Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1997, Síða 33

Ægir - 01.05.1997, Síða 33
Landsbyggðar- skattur eða sanngirnismál? Mikil umrœða hefur verið að undanfórnu um auðlinda- gjald á sjávaiíitveg í kjölfar skýrslu Hagfrœðistofnunar Háskóla íslands sem gerð var að beiðni sjávarútvegsráðu- neytisins og hafði yfirskriftina „Veiðigjald og skattbyrði byggðarlaga". Andstœðingar veiðileyfagjalds telja skýrsl- una renna stoðum undir þá skoðun að veiðileyfagjald yrði óréttlátur skattur sem kœmi illa við landsbyggðina, gjaldið yrði ekki til að skapa nýja fármuni og benda einnig á að margar aðrar leiðir vœri hœgt að skoða til skattlagningar. Fylgjendur veiðileyfagjalds hafa hins veg- ar gangrýnt skýrsluna hart og segja hana lítilsvert gagn út frá hagfrœðilegu sjónarmiði. Málinu sé stillt upp af hálfu ráðuneytisins til að magna andstöðu við veiði- leyfagjaldið á landsbyggðinni en biýnt sé að gera víðtœk- ari athuganir á áhrifum veiðileyfagjalds út frá hagfrœði- legum sjónarmiðum. Ljóst er að fylgjendur veiði- leyfagjalds telja málið verða vaxandi í umrœðunni á nœstunni og að það verði eitt afstórum málum sem tek- ist verði á um í nœstu alþingiskosningum. í eftirfarandi samantekt eru skoðuð mismunandi sjónarmið sem fram hafa komið að undanförnu um þetta umdeilda mál. í byrjun maí boðaði sjávarútvegs- ráðuneytið til fundar á Akureyri þar sem kynnt var skýrsla Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands um áhrif veiði- gjalds á skattbyrði byggðarlaga. Á fundinum höfðu framsögu, auk Þor- steins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, þeir Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður, Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður, Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Á fund- inum kynnti Ragnar Árnason, prófess- or og einn höfunda skýrslu Hagfræði- stofnunar, niðurstöður hennar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir gjaldtöku þegar fyrir veiði- heimildir og snúist deilan fyrst og fremst um í hversu ríku mæli eigi að innheimta gjald. ÆGIR 33

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.