Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 21

Ægir - 01.02.1999, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Olíueyðslustuðull fyrir meðal ísftskstogara árið 1997 var 0,43 lítrar afolíu fyrir hvert veitt kílógram fisks upp úr sjó. vökvakerfi og vökvavélar. Kælikerfi véla er oftast hannað fyrir umhverfi sem er mun hlýrra en hér á norður- slóðum. Það þýðir að í gegnum kæli- kerfið tapast orka út í sjó um framhjá- hlaupsloka kælikerfisins. Með því að stýra sjódælu með tíðnibreyti minnkar orkutapið verulega. Sama gildir um loftræstikerfi og önnur kerfi sem eru magnstýrð. Sjávarútvegur þeirra nágrannaþjóða sem við berum okkur helst saman við er styrktur. Þegar hönnun er útfærð ber að hafa í huga að okkar helstu birgjar búa við styrktan sjávarútveg. Þeirra lausn gæti borið þess merki hvað varð- ar orkunýtni. Lausnir sem koma frá kaupskipaflot- anum, sem er í frjálsri samkeppni, eru oftast í lagi, því þar skilur sparaður olíu- dropi á milli feigs og ófeigs. í næstu grein verður fjallað um dies- el-electric skrúfubúnað. Heimildir: Skýrslur Tœknideildar Fiski- félagsins, Skipsrevyen, ýmsar skýrslur, áður óbirt-FÍ/Guðbergur Rúnarsson, ýms- ar upplýsingar frá skrúfuframleiðendum. Fjarskiptalausnir með gervihnöttum vinda upp á sig: Martel og ísmar gera samning um Globalstar gervihnattasímkerfið Nýlega var gengið frá samkomulagi milli Martel ehf. og ísmars hf. sem opnar hinum sfðarnefndu beinan að- gang að sölu búnaðar og þjónustu við Globalstar gervihnattakerfið. Samningurinn er sá fyrsti sem gerð- ur er við endursöluaðila á Norður- löndunum en farsímafélagið Martel annast í samstarfi við Globalstar, upp- byggingu og þjónustu við kerfið á Grænlandi, Islandi, Færeyjum og sjáv- arútveg í Danmörku. Noregi og Norð- ur-Atlantshafinu öllu norðan við 32. gráðu. Endursöluaðilum bjóðast með Globalstar samningum m.a. námskeið kostun á auglýsingum, og tæknilega aðstoð við val á lausnum. ísmar hf., sem er ieiðandi fyrirtæki f sölu og þjónustu á fjarskipta-, siglinga- og fiskleitartækjum fyrir skip, mun bjóða útgerðum og einstaklingum í sjávarút- vegi Globalstar símabúnað og annast uppsetningar og ráðgjöf. Þar á meðal eru tvívirkir GSM/gervihnattasímar, sérhannaðir fyrir bíla og báta, fjarskiptatöðvar sem tengjast við þráðlausa síma eða símstöðvar um borð í stærri skipum, korta- símar, myntsímar og fleira. Tækin verða öll tengjanleg við Internetið á GSM hraða sem er í dag alit að 9,6 kbaud en einnig er hægt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu símans (GPS) sem er ný þjónusta í farsímakerfum. Globalstar kerfið sem er í meirihlutaeigu Loral, Vodafone, AirTouch, Alcatel, France Telecom, Qualcomm, Dacom, Elsacom og fleiri byggir á neti 48 lágfleygra gervihnatta og allt að 60 jarðstöðva víðsvegar um heiminn. Kerfið sem er GSM samhæft verður opnað til notkunar á íslandi seinni hluta þessa árs og skapar þá möguleika á símasamskiptum nánast hvar sem er á svæð- inu. Miklar vonir eru bundnar við að lágt verð fjölbreytts búnaðar og hagstætt mínútuverð muni höfða til notenda í sjávarútvegi, til björgunarsveita, og sem öryggistæki almennings til fjalla eða utan núverandi þjónustusvæða GSM sím- anna. Gert er ráð fyrir að Globalstar þjónustan, sem er stafræn með GSM talgæð- um gagnaflutningi og staðsetningarþjónustu, muni fljótlega leysa af hólmi eldri og ófullkomnari kerfi á borð við NMT. um uppbyggingu og notkun kerfisins, AGIR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.