Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 30
Húsnœöi Hampiðjunnar hf. í Reykjavík. Allt framleiðsluferli fyrirtœkisms er undir einu
þaki og þar eru framleiðsluvörur þess unnar frá grunni.
Hampiðjunni líti menn svo á að vilji
þeir vaxa á því sérsviði sem þeir séu
bestir komi helst til greina flókin veið-
arfæri sem feli í sér töluverða tækni-
þekkingu. Tækifærin felist vissulega í
því að færa enn frekar út kvíarnar.
í kjölfar aukins útflutnings Hamp-
iðjunnar fékk fyrirtækið fyrir nokkru
útflutningsverðlaun forseta íslands.
Hvað þýðingu hafa slík verðlaun fyrir
fyrirtækið að mati forstjórans?
„Fyrir okkur sem að þessu stöndum
er þetta vissulega hvatning til þess að
halda áfram á sömu braut. Fyrirtækið
hefur verið að auka útflutning frá því
sem var og verðlaunin eru í senn
hvatning og kvöð um að gera betur,
a.m.k. að slá ekki slöku við."
Aðspurður hvort verðlaunin skipti
máli út á við, hvort þau hafi áhrif á
viðskipti fyrirtækisins segir Gunnar að
menn muni vitaskuld reyna að not-
færa sér það að hafa fengið þessa við-
urkenningu. Fyrirtækið fái t.d. afnot af
merkinu sem viðurkenningunni fylgi
til þess að setja á bæklinga og ýmislegt
það sem frá því fer.
„Þetta hlýtur síðan að segja þeim
sem ekki þekkir fyrirtækið að eitthvað
standi á bak við það. Það hljóti að
hafa verið að gera forvitnilega hluti úr
því það fái verðlaun af þessu tagi.
Hins vegar er það jú þannig að við
verðum að ná árangri á eigin forsend-
um en ekki annarra," segir Gunnar.
Sérhæfðari vörur
Gunnar segir að forsendan fyrir því að
íslendingar geti náð árangri í útflutn-
ingi sé sú að gæða vöruna einhverri
þeirri tækni sem aðrir hafi ekki á tak-
teininum. Erfitt sé að ætla sér að
keppa við erlend fyrirtæki í fram-
leiðslu á staðlaðri vöru þar sem fyrst
þurfi að flytja hráefnið hingað heim,
vinna vöruna og flytja hana svo út aft-
ur. í slíkri framleiðslu glími íslending-
ar við tvöfaldan flutningskostnað á
við keppinauta, ekki síst þar sem þeir
séu oftar en ekki staðsettir í löndunt
þar sem kostnaður er lægri.
„Við þurfum að einbeita okkur að
frekar sérhæfðari vörum sem meira er
lagt í en aðrir gera. Sérhæfingin hjá
okkur hefur leitt til þessarar þróunar í
trollunum og einnig á afurðum úr
svokölluðum ofurþráðum. Það eru
mjög dýrir og sérstakir þræðir, þræðir
sem eru jafn sterkir og vír. Við höfum
lagt mikla áherslu á kaðla og net úr
þeim afurðum og í því felst okkar sér-
staða. Það segir sig sjálft að við mynd-
um ekki ná árangri í því að selja vöru
sem er eins og hundrað aðrar."
Hampiðjan hf. hefur á undanförn-
um árum lagt þó nokkra áherslu á
rannsóknir á veiðarfærum til þess að
styrkja framleiðsluna. Botntroll hafa
t.d. mikið verið rannsökuð, bæði í til-
raunatönkum og með myndatökum
neðansjávar. Gunnar segir að með
þessu læri menn að þekkja mun betur
það efni sem verið sé að vinna með.
Á erlenda markaði
„Við reynum að sameina þetta, sér-
þekkinguna á efnunum sem fara í
veiðarfærin og síðan veiðarfærin sjálf.
Þar höfum við aftur töluverða sér-
stöðu því afar fáir netaframleiðendur í
heiminum hafa mikla þekkingu á
trollum og togveiðum. Hana höfum
við byggt upp hér heima."
Aðspurður um framtíðarhorfurnar í
greininni segir Gunnar að hér á landi
sé ákveðinn rammi sem takmarki vöxt
fyrirtækisins og vöxt sjávarútvegsins í
heild, þ.e. kvótinn. Breytingar geti
vissulega orðið í því hvaða aðferðir
menn noti til þess að ná í fiskinn.
„Vaxtarmöguleikar í núverandi vör-
um liggja fyrst og fremst í því að sækja
á erlenda markaði. Við höfum verið að
gera það í vaxandi mæli síðustu ár,
höfum t.a.m. ráðið sölumenn og opn-
að söluskrifstofur og þjónustustöðvar í
öðrum löndum."
Hampiðjan tók fyrir um fjórum
árum þátt í að opna söluskrifstofu í
Chile sem sinna á suðurhluta S-Amer-
íku og opnaði síðan eigin veiðarfæra-
þjónustu í Namibíu í ársbyrjun 1996. í
Namibíu eru íslenskir starfsmenn til
þess að sinna trollum. Fyrir tveimur
mánuðum var síðan sendur maður til
langdvalar á Nýja-Sjálandi. Hann á að
þjónusta þau troll sem seld hafa verið
þangað.
„Við sinnum auðvitað miklu stærri
svæðum en þessum og vitaskuld mjög
stórum mörkuðum héðan að heiman.
Við þurfum að fara mjög víða því
markaðirnir eru ekki allir stórir. Ég
held að almennt séu íslendingar ágæt-
lega kynntir sem viðskiptamenn og
við erum bjartsýnir á framhaldið hvað
okkur varðar," segir Gunnar Svavars-
son, forstjóri Hampiðjunnar.
30 ÆGIR