Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1997, Page 48

Ægir - 01.05.1997, Page 48
ÆGlIR 1 90 ár - Gluggað í gömul blöð Kallað eftir hugmyndum vísindamanna um síldarflutninga Vi& hæfi er á afmælisári Ægis aö líta um öxl og rifja upp ýmislegt af því sem birst hefur á sí&um bla&sins undanfarin 90 ár. Sérstök afmælisút- gáfa Ægis veröur svo í september. Eftirfarandi er hluti greinar Haraldar Bö&varssonar á Akranesi í Ægi áriö 1964. Haraldi taldi nauðsyn að finna hentuga tækni til síldarflutninga. „Mér var að detta í hug, hvort mönnum geti orðið bumbult eða óglatt af of mikilli vísindaítroðslu eða tali, líkt og þeim sem borða eða drekka yfir sig, en vísindi og tækni eru mjög nauðsynleg i nútíma þjóðfélagi og af því að við erum svo skammt komin í þessu verðum við að byrja á þeim verkefnum sem mestar líkur benda til að gefi fljótfenginn arð, sem getur staðið undir nauðsynlegum fram- kvæmdum í þjóðfélagi okkar og á ég þar við fiskveiðar og fiskiðnað. Við erum komin talsvert áleiðis í fiskveiðitækni og fiskiðnaður er líka á uppleið, en betur má ef duga skal. Eitt af þeim verkefnum sem nú er mest aökallandi er flutningur á síld frá fiskimiðunum þegar mest aflast, til staða í öðrum landsfjórðungum, sem hafa aðstæður til að geta unnið mikið magn með heimafólki sínu. Flutningur á bræðslusíld er venjulega fram- kvæmdur með algengum flutninga- skipum eða tankskipum, einnig mætti sennilega taka upp nýmæli hér og flytja síld í gúmbelgjum, eins og sums- staðar tíðkast að flytja í olíu, þessir belgir, sem em slöngulagaðir, eru dregnir aftan í skipum langar leiðir, ennfremur gætu togarar komið að liði, bæði sem flutningaskip og dráttarskip belgjanna. Þá komum við að mesta vandamál- inu, þ.e. flutningi á síld til frystingar og söitunar af fjarlægum miðum. Það er þegar komin nokkur reynsla á geymslu fisks og síldar í kældum sjó, 0 - -3 gráður og er talað um að fiskur geti geymzt þannig óskemmdur jafnvel 2-3 vikur eða lengur og fiskur eða síld á að geta geymzt nokkra daga óskemmt, þó að hitastigið fari 2-3 gráður yfir frost- markið í kældum sjó. Nú vil ég beina geiri mínum til tæknifræðinga og vísindamanna og skora á þá að hjálpa til viö að finna heppilegasta lausn á þessu máli, það duga ekki orðin tóm heldur verður að fyljga í kjölfarið tilraunaskip sem flytja aflann óskemmdan að landi." FRAMTAK, Hafnarfirði Kraltmíkíl og lipur viðgerðarþjónusta nú einnig dísilstillingar FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta: _________> VÉLAVIÐGERÐIR _________> RENNISMÍÐI _________* PLOTUSMÍÐI BOGI • DÍSILSTILLINGAR Viðurkennd MAK Þjónusta. » FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA Drangahrauni Ib Hafnarfirði Sími 565 2556 • Fax 565 2956 GÓÐ ÞJOHUSTA VEGUR ÞUNGT 48 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.