Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 49

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 49
Stefnir í útflutningsmet sjávarafurða í Noregi Flest bendir til ab Norbmenn slái nýtt met í útflutningi á sjávarafurð- um á þessu ári. Á fyrsta ársfjórö- ungnum jókst verbmæti útflutings þeirra um 4,22% en samdráttur varb í magni sem nam 2,65%. Fram kemur í blaðinu North Atlant- ic Fishing News að hafa verði í huga að á síöasta ári hafi útflutningur Norð- manna slegið öll fyrri met og í því ljósi sé eftirtektarvert hvernig upp- sveiflan heldur áfram í ár. Danmörk, Japan og Rússland eru þeir markaðir sem Norðmenn eru að sjá hvað mesta aukningu á. Á fyrsta ársfjórðungnum juku Danir innflutn- ing sinn á sjávarafurðum frá Noregi um rúmlega 40% í magni og 21% að verömæti, keyptu afurðir fyrir um 800 milljónir norskra króna. Á Japans- markabi sáu Norðmenn aukningu um 22% í verðmæti og rösklega 9% í magni miðað við sama ársfjórðung í fyrra og í Rússlandi varb 18% aukning í verðmæti útflutnings þrátt fyrir að magnið væri abeins 1% meira en í fyrra. Útflutningur til Evrópusambands- landa nam um 45,5% af heildarút- flutningi Norðmanna á fyrsta ársfjórð- ungnum og var það aukning um 2,2% í verðmætum en samdráttur um 3,4% í magni. Samanlagt fluttu Norðmenn tæp 300 þúsund tonn til ESB-landa. Af þeim mörkuðum Norðmanna þar sem varð samdráttur í magni og verðmæti útflutnings á tímabilinu má nefna Portúgal en þeir keyptu 3,6% minna magn og verðmæti útflutnings til Portúgal var 22% minna en í fyrra. Næst mesti samdráttur í magni var í Frakklandi en þar fékkst samt meira verðmæti fyrir útflutninginn. Norðmenn fluttu á tímabilinu út ferskan þorsk fyrir 144 milljónir norskra króna, sem var 65% aukning miðað við tímabilið í fyrra. Sömuleiðis varð nokkur aukning í verðmæti út- flutnings á frystum þorskafurðum, makríl og rækju. Vilfu uppfylla gœðakröfur allra fiskkaupenda? Sifellt fleiri fiskkaupendur gera kröfur um mölmleifarfœki sem nemur mólmhluti í fiski og gefur ! því komið í veg fyrir alvarleg slys. | Leifaðu af þér allan grun og fóðu I upplýsingar hjó okkur. PLASTCO Lækjarseli 11 -109 Reykjavík Sími: 567 0090 Metalchek 30 cxe Málmleitartœkinu er komið fyrir á fœriböndum á einfaldan hátt. ÆGIR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.