Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
taka peninga út úr sjávarútvegi og
færa þá til fólks sem vinnur í öðrum
atvinnugreinum, lækka útgjöld hjá því
fólki. Einhver hlýtur að borga meira
og þeir greiðendur hljóta að vera fólk-
ið sem lifir af sjávarútvegi. Með þess-
um sjónarmiðum á ég ekki samleið og
mér er ekkert launungarmál að mitt
val í stjórnmálum í haust snerist um
að finna vettvang þar sem ég ætti
mesta möguleika á að hafa áhrif, fyrst
og fremst hvað snertir sjávarútveginn
og síðan byggðamálin," segir Kristinn.
Landsbyggðin verður
að hafa forskot
Að mati Kristins má snúa auðlinda-
umræðu á marga vegu en hann vill
horfa mjög ákveðið á rétt landsbyggð-
arinnar gagnvart sjávarútvegi.
„Landsbyggðin getur ekki þrifist
nema hafa forskot að einhverju leyti.
Leikreglurnar eru þannig að forskotið
er af landsbyggðinni tekið en ég get
ekki séð neinn mun á því að Reykjavík
hafi forskot í heitu vatni eða að mörg
byggðarlög út um landið fái að njóta
þess að liggja vel við gjöfulum miðum.
Sjávarútvegurinn á alltaf að vera bak-
fiskurinn í byggðaaðgerðum, enda
kemur ekkert jafn kraftmikið tæki í
hans stað ef takast á á við byggðaþró-
unina og koma henni í betri farveg en
nú er," segir Kristinn.
„Stóru útgerðarfyrir-
tœkin gefa okkur
möguleika og ný
sóknarfœri. En við
megum við ekki glata
fjölskyldufyrirtœkjunum
úr sjávarútveginum.
Þeim má ekki fórna fyrir
stórfyrirtœkin."
Hagsmunir fólks hafa
gleymst í kerfinu
Kosningaumræða er að hefjast í land-
inu og margt bendir til þess að hún
muni nú snúast meira um sjávarútveg
en oft áður. Kristinn segir að flokk-
arnir verði að gera kjósendum grein
fyrir þeirra skilgreiningum á agnúum
fiskveiðistjórnarkerfisins eins og það
er og í kjölfarið verði að koma hug-
myndir stjórnmálaaflanna um breyt-
ingar. Sjálfur telur hann sinn nýja
flokk, Framsóknarflokkinn, sem oft er
skilgreindur sem höfundur kvótakerf-
isins og núverandi kerfis, geta bent á
ágalla og leiðir til úrbóta.
„Menn eiga að skilgreina gallana og
benda á kostina. Kjósendur eiga rétt á
skipulegri umræðu um sjávarútvegs-
málin og kosningabaráttan getur orðið
okkur til góðs. Við höfum búið við nú-
verandi kerfi í nægilega langan tíma
til að geta metið reynsluna en við
skulum heldur ekki horfa framhjá
gagnrýni sem við höfum fengið frá er-
lendum aðilum. Til að mynda höfum
við álit nefnda frá Evrópusambands-
löndum sem eru að huga að uppbygg-
ingu á fiskveiðistjórnun sinni; undan-
tekningalítið hefur mat nefndanna
verið það að tveir megin ágallar séu á
okkar kerfi, þ.e. brottkast og byggða-
röskun. Þetta mat eigum við að taka
alvarlega og læra af.
Kerfið hefur um of verið gert að
hagrænu kerfi en hagsmunir fólks
hafa verið fyrir borð bornir. Það þýðir
ekkert að segja að fólk í sjávarplássum
verði að víkja fyrir hagræðingunni
sem felist í að útgerðarmaðurinn selji
allar sínar veiðiheimildir í annan
landshluta og að salan sé þjóðhagslega
hagkvæm. Þetta atriði sjá erlendir aðil-
ar sem ágalla hjá okkur, við eigum að
hlusta á gagnrýnina, læra af henni og
breyta."
Verk að vinna í
sjávarútvegsráðuneytinu
Jafnvel þó breytingar verði fyrirsjáan-
lega gerðar á fiskveiðistjórninni í nán-
ustu framtíð segist Kristinn sjá fyrir sér
að þær eigi að ganga yfir á 1-2 árum.
Hann telur að verði Framsóknar-
flokkurinn í næstu ríkisstjórn þá muni
hann gera tilkall til sjávar-
útvegsráðuneytisins - og Kristinn
segist tilbúinn að setjast í stól sjávarút-
vegsráðherra, verði eftir því leitað við
hann.
„Núna er þörf á að gera breytingar
og við getum vel hrint þeim í fram-
kvæmd," segir Kristinn H. Gunnarsson.
„Kerfið hefur um of verið gert
að hagrœnu kerfi en hagsmun-
irfólks hafa verið fyrir borð
bornir. Það þýðir ekkert að
segja að fólk í sjávarplássum
verði að víkja fyrir hagrœðing-
unni sem felist í að útgerðar-
maðurinn selji allar sínar
veiðiheimildir í annan lands-
hluta og að salan sé þjóðhagslega hagkvæm. “
mm 13