Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 15

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI erum við ekki mikið þekktir. Það er frekast í Póllandi og Finnlandi sem við höfum náð að kynna vörurnar undir okkar merki og erum þar með orðnir þekktari." Getum nálgast matvælaframleiðendur meira Baldur hefur, sem menntaður efna- fræðingur, mikla þekkingu á efnainni- haldi lýsis og starfaði á fyrstu árum sínum hjá fyrirtækinu á rannsóknar- stofu þess. Sömuleiðis hefur fyrirtækið tekið þátt í viðamiklu rannsóknarstarfi á lýsi, jafnt með Háskóla íslands og fleiri aðilum hér innanlands, sem og með erlendum rann- sóknaraðilum. Baldur telur að með breytingu sl. áratugi á samsetningu fitunnar sem við neytum, sé vægi jurtaolía orðið óeðlilega hátt. Þetta hefur orð- ið m.a. á kostnað sjávardýraol- ía, en fram yfir aldamótin 1800 var þetta hlutfall jafnt. Þetta hefur m.a. orsakað eða ýtt und- ir ýmsa sjúkdóma, sem hrella mannkynið í dag. Framtíðina í lýsisframleiðslu telur Baldur felast í því að framleiða sjávardýraolíu sem hægt er að nota sem íblöndunarolíu í matvæli tii að leiðrétta þetta neikvæða hlutfall. Á þennan hátt geti lýsisfram- leiðendur nálgast aðra matvælafram- leiðendur, t.d. þá sem framleiða ýmis konar tilbúna rétti. „Hluti af starfseminni mun snúast um framleiðslu fyrir matvælaiðnað- inn. Ég sé einfaldlega fyrir mér meira af Omega-3 vörum í framtíðinni og sem dæmi um þetta höfum við egg á Þýskalandsmarkaði þar sem hænurnar eru fóðraðar á Omega-3 ríku lýsi sem leiðir til þess að eggin innihalda einnig Omega-3 fitusýrur. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að neytendur þeirra sýna lægra kóiesteról í blóðinu. Þetta er dæmi um þróunina og við ætlum að verða þátttakendur í henni af fullum þunga." Aukinn kostnaður við hráefnisöflun innanlands f hráefnisöflun hér innanlands styðst Lýsi hf. við sitt eigið söfnunarkerfi og fær þorskalifur af bátaflotanum, fyrst og fremst við suður- og vesturströnd- ina. Baldur segir að breytingar í út- gerðarháttum geti miklu breytt fyrir fyrirtæki eins og Lýsi hf. og til að mynda hafi lægðin í þorskveiðunum skapað fyrirtækinu töluverða erfiðleika meðan á stóð. „Nú er kvótinn að aukast ár frá ári en hins vegar hafa útgerðarhættirnir breyst mikið. Við fáum nánast ekkert hráefni af þeim kvóta sem flyst yfir á ísfisk- eða frystitogara, Við fengum áður nær alla lifur sem til féll í land- vinnsluhúsunum en núna er stór hluti aflans slægður á sjó og auk heldur fer meiri fiskur í gegnum markaði og þar af leiðandi er meiri hreyfing á vinnsl- unni en áður var. Okkar hráefnisöflun er því þannig að við leggjum áherslu á bátana og höfum sérstakt karakerfi þar sem við setjum kar frá okkur um borð og tökum það þegar viðkomandi bátur kemur í land og setjum nýtt í staðinn. Okkar áhyggjuefni er hvar kvótinn lendir, mun hann aukast eða minnka á bátunum, en það er hins vegar alveg ljós að kostnaðurinn við að nálgast hráefnið hér innanlands hefur aukist með árunum." Eigum aö taka upp íslenskt umhverfismerki Hjá því er vart hægt að komast að nefna umhverfismálin, sem svo ofar- lega eru á baugi um þessar mundir. Greinilegt er að íslenskum útflutnings- fyrirtækjum er mjög í mun að íslend- ingar láti ekki hjá Iíða að taka þátt í umhverfisumræðunni og gæta þess að ímynd íslands sem fiskveiðiþjóðar sé góð og sönn. Baldur segir þetta skipta Lýsi hf. máli og hann er þeirrar skoð- unar að taka beri upp umhverfismerk- ingu íslenskra sjávarafurða undir ís- lensku forræði. „Þorskalýsið er undir nálarauga ým- issa aðila og þeir eru fyrst og fremst að fylgjast með eiturefnainnihaldi. Því miður hafa samtök, eins og t.d. Greenpeace, tekið lýsi sem dæmi um hve sjórinn sé mengaður. Hjá okkur eru uppfyllt öll lagaskilyrði og lýsið fer í gegnum öfluga hreinsun og rannsóknir en hins vegar er lýsi frá stöðum eins og Norðursjó óhæft til neyslu. Það dregur athyglina að okkur á neikvæðan máta en með því að taka á um- hverfismálum væri hægt að nota þau sem hreint sóknartækifæri. Við eigum ekki að setja okkur í vörn vegna umhverfismálanna heldur sækja fram með þau að vopni. Mér finnst fslendingar að missa af lestinni með því að hafa ekki tekið frumkvæð- ið. Þetta er hreint markaðstækifæri en við verðum að ná samstöðu í fiskiðn- aðinum um mikilvægi umhverfismál- anna til að geta nýtt tækifærið. Við verðum að láta af þeim hugsunarhætti að hér sé allt svo gott í umhverfismál- um að um þau þurfi ekki að hugsa. Slíkur hugsunarháttur tefur bara fyrir okkur og fyrir vikið verður okkur dýr- ara að byggja upp jákvæða sjávarút- vegsímynd. Að mínu mati er það ekk- ert vafamál að við eigum að taka upp eigið umhverfismerki á íslenskar sjáv- arafurðir og fylgja því síðan af fullum þunga eftir. Ef við íslendingar getum ekki gert þetta þá getur það engin fisk- veiðiþjóð." „Okkar reynsla er sú að besta leiðin í markaðsstarfinu sé gott samstarf við dreifingaraðila í viðkomandi löndum enda vœri ógjörningur að vinna allt héðan að heiman." mæ. 15

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.