Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1998, Side 17

Ægir - 01.09.1998, Side 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Undirbúningur að tökum á þáttunum „ALDAHVÖRF - sjávarútvegur á tímamótum" er kominn í fullan gang hjá fyrirtœki Páls Benediktssonar, fréttamanns. Þessa dagana vinnur liann að handriti en tökur hefjast af krafti um ncestkomandi áramót og standa í raun allt ncesta ár vítt og breitt um heim. „Ég er oft spurður að því hvemig ég nenni að skrifa fréttir um sjávaríitveg ár eftir ár, en mér finnst einfaldlega gaman að fjalla um greinina vegna þess að hún er samnefnari fyrir undirstöður þjóðfélagsins," segir Páll. og komast út úr dægurumræðunni sem yfirleitt snýst um fáa afmarkaða þætti sjávarútvegssins? „Já, ég ætla að reyna það. Ég fæ tækifæri til að kafa meira ofan í sjávar- útveginn en sem sjónvarpsfrétta- manni hefur mér oft sviðið að tíminn í fréttum leyfir ekki djúpa umfjöllun. Þáttaformið gefur tækifæri til að fara inn að kjarnanum og í þessu sam- bandi vil ég taka fram að rík áhersla er lögð á að leita álits erlendra sérfræð- inga til að fá óháða utanaðkomandi sýn á málin. í kvótamálunum mun ég t.d. fara og skoða fiskveiðistjórnarkerfi í Alaska, Kanada, Nýja-Sjálandi og víðar og ræða við sérfræðinga í þessum löndum og bera síðan saman við það sem við erum að gera hér heima. Þetta er dæmi um hvernig ég kem til með að kortleggja hvar við stöndum í sam- anburði við aðra en það er líka ástæða til að taka fram að það verður aðeins einn þáttur af þessum átta um kvóta- kerfið þannig að glögglega má sjá hversu víða við munum koma við," segir Páll. íslenskur fiskur á borðum á japönskum heimilum Sala íslenskra afurða erlendis verður kortlögð í þáttunum og segir Páll að ekki verði látið staðar numið á erlend- um söluskrifstofum heldur muni ís- lenskum framleiðsluvörum verða fylgt eftir inn í eldhús á bæði japönskum sem bandarískum heimilum. „Það gefur okkur einmitt færi á létt- ari hlið í umfjölluninni sem ég nefndi áðan," segir Páll. í þáttagerðinni segist Páll notfæra sér þá reynslu sem hann hefur fengið í fréttamennskunni um áraraðir en hann var á árum áður kennari og fékk á þeim vettvangi innsýn í vitneskju barna og unglinga um sjávarútveginn og hvernig greinin er kynnt í skólum. „Mér finnst að unga fólkið geri sér enga grein fyrir mikilvægi sjávarút- vegsins og umfjöllun um greinina er alltof lítil, miðað við hversu mikilvæg hún er. Það er alltof mikið um að fólk afgreiði sjávarútveg með því einu að segja að slorið sé leiðinlegt. Ég er oft spurður að því hvernig ég nenni að skrifa fréttir um sjávarútveg ár eftir ár, ÆCm 17 Ljósmynd: Jóliatm Ólafttr Halídórsson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.