Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1998, Side 11

Ægir - 01.09.1998, Side 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sextíu ár er hár aldur fyrirtœkja á íslandi en þann virðulega aldur ber fyrir- tcckið Lýsi hf. sem lengstum hefur verið í eigu Tryggva Ólafssonar og fjöl- skyldu hans. Nýlega urðu breytingar á eignaraðild fyrirtœkisins á þann hátt að stór fagfjárfestir, Eignarhaldsfélag Alþýðubankans, hefur keypt stóran hlut í fyrirtœkinu og fleiri aðilar hafa keypt minni hluti. Framundan eru einnig miklar byggingaráœtlanir hjá Lýsi hf. þar sem yfir starfsemina verður byggt nýtt hús og þar með flytur fyrirtœkið frá Gratidavegi, þar sem það liefur verið um áratuga skeið. Lýsi hf. hefur tekið miklutn breytingum á undanfórtiutn árutn og breyst úrþví að vera nœr eingöngu framleiðandi tunnulýsis yfir í að vera sókndjarft markaðsfyrirtœki á erlendri grundu með framleiðsluvörur sín- ar og vaxandi hluti starfseminnar snýst um að fratnleiða lýsi í neytendaum- búðir. Þessu starfi stýrir Baldur Hjaltason, framkvœmdastjóri Lýsis hf., og til að frœðast betur utn starfsemi og stöðu hins sextíu ára gamla fyrirtœkis tók Ægir hús á honum nú á haustdögum. Lýsi hf. var stofnað árið 1938 og fram á mitt þetta ár hefur fyrirtækið verið í eigu Tryggva Ólafssonar og af- komenda hans. Eftir kaup Eignar- haldsfélagið Alþýðubankinn á hlut í félaginu er það stærsti einstaki hlut- hafinn en fjölskyldan á áfram um fjórðung eignarhlutans. Allar þessar breytingar segir Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri, að séu í takt við þær breytingar sem eru í umhverfi fyr- irtækja á íslandi nú um stundir og miði í þá átt að gera fyrirtækið opnara og treysta það jafnframt í sessi. „Stefnan er sú að skrá fyrirtækið á aðallista Verðbréfaþings sem fyrst. Framundan er mikið uppbyggingar- starf við fiutning og byggingu nýs húsnæðis og vegna þess vil ég bíða með spár um hvernær fyrirtækið verð- ur skráð á Verðbréfþing," segir Baldur. Erum að læra á neytendavörumarkaðina Lýsi hf. er með um 30 starfsmenn og á síðasta ári velti fyrirtækið um 450 milljónum króna. Athyglisvert er hversu mikil veltan er miðað við starfsmannafjölda en Baldur bendir á að 75% tekna Lýsis hf. skapast af út- flutningi og 25% af sölu á innanlands- markaði en raunar var innanlands- markaðurinn enn lægra hlutfall veltunnar á árum áður. í kringum 1980 var mörkuð sú stefna að auka framleiðslu neytendavöru hjá Lýsi hf. en fram að því hafði framleiðsla fyrir- tækisins fyrst og fremst verið flutt í tunnum eða tönkum á erlenda mark- aði og þar var henni pakkað í neyt- endapakkningar. Með því að auka framleiðslu á neytendavörum horfði fyrirtækið til þess að byggja upp traustan grundvöll tii framtíðar og það hefur gengið eftir með mjög breiðri vörulínu af lýsi og lýsisperlum. Þessi stefnumörkum gerði líka að verkum að fyrirtækið skapaði sér möguleika til útflutnings á sömu neytendavörum á erlenda markaði og til marks um út- flutningsstarf Lýsis hf. þá hefur fyrir- tækið selt vöru til yfir 100 þjóðlanda á þeim sextíu árum sem það hefur starf- að. „Lýsi hf. seldi á árum áður mikið í umboðssölu, bæði mjöl,lýsi og skreið, en eftir að það dró sig út úr henni þá hefur það byggt starfsemina á fram- leiðslu á lýsi í tunnur og tanka og hins vegar þessa neytendavöru. Undan- gengin 15-18 ár hafa verið mjög lær- dómsrík fyrir okkur og ekki hvað síst höfum við lært mikið inn á neytenda- markaðina og viðskipti með neytenda- vöru. Að sama skapi hafa neytenda- vörurnar orðið stærri og stærri þáttur í starfseminni og þar tel ég liggja mestu vaxtarmöguleikana í framtíðinni. Neytendamarkaðirnir taka heldur ekki eins miklum sveiflum í verði og hrá- vörumarkaðirnir og þannig drögum við úr áhættu með því að fara meira inn á neytendavörumarkaðina." Lýsisvörur á Malasíumarkað eftir áramót Að jafnaði flytur Lýsi hf. vörur sínar til AGIR 11

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.