Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 10
^em formaður sjávaríitvegsnefndar lJ AIj>ingis gegriir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður af Vestfjörðum, einu af áhrifamestu valdaembœttum í mótun sjávar- útvegsstefnunnar á íslandi. Hann segir nýgenginn kvótadóm ekki hafa gefið tilefni tii að henda öllu fiskveiðistjórnunarkerfinu upp í loft og stokka spilin upp á nýtt. Á hhm bóginn segist hanti þess fullviss að kvótadómsmálið hafi verið fyrsta skrefið í ferli sem muni leiða tii markvissra breytinga íþá átt að meiri sáttgeti ríkt um stjórnun fiskveiðanna við íslandsstrendur. Kristinn segir að nú, þegar augljóst er að breytingar verða í œðsta embœtti sjávarútvegsráðuneytisins, hljóti Vestfirðingar að gera tilkall til þess að þingmaður þess gamalgróna útgerðarkjördœmis taki við stjóm sjávarútvegsmálanna. Það segir Kristinn að geti orðið farsœlt fyrir þjóðina í heild - og hann er reiðubúinn að taka starfið að sér. Umrót vegna fiskveiðistjórnarkerfis- ins hefur í gegnum árin verið mikið á Vestfjörðum og Kristinn viðurkennir að vísast beri Vestfirðingar sjálfir nokkra ábyrgð á þeirri hnignun sem orðið hefur í sjávarútveginum í fjórð- ungnum á undanförnum árum. „Vestfirsku útgerðarfyrirtækin veiddu fyrst og fremst þorsk á árum áður og þegar niðurskurðurinn kom í bolfiskheimildum þá varð hann nær eingöngu í þorski. Það kom auðvitað harðast niður á Vestfjörðum - það seg- 10 ÆGIR ----------------------------- ir sig sjálft. Við áttum þar af leiðandi litla sem enga möguleika, utan kannski þann að steypa saman fyrir- tækjum og útgerðum til að halda eftir nokkrum togurum. Þá hefði komið að þeirri erfiðu spurningu hvaða staðir áttu að lifa og hverjir ekki. Og hver ætti þá að taka ákvörðun um hvaða staðir ættu að lifa og hverjir ekki?" Kristinn segir að samkvæmt nýrri samantekt sem hann hefur fengið í hendur hafi Vestfirðingar veitt um 18.000 tonn af þorski á öllum miðum landsins á árinu 1997 en heildarþorsk- veiði á Vestfjarðamiðum var á sama tíma 45.000 tonn. Þessar tölur eiga eingöngu við um aflamarkskerfið en þá stendur krókakerfið eftir. „Þetta segir okkur að meirihluti þorskveiða á Vestfjarðamiðum er stundaður af togurum að sunnan, norðan og austan og það verður ekki talið til skynsamlegrar útgerðar út frá sjónarmiðum kostnaðar og hag- kvæmni," segir Kristinn. Jóhann Ólafur Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.