðustu árin nokk- uð stöðugt, um 50-55 þúsund tonn. Skel- og krabbadýr em með rúm 5%, er ljóst að hlutur þeirra hefur farið vaxandi og þá sérstaklega með aukinni rækjuveiði. Þegar tegundaskiptingin er skoðuð Heildarafli árin 1991-1996, helstu flokkar 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% □ Krabbi og skel □ Uppsjávarafli B Flatfiskafli □ Botnfiskafli ÆGIR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.