Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Síða 38

Ægir - 01.09.1998, Síða 38
Atlas - þjónusta íþrjátíu ár: Stjórnvöld rústuðu skipasmíðaiðnaðinn - segir Asgeir Valþórsson, forstjóri TTyrirtœkið Atlas, umboðs- og heild- JT verslun, nœr þeini merkisáfanga á nœsta ári að hafa verið starfrœkt í þrjátíu ár. Fyrirtœkið sérhœfir sig í innflutningi á vélum og taekjum, ncer eingöngu fyrir flotann. Stjórnandi og aðaleigandi þessa fjölskyldufyrirtcek- is er Ásgeir Valþórsson, tœknifrœðing- ur. Gísli sonur hans vinnur með hon- unt í fyrirtcekinu og alls unt 11 starfsmenn, hœft oggott fólk að sögtt Ásgeirs. „Við seljum aðallega MaK-aðalvélar, Brussele togspil, skrúfubúnað, Pal- finger dekkkrana, dælur, Mustad beitningavélarnar og ýmislegt fleira fyrir sjávarútveginn. Segja má að við séum með allt fyrir útgerðina nema veiðarfæri," segir Ásgeir sem er fæddur og uppalinn í Hnífsdal. Þróunin er hröð í vélum og tækjum Ásgeir fluttist til ísafjarðar 1939 þar sem hann lærði vélsmíði hjá vélsmiðj- unni Þór, réri nokkuð á línubátum vestra, tók vélanámskeið og var vél- stjóri á bátum. Ásgeir dreif sig í vél- skólann og var síðan vélstjóri á togur- um um hríð áður en hann fór til náms í Þýskalandi 1958. Þar lærði hann tæknifræði, starfaði síðan í 3 ár í véla- verksmiðjunni Motorenwerke Mann- heim i Mannheim í Þýskalandi við þróun og tilraunir á stórum dísilvél- um. Hann snéri aftur heim árið 1964 og stofnaði Atlas síðan árið 1969. Mið- að við menntun og reynslu Ásgeirs verður hann vart sakaður um að bjóða 38 MIU --------------------------- upp á þjónustu sem hann hefur ekki þekkingu á. Gísli sonur hans er við- skiptafræðingur og stundaði hann fyrst nám við háskólann í Bamberg í Þýskalandi og síðan við Háskóla fs- lands. „Það er vissulega gott að búa að þessari reynslu sem ég hef þegar ég ræði við viðskiptavini mína. Við töl- um þá sama tungumál," segir Ásgeir og brosir í kampinn. Hann segir fyrir- tækið hafa einbeitt sér að sömu áhersl- unum í gegnum tíðina og gaman sé að fylgjast með hversu hröð þróunin sé. Sama sé hvert litið er, sífellt sé verið að bjóða upp á nýjungar í þessum véla- og tækjaheimi. Útgerðarmenn, skip- stjórar og vélstjórar fylgist enda mjög vel með allri þróun í vélum og tækj- um. Asgeir Valþórsson, forstjóri Atlas, segir nýjttngar í tcekja og vélbúnaði í sjávarútvegi sýnilegar, nánast hvert sem litið er.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.