Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1998, Side 8

Ægir - 01.09.1998, Side 8
Túnfiskbátar í Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfh var með japönsku yfirbragði á dögunum þegar Ægir varþar á ferð. Mörg japönsku túnfiskveiðiskipanna, sem nú eru að veiðum suður aflandinu, voru í höfn en eftirþví sem best er vitað hefurþeim gengið þokkalega. Miðað við reynsluna frá í fyrra má ætla að skipin verði að veiðum fram í nóvembermánuð, japivel lengur. Vel heppnuð dagskrá á „Degi hafsins“ J^ann 12. september var í fyrsta JT skipti haldinn „Dagur hafsins" hér á landi og er óliœtt að seg/a að þáttaka almennings í dagskránni hafi verið mikil. ,S’vo fór að framlengja varð dagskrána í Sjávarútvegshásinu við Skúlagötu í Reykjavík þar sem eru til húsa Hafrannsóknarstofnunin og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Þar var því opið almenningi í tvo daga. Tekin var ákvöröun um að halda „Dag hafsins" í tilefni af alþjóðlegri yfirskrift ársins sem tengd er hafinu. Markmiðið með því að efna til sérstaks dags hér á landi með slíkri yfirskrift var að fá sem flesta til að hugsa til hafs. Miðað við viðtökurnar sem opið hús fékk þá leitar hugur landsmanna gjarnan til hafs þegar til þess er hvatt. „Dagur hafsins" er einn af þeim þáttum sem stjórnvöld settu á dagskrá í tilefni af ári hafsins. Fleira hefur verið gert á árinu og verður gert, t.d. ráðstefnuhald og fræðslufundir, auk heldur sem marg er gert í skólum landsins í tilefni af ári hafsins. Loks má ekki gleyma þátttöku íslands í heimssýningunni í Lissabon í Portúgal sem sérstaklega var helguð hafinu. 8 MÆ. Byr VE fer í túnfiskglímuna Nokkur seinkun hefur orðið á heimkomu togarans Byrs VE, sem verið hefur í breytingum í Póllandi þar sem skipið hefur verið sérútbúið til túnfiskveiða. Par með verður Byr VE fyrsta sérútbúna túnfiskveiði- skipið í eigu íslenskrar útgerðar og raunar er þetta eina útgerðin sem reynt hefur fyrir sér á túnfiskveiðum suður af landinu. Byr er nú um það bil að hefja túnfiskveiðar og verður fróðlegt að fylgjast með framvind- unni enda hefur útgerðin aflað sér ýmissa upplýsinga um túnfiskveiðar og fara til að rnynda japanskir tún- fiskveiðimenn með skipinu í fyrsta túrinn. Segja má því að farið sé til veiða með nokkru meiri vind í segl- unum en í fyrra og vonast útgerðar- aðilar Byrs VE til að geta haldið skipinu úti á túnfiskmiðunum fram undir áramót. SR-Mjöl styrkir hráefnisöflunina SR-Mjöl hf. hefur keypt 40% hlut í útgerð loðnuskipsins Pórðar Jónas- sonar EA á Akureyri. Skipið hefur 1,8% loðnukvótans, þ.e. rúmlega 20 þúsund tonn. Kaup SR-Mjöls hf. hafa þann tilgang að tryggja hrá- efnisöflun fyrir verksmiðjur fyrir- tækisins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.