Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1998, Page 31

Ægir - 01.09.1998, Page 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Verður kosið um sjávarútveginn? /'hönd fer síðasti vetur fyrir Alþingiskosmngar á Islandi og mun þinghald standa yfir í fáeina mánuði áður en hin formlega kosningabarátta hefst af fullum þunga. Sú spuming hlýtur að vakna hvort umrœða um sjávarútveg kunni að verða meira áberandi íþessum kosningunt en undangengin skipti og raunar liafa heyrst raddir íþá veru að kosningarnar muni hreinlega snúast um sjávarútveginn. Sannarlega er tekist á um sjávarútvegsstefnu á hinum pólitíska vettvangi, annað vœri óeðlilegt hjá þjóð sem hefur sjávarútveg að grunnatvinnuvegi. Hitt er antiað mál hvort sýnilegt verði í hinu pólitíska landslagi skýr munur á stefnumálum sem varða sjávarútveginn, hvort til að mynda verði skýr stefnumið flokka í auðlindagjaldsmálum, skattamálum sjávarúti'egsins, aðkomu erlendra aðila að sjávarútvegi á íslandi, veiðum íslendinga á alþjóðahafsvœðum eða hvort íslendingum beri að standa utan við Evrópusambandið til að verja umráðin yfir auðlindinni. Síðast en ekki síst er svo umrœða um kerfið sjálft og áhrifþess á byggð í landinu og á einstakar greinar sjávarútvegsins. Fjölmargar spurningar íþessa veruna eru uppi en Ægir leitaði álits aðila á því hvort fram þurft að fara sjávarútvegspólitísk umrceða í þjóðfélaginu á nœstu mánuðum og hvaða þœtti menn vilji setja á oddinn. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdstjóri Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, telur að á næstu mán- uðum muni halda áfram umræða um veiðileyfagjald og að áfram verði karp- að um hvort það beri að leggja á út- gerðarfyrirtækin eða ekki. Hann segist hafa miklar áhyggjur af yfirborðs- kenndri umræðu um sjávarútvegsmál- in og sér í lagi sé í hans huga áhyggju- efni þegar ungt fólk tjái sig um sjávar- útvegsmál á þann hátt að greinilega búi lítil grundvallarþekking á atvinnu- greininni að baki. „Ég get í þessu sambandi bent á unga fólkið í Grósku sem vill að kvóti fari á uppboðsmarkað að stærstum hluta. Hvað verður þá um rekstrarör- yggi fyrirtækjanna og hver ætlar að taka að sér það hlutverk að útdeila og ráða því hver fær hvað? Það má heldur ekki gleyma því að á bak við fisk- vinnslufyrirtækin er starfsfólk sem á sitt lifibrauð og sínar eignir undir rekstri atvinnufyrirtækjanna þannig að hér er ekkert verið að tala um að snúast gegn einhverjum kvótagreifum heldur eru hagsmunir starfsfólksins í húfi. Og þeir eru ekki svo litlir. Akra- nes er gott dæmi enda greiðir Harald- ur Böðvarsson hf. um það bil einn og hálfan milljarð á ári í vinnulaun og hefur á fimmta hundrað manns í vinnu," segir Haraldur. Verður auðlindagjaldið kosningamál? Misjafnar skoðanir eru hjá viðmæl- endum Ægis á því hvort auðlindagjald sem slíkt verði kosningamál næstkom- andi vor. Sumir segja að þetta mál sé að brenna upp í umræðunni og að það muni ekki fá þann fókus í kosninga- slagnum sem margir vilji vera láta. Aðrir benda á að fram séu komnar vís- bendingar, t.d. frá Grósku, eins og Haraldur Sturlaugsson benti á, sem gefi til kynna að þeirri umræðu verði haldið heitri. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, vinnur að því að koma saman sameiginlegu framboði á vinstri væng stjórnmálanna og að hennar mati munu kosningarnar að ÆGIR 31

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.