Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 20
JHyrirtœkið Fiskafiirðir hf. í Reykjavík, sem raunar hefur nýverið flutt
JT starfsemi sína á Seltjarnarnes, hefur verið hraðvaxandi á undanfórnum
árum. Hér á landi er fyrirtœkið kannski hvað þekktast fyrir viðskipti í
Rússlandi, en mörgum vex í augum að takast á við það markaðssvœði, jafn
sveiflukennt og stjórnmálaástandið hefur verið þar að undanfórnu. Engu að
síður segir fón Sigurðarson, framkvœmdastjóri Fiskafurða hf., að með réttum
vinnubrögðum sé unnt að ná fram góðum arði afviðskiptum við Rússa og
hann segir tœkifœrin fyrir hendi í Rússlandi, efvel sé á spöðum haldið. Eitt af
nýjustu verkefnum Fiskafurða hf. í Rússlandi er útgerð tveggja vinnsluskipa í
Barentshafi í samstarfi við aðila í Múrmansk. Svo kann að fara að enn fleiri
togarar verði keyptir til slíkra verkefna en um Barentshafsiítgerðina hefur verið
stofnað sérstakt dótturfélag Fiskafurða hf. og raunar er annað dótturfélag
starfrœkt um framleiðslu og sölu á meðalalýsi.
„Þrátt fyrir að Fiskafurðir hf. sé
þekktast fyrir Rússlandsverkefnin þá er
það svo að minnihluti veltunnar verð-
ur til í þeim verkefnum. Okkar
sterkasta bakbein hefur alla tíð verið í
umboðsverslun með fiskimjöl og lýsi
og svo er enn," segir Jón Sigurðarson.
„Fyrirtækið var stofnað árið 1981 af
tengdaföður mínum, Pétri Péturssyni,
og á fyrstu árunum snerist starfsemin
um útflutning á búk- og lifrarlýsi. Síð-
ar hófst bræðsla á lifur, jafnframt
kaupum á lýsi af öðrum en með árun-
um hefur framleiðsla lýsis í neytenda-
umbúðum orðið fyrirferðarmeiri í
starfseminni. Þekktasta vörumerki
okkar er Eyjalýsi en þessa dagana er að
koma ný framleiðslulína á markaðinn
undir heitinu íslandslýsi," segir Jón en
starfsemin í kringum lýsið hefur nú
verið sett undir dótturfyrirtækið
Fiskafurðir lýsisfélag hf.
Útgerðinni í Barentshafi stjórn-
að frá Seltjarnarnesinu
Alþjóðaviðskipti með búklýsi og fiski-
mjöl hafa allt frá fyrstu árum verið
stór þáttur í rekstrinum en Rússlands-
viðskiptin hófust eftir að Jón kom inn
í fyrirtækið árið 1990. Með stofnun
sérstaks fyrirtækis um Rússlandsverk-
efnin, þ.e. Fiskafurða útgerðar hf., seg-
ir Jón að markvissari uppbygging verði
í þessum þætti starfseminnar.
„Fiskafurðum útgerð hf. verður ætl-
að að halda áfram að kaupa fisk af
Rússum til vinnslu á Vesturlöndum og
þá á ég við ísland, Kanada og Evrópu-
sambandsríkin. Annað verkefni verður
að selja íslenskar fiskafurðir til Rúss-
lands og síðan verður þriðja verkefnið
að sjá um útgerð á flakafrystiskipum í
Barentshafi. Við höfum, ásamt sænsku
fyrirtæki, keypt tvo frystitogara og
leigt þá til Rússlands. Annar þeirra fór
til Rússlands í desember í fyrra en það
skip var í eigu MF, hins þýska dóttur-
fyrirtækis ÚA, en hinn keyptum við
nýverið á Akranesi og það skip er ný-
farið í Barentshaf. Við munum leigja
skipin til rússneskra aðila með kaup-
réttarákvæðum, sem þýðir að Rússarn-
ir leggja til veiðikvótana en við leggj-
um til yfirmenn á skipin. Héðan frá
Fiskafurðir hf. auka umsvif sín i Rússlandi
með útgerð tveggja fullkominna flakafrystitogara í Barentshafi:
Rússar ætla sér ekki að
verða til eilífðar
hráefnisaflendur fyrir
fískvinnslur á Vesturlöndum
- segirJón Sigurðarson, framkvœmdastjóri Fiskafurða hf.
20 Mcm