Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 38
Æ-táaÆc. ÍREVTIMGURP Metár hjá SÍF Heildarvelta SÍF-samstæðunnar nam á síðasta ári um 18,8 milljörð- um króna, borið saman við 11,7 milljarða króna á árinu 1997. Þetta er um 61% aukning á milli áranna. Velta og sala allra dótturfélaga samstæðunnar jókst nokkuð frá fyrra ári. Brúttóvelta SÍF á íslandi var á síðasta ári um 8,9 milljarðar króna, samanborið við 8 milljarða króna árið áður og nam aukningin tæpum 12%. Samtals seldi SÍF á íslandi um 28.900 tonn á síðasta ári sem er 4% aukning frá 1997. Árið 1998 var það besta f sögu SÍF frá því það var gert að hluta- félagi. Verðmætari útflutningur hjá SH Útflutningur SH á síðasta ári nam rúmlega 134.000 tonnum að verð- mæti 30 milljarða króna. Ef miðað er við verðmæti er þetta 3% aukning í samanburði við úlfiutning 1997, en ef miðað er við magn er um samsvarandi tölur að ræða á milli ára. Hlutfall erlendrar framleiðslu eykst á milli ára og fer úr 15% í 18%. Þorskafurðir vógu þungt í útflutn- ingi hjá SH árið 1998, en um 55% aukning varð á milli ára í útflutningi á þeim afurðum. Finnbogi Kristjánsson hjá Fasteignasölwmi Fróni í Reykjavík. m Kvóta- og skipa- markaðurinn er vaxandi - segir Finnbogi Kristjánsson, fasteignasali hjá Fróni í Reykjavík, sem stofnar sérstaka deild til að annast skipa- og kvótaviðskiptin s TJg held að það vilji enginn setja Lj fram tölur um hversu stór við- skiptamarkaður er með kvóta og skip á íslandi um þessar mundir en hatm er stór," segir Finnbogi Kristjánsson, eigandi Fasteignasölunnar Fróns í Reykjavík, sem nú er að hasla sér völi í skipa- og kvótaviðskiptum. Stofnuð Itefur verið sérstök deild innan fyrir- tœkisins settt annast tnun skipa- og kvótaviðskipti ett fátítt er að viðskipti ttteð hús, skip og kvóta séti tengd satttatt á þenttan hátt. Að mati Finnboga er markaðurinn í skipum, bátum og kvóta mjög vax- andi. En telur hann að fasteignasölur muni teygja sig meira inn í viðskipta- heiminn í sjávarútvegi? „í mínu tilfelli ætla ég að hafa sér- stakan starfsmann í þessum viðskipt- um en ég á ekki von á að fasteignasöl- ur hafi almennt mikinn áhuga á að fara inn á skipa- og kvótamarkaðinn. Um margt eru viðskipti með fasteignir, skip- og kvóta áþekk en önnur aðtriði eru frábrugðin. Mér finnst af hinu góða að fagmennskan vaxi í viðskipt- um með skip og kvóta í sjávarútvegin- um og að þeim komi fyrirtæki sem dags daglega eru að afgreiða stór við- skipti. Þarna er líka verið að fara með stórar fjárhæðir og mistök geta verið dýrkeypt," segir Finnbogi. Hann segist þekkja dæmi um að einstaklingur hafi fyrir tveimur árum keypt bát og kvóta fyrir um 6 milljónir króna en selt fyrir skömmu á nýjan leik fyrir þrefalda þá upphæð. Finnbogi segir greinilegt að aðilarnir sem selji eignir í sjávarútveginum fjárfesti á nýjan leik á fyrirtækja eða á fasteignamarkaði og bindi þannig fjármunina í varanlegum eignum. „Ég hef því dæmi um hvernig viðskiptin á fasteignamarkaði og í sjávarútveginum tengjast," segir Finnbogi. 38 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.