Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1997, Page 49

Ægir - 01.05.1997, Page 49
Stefnir í útflutningsmet sjávarafurða í Noregi Flest bendir til ab Norbmenn slái nýtt met í útflutningi á sjávarafurð- um á þessu ári. Á fyrsta ársfjórö- ungnum jókst verbmæti útflutings þeirra um 4,22% en samdráttur varb í magni sem nam 2,65%. Fram kemur í blaðinu North Atlant- ic Fishing News að hafa verði í huga að á síöasta ári hafi útflutningur Norð- manna slegið öll fyrri met og í því ljósi sé eftirtektarvert hvernig upp- sveiflan heldur áfram í ár. Danmörk, Japan og Rússland eru þeir markaðir sem Norðmenn eru að sjá hvað mesta aukningu á. Á fyrsta ársfjórðungnum juku Danir innflutn- ing sinn á sjávarafurðum frá Noregi um rúmlega 40% í magni og 21% að verömæti, keyptu afurðir fyrir um 800 milljónir norskra króna. Á Japans- markabi sáu Norðmenn aukningu um 22% í verðmæti og rösklega 9% í magni miðað við sama ársfjórðung í fyrra og í Rússlandi varb 18% aukning í verðmæti útflutnings þrátt fyrir að magnið væri abeins 1% meira en í fyrra. Útflutningur til Evrópusambands- landa nam um 45,5% af heildarút- flutningi Norðmanna á fyrsta ársfjórð- ungnum og var það aukning um 2,2% í verðmætum en samdráttur um 3,4% í magni. Samanlagt fluttu Norðmenn tæp 300 þúsund tonn til ESB-landa. Af þeim mörkuðum Norðmanna þar sem varð samdráttur í magni og verðmæti útflutnings á tímabilinu má nefna Portúgal en þeir keyptu 3,6% minna magn og verðmæti útflutnings til Portúgal var 22% minna en í fyrra. Næst mesti samdráttur í magni var í Frakklandi en þar fékkst samt meira verðmæti fyrir útflutninginn. Norðmenn fluttu á tímabilinu út ferskan þorsk fyrir 144 milljónir norskra króna, sem var 65% aukning miðað við tímabilið í fyrra. Sömuleiðis varð nokkur aukning í verðmæti út- flutnings á frystum þorskafurðum, makríl og rækju. Vilfu uppfylla gœðakröfur allra fiskkaupenda? Sifellt fleiri fiskkaupendur gera kröfur um mölmleifarfœki sem nemur mólmhluti í fiski og gefur ! því komið í veg fyrir alvarleg slys. | Leifaðu af þér allan grun og fóðu I upplýsingar hjó okkur. PLASTCO Lækjarseli 11 -109 Reykjavík Sími: 567 0090 Metalchek 30 cxe Málmleitartœkinu er komið fyrir á fœriböndum á einfaldan hátt. ÆGIR 49

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.