Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 48

Ægir - 01.05.1997, Blaðsíða 48
ÆGlIR 1 90 ár - Gluggað í gömul blöð Kallað eftir hugmyndum vísindamanna um síldarflutninga Vi& hæfi er á afmælisári Ægis aö líta um öxl og rifja upp ýmislegt af því sem birst hefur á sí&um bla&sins undanfarin 90 ár. Sérstök afmælisút- gáfa Ægis veröur svo í september. Eftirfarandi er hluti greinar Haraldar Bö&varssonar á Akranesi í Ægi áriö 1964. Haraldi taldi nauðsyn að finna hentuga tækni til síldarflutninga. „Mér var að detta í hug, hvort mönnum geti orðið bumbult eða óglatt af of mikilli vísindaítroðslu eða tali, líkt og þeim sem borða eða drekka yfir sig, en vísindi og tækni eru mjög nauðsynleg i nútíma þjóðfélagi og af því að við erum svo skammt komin í þessu verðum við að byrja á þeim verkefnum sem mestar líkur benda til að gefi fljótfenginn arð, sem getur staðið undir nauðsynlegum fram- kvæmdum í þjóðfélagi okkar og á ég þar við fiskveiðar og fiskiðnað. Við erum komin talsvert áleiðis í fiskveiðitækni og fiskiðnaður er líka á uppleið, en betur má ef duga skal. Eitt af þeim verkefnum sem nú er mest aökallandi er flutningur á síld frá fiskimiðunum þegar mest aflast, til staða í öðrum landsfjórðungum, sem hafa aðstæður til að geta unnið mikið magn með heimafólki sínu. Flutningur á bræðslusíld er venjulega fram- kvæmdur með algengum flutninga- skipum eða tankskipum, einnig mætti sennilega taka upp nýmæli hér og flytja síld í gúmbelgjum, eins og sums- staðar tíðkast að flytja í olíu, þessir belgir, sem em slöngulagaðir, eru dregnir aftan í skipum langar leiðir, ennfremur gætu togarar komið að liði, bæði sem flutningaskip og dráttarskip belgjanna. Þá komum við að mesta vandamál- inu, þ.e. flutningi á síld til frystingar og söitunar af fjarlægum miðum. Það er þegar komin nokkur reynsla á geymslu fisks og síldar í kældum sjó, 0 - -3 gráður og er talað um að fiskur geti geymzt þannig óskemmdur jafnvel 2-3 vikur eða lengur og fiskur eða síld á að geta geymzt nokkra daga óskemmt, þó að hitastigið fari 2-3 gráður yfir frost- markið í kældum sjó. Nú vil ég beina geiri mínum til tæknifræðinga og vísindamanna og skora á þá að hjálpa til viö að finna heppilegasta lausn á þessu máli, það duga ekki orðin tóm heldur verður að fyljga í kjölfarið tilraunaskip sem flytja aflann óskemmdan að landi." FRAMTAK, Hafnarfirði Kraltmíkíl og lipur viðgerðarþjónusta nú einnig dísilstillingar FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta: _________> VÉLAVIÐGERÐIR _________> RENNISMÍÐI _________* PLOTUSMÍÐI BOGI • DÍSILSTILLINGAR Viðurkennd MAK Þjónusta. » FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni Ib Hafnarfirði Sími 565 2556 • Fax 565 2956 GÓÐ ÞJOHUSTA VEGUR ÞUNGT 48 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.