Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 39

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Skipabreytingarnar góð þjónustuviðbót Undangengin þrjú ár hefur Atlas ekki aðeins flutt inn vélar og tæki heldur líka verið í skipabreytingum. Fyrirtæk- ið er með umboð fyrir skipasmíða- stöðvar á Spáni og í Póllandi og þar hefur íslenskum skipum verið breytt á vegum þess. „Okkur fannst þennan þátt vanta í okkar þjónustu. Breytingar á skipun- um hanga oft saman við endurnýjun á tækjum og þess vegna vorum við sannfærðir um að menn kynnu að meta það ef við bættum þessu við á þjónustulistann hjá okkur. Sú hefur enda orðið raunin," segir Ásgeir. Aðspurður hvort ekki sé óeðlilegt að senda skip til breytinga erlendis segir hann það gert af illri nauðsyn. Hann segir það sitt mat að stjórnvöld hafi rústað skipasmíðaiðnaðinn algerlega á sínum tíma með miður skynsamleg- um lögum og reglugerðum, m.a. í sambandi við kvóta og úreldingu. „Við fórum algerlega niður á botn í þessu en erum sem betur fer eitthvað að rétta úr kútnum. Þetta er þeim mun sorglegra fyrir þá sök að við vorum komnir með ágætis fagmenn í skipa- smíðaiðnaðinn," segir Ásgeir og Gísli tekur undir orð föður síns. Aðspurðir um vinnubrögð hjá erlendum stöðvum segja feðgarnir að menn séu almennt sammála um að Pólverjarnir séu góðir í stálvinnu en þó kannski ekki eins góðir í innrétt- ingum og íslenskir iðnaðarmenn. Þar fyrir utan sé það ekki fyrr en á síðustu árum sem þeir hafi getað boðið upp á þau gæðaefni sem íslendingar geri kröfur um að séu notuð. Feðgarnir segja um þróunina í við- haldsmálum hér á landi að þar sé vel á málum haldið enda sé það góð leið fyrir útgerðarmenn til þess að endur- nýja skip sín. Vegna reglna um úreld- ingu þurfi menn sífellt að vera að dytta að gömlu skipunum, smíða nýtt utan um gamla skipið eða endurnýja innvolsið í gamla dallinum. Þrátt fyrir þessa endurnýjun sé grunnurinn alltaf gamall. Þeir segja menn hafa orðið af því nokkrar áhyggjur hversu gamall flotinn sé orðinn hér við land. Ásgeir segir menn nú bíða þess hver verði næstu skref í veiðunum. Kol- muninn sé vissulega spennandi dæmi en til þess að veiða hann þurfi öflugri skip en hér sé almennt að finna. Eftir- spurn sé nú eftir stærri vélum, allt upp í 7.000 hestöfl. „Við þurfum stöðugleika í sjávarút- veginn. Vonandi bera menn gæfu til þess að breyta reglugerðum þannig að allir geti vel við unað. Það er ljóst að við þurfum að yngja upp flotann enda þegar komið í óefni," segja feðgarnir að lokum. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTR/CTI 6-8 • 101 REYKjAVÍK SÍMI 515 2000 SGSR 39

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.