Ægir - 01.09.1998, Síða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
fluttur frá Ameríku til Bremen í Þýska-
landi árið 1861 og þar af fóru 1.500
pund til Danmerkur. Átta
árum síðar, 1869, mun stein-
olía fyrst hafa flust hingað til
Iands og óx innflutningurinn
hratt næstu árin og áratugina
(Sbr. Jón Þ. Þór 1996. Svarta-
gull, 24-25).
í kjölfarið kom
fiskverkuninni.
fólkið sem vann að
Steinolían þótti miklu betra
ljósmeti en lýsið. Hún var
bæði ódýrari og þrifalegri og
framboð á henni mun trygg-
ara. Með tilkomu olíunnar
hrundi markaður fyrir há-
karialýsi í útlöndum og verðið
féll. Þá urðu hákarlaveiðar á þilskipum
óarðbærar og þótt einstaka verslanir,
t.d. Höpfnersverslun á Akureyri, tregð-
uðust við og héldu þilskipum út til há-
karlaveiða fram yfir aldamót, var það
meira af gömlum vana en af hagsýni.
Að vísu mátti lengi selja nokkuð af lýsi
til iðnaðarframleiðslu en verðið var
miklu lægra en fyrir 1870 og gat eng-
an veginn borið uppii umtalsverða út-
gerð.
Steinolían þótti miklu betra Ijós-
meti en lýsið. Hún var baeði ódýr-
ari og þrifalegri og framboð á
henni mun tryggara.
Undir aldarlokin varð það svo æ al-
gengara að þilskip tækju þátt í síld-
veiðum og í upphafi 20. aldar var
mörgum þeirra breytt, vélar settar í
þau og þau fyrst og fremst gerð út til
síldveiða á sumrin. Þá má segja
að breytingin hafi verið full-
komnuð, skipin komust nær al-
farið í hendur útgerðarmanna og
fyrirtækja í kaupstöðum, en
bændur misstu öll ítöks ín í
þeim.
Síðasta eiginlega þilskipið, sem
gert var út frá Akureyri var Erik,
sem Höpfnersverslun hélt úti um
liðlega tveggja mánaða skeið vor-
ið og sumarið 1925. Fór vel á því
að hann gekk til hákarlaveiða, en
þegar Erik kom úr síðustu veið-
ferðinni, 2. Júlí 1925, var lokið
sögu skútualdar við Eyjafjörð - og
reyndar á íslandi.
Eðlilegt að bræðslan færi í
kaupstaðinn
En útvegsmenn fundu skipum sín-
um nýjan vettvang og þá er komið að
meginskýringu þess að þau fluttust til
Aklureyrar. Margir munu kannast við
söguna af því er Tryggvi Gunnarsson
fékk Vestfirðinga til þess að kenna Ey-
firðingum saltfiskverkun árið 1877. Sú
aðgerð olli tímamótum í útgerðarsögu
Eyfirðinga. Fyrst í stað var það að vísu
einkum afli árabáta, sem verkaður var
í salt, en smám saman fóru þilskipin
einnig að ganga til þorskveiða og það
ýtti enn undir þörfina á því að gera
þau út frá Akureyri eða öðrum versl-
unarstöðum. Kaupmenn fluttu inn
saltið og saltfiskverkunin var miklum
mun mannfrekari en lýsisbræðslan. Af
þeim sökum hlutu skipin í æ ríkari
mæli að leggja afla sinn upp í kaup-
stöðum. Þá fluttist útgerðin þangað og
..
9ate>^u.
J. HINRIKSSON ehf.
Súöarvogi 4, Pósthólf 4154,124 Reykjavík,
Sími: 588 6677, Bréfsími: 568 9007, Netfang: poly-ice@itn.is
Heimasíða: http://www.poly-ice.is
„Framleiðendur toghlera í áratugiu
ÆGffi 37