Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 10
og stefnt haföi verið að, er dæmi um
þetta og svo þær samþykktir sem gerð-
ar voru á ráðstefnu ríkjanna við Norð-
ursjó. Þar náðu tillögur Norðmanna
um reglur um brottkast afla ekki fram
að ganga, en aldrei þessu vant
gleymdu umhverfissamtök, sem sóttu
fundinn, algerlega hvalveiðum Norð-
manna og studdu tillögur þeirra.
Af skýrslu norsku hafrannsóknar-
stofnunarinnar má ráða að flestir þeir
fiskistofnar sem Norðmenn stjórna
sjálfir eða í samvinnu við Rússa eru nú
í góðu ástandi. Á hinn bóginn eru
margir stofnar, s.s. síld, makrill, þorsk-
ur og ýsa, sem Norðmenn deila með
ESB í Norðursjó, greinilega ofveiddir.
ESB verður sífellt háðara innflutningi
á fiski og skapar það tækifæri fyrir aðr-
ar fiskveiðiþjóðir. Hins vegar kann
slæleg fiskveiðistjórnun bandalagsins
að gera fisk sem neysluvöru tortryggi-
legri í augum þorra almennings í Evr-
ópu í framtíðinni, ekki síst ef um-
hverfissamtök taka að beina sjónum
sínum að matfiskitegundum eins og
margt bendir nú til. Hinn almenni
neytandi fær þær fréttir einar að
þorskstofninn í Norðursjó sé nálega að
hruni kominn og ýsustofninn sé í
mikilli hættu og lítið sé eftir af síld og
makríl. Hann sér auglýsingar þess efn-
is að verið sé að draga allra síðustu
fiskana á land en hitt veit hann líklega
alls ekki að þorsk- og ýsustofnarnir í
Barentshafi eru í sögulegu hámarki, að
þorskstofninn við ísland er greinilega
á uppleið og að miðin undan Færeyj-
um eru svört af þorski.
Fyrir skemmstu birti World Wildlife
Foundation (WWF) auglýsingu í BBC
Wildlife Magazine sem orðrétt hljóð-
aði svo:
„Ofveidi á fiski: efvið höldum áfram
að veiða fisk og menga höfin með sama
hraða og nú verður ekkert eftir af fiski í
sjónum. WWF stefnir að því að hafa
áhrif á með hvaða hœtti fiskveiðar eru
stundaðar og hvemig kvótum er úthlutað.
Þú getur lagt þitt af mörkum með því að
hugsa þig tvisvar um áður en þú kauþir
þérþorsk eða ýsu."
Enda þótt samtökin hafi síðar
beðist afsökunar á því að ekki hafi ver-
ið gerður greinarmunur á því um
hvaða þorsk og hvaða ýsu væri að
ræða er þetta ekki fyrsta vísbendingin
um að samtökin hyggist beina spjót-
um sínum aö veiðum á almennum
tegundum eins og þorski og ýsu.
WWF hefur áður farið herferð í blöð-
um undir yfirskriftinni „síðasti fiskur-
inn" og birt mjög áróðurskenndar
auglýsingar í sjónvarpi þar sem afkára-
legir sjómenn berjast um síðasta fisk-
inn. Það má því vera ljóst að hverju
stefnir í þessum efnum o g eins lík-
legt ab neytandinn geri ekki mikinn
greinarmun á því hvort þorskurinn
eða ýsan sem hann hættir vib að
„ WWF hefur áður
farið í herferð í blöð-
um undir yfirskrift-
inni „síðasti fiskur-
inrí' og birt mjög
áróðurskenndar aug-
lýsingar í sjónvarpi
þar sem afkáralegir
sjómenn berjast um
síðasta fiskinn."
kaupa hafi verið veidd í Norðursjó,
undan íslandi eða Noregi. Oddmund
Bye, formaður Norges Fiskerlag, brást
til að mynda mjög hart við þessari
auglýsingu og benti réttilega á að
þorsk- og ýsustofnarnir í Noröaustur-
Atlantshafi væru í miklu betra ástandi
en flestir aðrir fiskstofnar í heiminum
og því væri nær lagi að hvetja neyt-
endur til þess að borða þorsk og ýsu.
Á óformlegum fundi Fiskifélags ís-
lands um umhverfismál kom fram að
íslenskir aðilar í sjávarútvegi hafa
verulega áhyggjur af því hvert stefni í
þessum málum og virtust flestir fund-
armenn sammála um ab íslendingar
þyrftu að móta sér skýra stefnu og
koma betur á framfæri hvernig fisk-
veiðistjómun hér er háttað og skoða
mögulega gæbamerkingu fisks héðan.
Umhverfið og markaðurinn
Öll umræðan um umhverfismál er ná-
tengd árangri á markaði og Norðmenn
hafa nokkrar áhyggjur af því aö áróður
af þessu tagi kunni að skaða útflutn-
ingshagsmuni Noregs. Þeir vinna nú
leynt og ljóst ab því ab leggja áherslu
á ábyrga fiskveiðistefnu sína, líklega
með einhvers konar gæðavottun sem
gæfi til kynna að afurðirnar séu fengn-
ar úr fiskistofnum sem skynsamleg
stjórnun er á. Greinilegt er að þeir
hafa ekki hugsað sér að beygja sig
undir gæðavottun Marine Stewardship
Council enda ekki hlutverk umhverfis-
samtaka og risafyrirtækis að taka sér
slíkt vald. Þeim er hins vegar ljóst að
ekki er nóg að nýta auðlindir hafsins
skynsamlega heldur þarf einnig að
kynna slíkt út á við og þab kostar
verulega fjármuni. Herferð gegn
neyslu á almennum fisktegundum
ógnar vitaskuld hagsmunum íslend-
inga líka og sagan ætti að kenna okkur
að það er ekki ástæða til annars en að
taka þessi mál alvarlega og huga vand-
lega að því hvemig skuli bregðast við.
Öfugt við okkur hafa Norðmenn
markað sér skýra stefnu um að nýta
allar auðlindir hafsins með skynsam-
legum og ábyrgum hætti. í samskipt-
um við umhverfissamtök og þjóðir
heimsins hafa þeir dregið sér víglínu
og ákveðið ab standa föstum fótum
þar. Fyrri reynsla okkar af umhverfis-
samtökum segir okkur að líklega þurfa
íslendingar fyrr eba síðar að ákveða
hvar víglína þeirra skuli liggja því
ástæðulaust er að ætla að við stöndum
á griðlandi til frambúðar þó engir séu
hvalirnir veiddir. Kannski eigum vib
bara tvo kosti og báða vonda. Að hopa
og hopa þá oftar en einu sinni eða
hinn að draga jafnmikinn lærdóm af
ræðu Einars Þveræings og Norðmenn
virðast hafa gert.
1 0 ÆGIR