Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 42

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 42
Vaki hf. vaxandi í kjölfar sameiningar íslenskrar vöruþróunar og Vaka fiskeldiskerfa: Notum hátækni til þróunar á búnaði til fiskveiða og fiskeldis Skjámynd fyrir TrawlTec stjómbúnaðinn. Vitneskja sem nútíma skipstjórar fá í gegnum tölvubúnað er fjölþœtt, eins og sjá má. s rið 1998 varfyrsta heila rekstr- arár Vaka hf. í Reykjavík eftir að fyrirtcekin íslensk vöruþróun og Vaki fiskeldiskerfi sameinuðust í oktober 1997. Jóhann H. Bjarnason, mark- aðsstjóri Vaka hf., segir að satnlegð- aráltrifin hafi verið tnikil við samein- ingutia, sér í lagi varðandi þekkingu og nýtingu á tœkni. í dag er þróun á stjórn- og tnœlibúnaði fyrir veiðar- fœri og btínaði fyrir fiskeldi, aðal verkefni Vaka hf. „Vaki er í dag hátæknifyrirtæki í þróun búnaðar fyrir fiskeldi og til fisk- veiða. Við tökum það skýrt fram að við erum ekki með deildaskipt fyrir- tæki heldur snýst starfsemin um ólíka markaði," segir Jóhann. „Sviðin í fisk- eldi og fiskveiðum liggja að nokkru saman þannig að við getum nýtt okk- ur sama þekkingarbrunn til að sækja fram í tækniþróun á báðum sviðum. Enda sjáum við að velta hefur aukist um 33% eftir að við sameinuðum fyr- irtækin." Vakt á beitingunni Veiðarfærum þarf að stjórna af mikilli nákvæmni til að þau nái góðum ár- angri og um þetta atriði snýst tækni- þróun Vaka hf. í sjávarútveginum. „Við skiptum fiskveiðibúnaði okkar í þrjá flokka sem hafa vörumerkin LineTec, SeineTec og TrawlTec. LineTec er stjórnbúnaður fyrir stærri línubáta, beitingarvélabáta, og með búnaðinum er hægt að stjórna hraða og átaki á línudrætti, mæla átak, lengd og dráttarhraða, telja fiska á lín- unni og öllum upplýsingum er safnað í gagnagrunn sem hægt er að vinna úr. Nýjungin í kerfinu hjá okkur þessa dagana er BeituVaki sem getur sagt skipstjórnarmanninum hvernig beit- ingin er á línunni frá beitingarvélun- um. Þessi beitingarvaki er að fara í mörg línuskip," segir Jóhann. „TrawlTec-kerfið er fyrir togskip og togbáta. Þetta er sveigjanleg lausn sem er til í nokkrum mismunandi út- færslum enda hefur búnaðurinn verið settur í skip/báta frá 14m að 125m að lengd. TrawlTec kerfið mælir átak og lengd á togvírunum ásamt stillanleg- um viðvrörunum fyrir átak og lengd. Við erum einnig með lausn fyrir báta sem toga með tvö troll þar sem þörf er fyrir nákvæma lengdar og átaksmæl- ingu. Þar getur skipt miklu máli að þessir þrír vírar vinni vel saman og getur t.d. einn metri til eða frá á mið- vír skipt miklu. Síðan erum við að koma með nýjung þar sem við ritum átakssöguna á línurit. Einnig er vert að geta aukins áhuga á búnaði í skip sem hafa togvindukerfi. Þetta er m.a. tilkomið vegna þess að við ýmsar togveiðar er ekki þörf á því að hafa „autoið" juðandi allan sóla- hringinn. Það að keyra „autoið" kostar mikla orku sem ekki er gripin úr lausu lofti og er dæmi þess að búnaðurinn hefur borgað sig upp á einu ári ein- göngu í minni olíueyðslu." 42 AGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.