Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1998, Page 51

Ægir - 01.09.1998, Page 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI skilur þau að. Bakborðshúsið er stærra og meira. Þar eru fremst þrír tveggja manna klefar, þá salerni, sturta í sér klefa, matsalur og eldhús. Aftast í hús- inu eru geymslur fyrir vistir sem deilast í þurrgeymslu, kæli og frysti. Stigahús er í bakborðshúsinu, frá brú niður í stakkageymslu á vinnsluþilfari. í stjórnborðshúsi eru þrír tvegga manna klefar sem sameinast um eina salernis- og snyrtiaðstöðu. Gengið er út úr húsinu út á bobbingarennu. Aftast í húsinu er veiðafærageymsla og verk- stæði með útgangi út á þilfar. Á bakkaþilfari er íbúðahús. í húsinu eru þrír tveggja manna klefar fremst og tveir tveggja manna klefar stjórnborðs- megin, þar aftanvið er íbúð skipstjóra og aftast er klefi fyrir loftræstibúnað. Stjórnborðsmegin í húsinu eru íbúðir stýrimanns og yfirvélstjóra sem sam- einast um salerni og sturtu. í miðju hússins er þvottaklefi og þar fyrir aftan sjúkraklefi. Brúin Brú Asks er T-laga og nær yfir breidd skipsins fremst. Fremst í brúnni fyrir miðju er U-laga stjórnpúlt skipsstjóra. í stjórnpúltinu eru helstu siglinga-, stjórn-, og fiskileitartæki. Bakborðs- megin aftast í brúnni er sérstakur fjar- skiptakelfi og þar framanvið klefi fyrir aflgjafa og spennubreyta tækja í brú. Stjórntæki fyrir vélbúnað og skrúfu eru einnig fremst í brúnni stjórnborðsmeg- in og í stjórnpúlti togvinda sem er aft- ast í brúnni með útsýni aftur á efraþil- far. Á brúarþaki eru fjarskipta- og rat- sjármastur, tveir ískastarar, leitarljós og gúmmíbjörgunarbátar. Lest og löndunarlúgur Frystilestar skipsins eru tvær, aðallest sem er undir aðalþilfari svo og efri frystilest framan við vinnslusal á aðal- þilfari, samtals um 1000 m3. Efri lestin er notuð sem umbúðageymsla á með- an pláss er í aðallest. Ein lestarlúga, 2,5 x 2,5 m að stærð, er á hvorri lest og samskonar lúga á efra- og bakkaþilfari. Frystikerfi lestanna eru spíralrörakælar sem viðhalda —30° C frosti. Lestar eru einangraðar með steinull og klæddar krossviði. Vinnsluþilfar Aftan við efri lest á aðalþilfari er vinnsluþilfar sem nær aftur að fiski- móttöku. Vinnsluþilfarið er innréttað til vinnslu á rækju með tveimur aðal vinnslulínum, þ.e. lausfrystingu og pönnufrystingu. Fiskimóttaka er með tvískiptri vökvaknúinni fiskilúgu. Tvær rennilokur eru á fiskimóttökunni og fer aflinn þaðan beint niður á flokkun- arband. Færiband flytur rækjuna yfir á tvo Carnitech flokkara og þaðan, allt eftir vinnslu, til litunarkara, eða til tveggja sjóðara frá Kronborg, þá til tveggja lausfrysta frá Sabroe eða til Jackston AVP plötufrysta, en þeir eru þrír, 15 stöðva hver. Pökkunarlínan samanstendur af fjórum Marel vogum og bindivélum frá Strapex af gerðinni 102. Talið er að lausfrystarnir afkasti 800 kg/klst hvor, eða allt að 30 tonnum á sólahring þegar tekið er tillit til afhrímingar. Plötufrystarnir afkasta samtals um 15 tonnum á sólarhring. Vindubúnaður og losunarbúnaður Togvindur og annar vindubúnaður er vökvaknúinn af lágþrýstikerfi skipsins. Búnaðurinn er frá A/S Hydraulik Bratt- vaag og um er að ræða tvær togvindur, fjórar grandaravindur, tvær hífinga- vindur, akkerisspil, hjálparvindur á skutgálga og fremst í bobbingarennu. Grandaravindur eru sex, allar sömu tegundar, DSM 2202, fjórar með M2202 vökvamótorum en tvær nýjar með M 4202 mótorum og 12 tonna togkrafi. Tromlumál þeirra er 420<þ x 1200cþ x 400 og togkraftur eldri vinda er 6 tonn við 65 m/mín. Hífingavindurnar á bátaþilari eru einnig DSM 2202 með tromlu og laus- um kopp. Togkraftur er um 6 tonn. Akkerisvindan er búin tveimur út- kúplanlegum keðjuskífum og tveimur koppum. Hana knýr M2202 mótor. Þrír losunarkranar eru um borð. Kraninn fram á bakka er frá HMF af gerðinni M180-K3 með lyftigetuna 2,2 tonn við 8,1 metra arm. Miðkraninn er einnig frá HMF. Hann er af gerðinni M160-TO B5 og lyftir 2,25 tonnum við 7 metra arm. Sjálfstætt rafdrifið vökva- kerfi er við ofangreinda krana. Aftasti kraninn er frá DAN, gerð DAN-45 með lyftigetuna 2,5 til 3,7 tonn. Allir kran- arnir eru með vírspili sem togar 2 til 2,5 tonn. Vélbúnaður Aðalvél Asks er frá Wichmann, gerð 5AXAG, fimm strokka línubyggð tví- gengisvél með forþjöppu og eftirkæli. Hún er 2242 hestöfl (1650 kW) við 475 snúninga á mínútu. Vélin tengist kúpl- ingu og niðufærslugír frá Volda og skrúfubúnaði frá Wichmann. Skrúfan er fjögurra blaða skiptiskrúfa, 3100 mm í þvermál og er hún í hring. Framan á vélinni er Hytek aflúttak, gerð FC-1250-69 með fjórum úttökum Helstu mál og stærðir fyrir hvora togvindu Tromlumál.................................500 mmiji x 800 mmij) x 325 mm<j> Vírmagn á tromlu................................2000 metrar af 24 mm<j» vír Vökvaþrýstingur...................................................40 bör Togkraftur............................................27 tonn bera tromlu ÆGIR 51

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.